Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar 29. ágúst 2025 12:00 Það er farið að dimma á kvöldin og haustvindar blása. Börnin flykkjast í skólana og stíga sum hver sín fyrstu spor á tíu ára langri skólagöngu í grunnskóla. Slík spor marka tímamót í lífi barna og eftirvænting ríkir í loftinu. Ég hef verið svo lánsöm að vinna sem kennari hjá sama vinnuveitanda, á nokkrum starfsstöðvum, alla mína starfsævi. Mér hefur þótt undurvænt um kennarastarfið og gleðin er mikil að sjá nemendur þroskast og dafna. Þau eiga allt lífið fram undan og það er dýrmætt að fá að eiga þátt í að styðja og styrkja börn til árangurs. Það gleður mig einnig innilega þegar ég kemst að því að sumir nemendur mínir hafa valið að verða kennarar. Það eru líka tímamót þegar starfsævinni lýkur vegna aldurs og þá lítur fólk gjarnan til baka yfir farinn veg. Tilfinningar eins og þakklæti fyrir gefandi og langa starfsævi koma upp í hugann en líka eftirvænting, spenna og jafnvel eftirsjá, þá sérstaklega eftir því góða fólki sem maður hefur unnið með. Á síðustu starfsstöð minni hef ég unnið í tæp tuttugu ár með alveg frábæru fólki sem og góðum yfirmönnum. Sú starfsstöð þakkaði mér vel og fallega fyrir samveru og unnin störf með gjöf við vinnulok. Mér þykir vænt um það. Hjá mörgum sveitarfélögum tíðkast sú fallega hefð að bjóða fólki sem fer á eftirlaun til kaffisamsætis þar sem þakkað er fyrir framlag þess til vinnu. Það er virðingarvert. Eftir rúm fjörutíu ár í starfi, sem kennari, hjá Reykjavíkurborg er örlítið sárt að fara á eftirlaun án þess að fá svo mikið sem þakkarkveðju fyrir unnin störf. Til dæmis tölvupóst. Það hefði verið nóg fyrir mig. Ég þarf ekkert endilega kaffisamsæti þó að það hefði nú óneitanlega orðið eftirminnileg minning inn í eftirlaunaaldurinn. Ég vona innilega að Reykjavíkurborg taki það upp að þakka sínu starfsfólki fyrir unnin störf þegar það fer á eftirlaun. Höfundur er kennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er farið að dimma á kvöldin og haustvindar blása. Börnin flykkjast í skólana og stíga sum hver sín fyrstu spor á tíu ára langri skólagöngu í grunnskóla. Slík spor marka tímamót í lífi barna og eftirvænting ríkir í loftinu. Ég hef verið svo lánsöm að vinna sem kennari hjá sama vinnuveitanda, á nokkrum starfsstöðvum, alla mína starfsævi. Mér hefur þótt undurvænt um kennarastarfið og gleðin er mikil að sjá nemendur þroskast og dafna. Þau eiga allt lífið fram undan og það er dýrmætt að fá að eiga þátt í að styðja og styrkja börn til árangurs. Það gleður mig einnig innilega þegar ég kemst að því að sumir nemendur mínir hafa valið að verða kennarar. Það eru líka tímamót þegar starfsævinni lýkur vegna aldurs og þá lítur fólk gjarnan til baka yfir farinn veg. Tilfinningar eins og þakklæti fyrir gefandi og langa starfsævi koma upp í hugann en líka eftirvænting, spenna og jafnvel eftirsjá, þá sérstaklega eftir því góða fólki sem maður hefur unnið með. Á síðustu starfsstöð minni hef ég unnið í tæp tuttugu ár með alveg frábæru fólki sem og góðum yfirmönnum. Sú starfsstöð þakkaði mér vel og fallega fyrir samveru og unnin störf með gjöf við vinnulok. Mér þykir vænt um það. Hjá mörgum sveitarfélögum tíðkast sú fallega hefð að bjóða fólki sem fer á eftirlaun til kaffisamsætis þar sem þakkað er fyrir framlag þess til vinnu. Það er virðingarvert. Eftir rúm fjörutíu ár í starfi, sem kennari, hjá Reykjavíkurborg er örlítið sárt að fara á eftirlaun án þess að fá svo mikið sem þakkarkveðju fyrir unnin störf. Til dæmis tölvupóst. Það hefði verið nóg fyrir mig. Ég þarf ekkert endilega kaffisamsæti þó að það hefði nú óneitanlega orðið eftirminnileg minning inn í eftirlaunaaldurinn. Ég vona innilega að Reykjavíkurborg taki það upp að þakka sínu starfsfólki fyrir unnin störf þegar það fer á eftirlaun. Höfundur er kennari á eftirlaunum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar