Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar 29. ágúst 2025 12:00 Það er farið að dimma á kvöldin og haustvindar blása. Börnin flykkjast í skólana og stíga sum hver sín fyrstu spor á tíu ára langri skólagöngu í grunnskóla. Slík spor marka tímamót í lífi barna og eftirvænting ríkir í loftinu. Ég hef verið svo lánsöm að vinna sem kennari hjá sama vinnuveitanda, á nokkrum starfsstöðvum, alla mína starfsævi. Mér hefur þótt undurvænt um kennarastarfið og gleðin er mikil að sjá nemendur þroskast og dafna. Þau eiga allt lífið fram undan og það er dýrmætt að fá að eiga þátt í að styðja og styrkja börn til árangurs. Það gleður mig einnig innilega þegar ég kemst að því að sumir nemendur mínir hafa valið að verða kennarar. Það eru líka tímamót þegar starfsævinni lýkur vegna aldurs og þá lítur fólk gjarnan til baka yfir farinn veg. Tilfinningar eins og þakklæti fyrir gefandi og langa starfsævi koma upp í hugann en líka eftirvænting, spenna og jafnvel eftirsjá, þá sérstaklega eftir því góða fólki sem maður hefur unnið með. Á síðustu starfsstöð minni hef ég unnið í tæp tuttugu ár með alveg frábæru fólki sem og góðum yfirmönnum. Sú starfsstöð þakkaði mér vel og fallega fyrir samveru og unnin störf með gjöf við vinnulok. Mér þykir vænt um það. Hjá mörgum sveitarfélögum tíðkast sú fallega hefð að bjóða fólki sem fer á eftirlaun til kaffisamsætis þar sem þakkað er fyrir framlag þess til vinnu. Það er virðingarvert. Eftir rúm fjörutíu ár í starfi, sem kennari, hjá Reykjavíkurborg er örlítið sárt að fara á eftirlaun án þess að fá svo mikið sem þakkarkveðju fyrir unnin störf. Til dæmis tölvupóst. Það hefði verið nóg fyrir mig. Ég þarf ekkert endilega kaffisamsæti þó að það hefði nú óneitanlega orðið eftirminnileg minning inn í eftirlaunaaldurinn. Ég vona innilega að Reykjavíkurborg taki það upp að þakka sínu starfsfólki fyrir unnin störf þegar það fer á eftirlaun. Höfundur er kennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er farið að dimma á kvöldin og haustvindar blása. Börnin flykkjast í skólana og stíga sum hver sín fyrstu spor á tíu ára langri skólagöngu í grunnskóla. Slík spor marka tímamót í lífi barna og eftirvænting ríkir í loftinu. Ég hef verið svo lánsöm að vinna sem kennari hjá sama vinnuveitanda, á nokkrum starfsstöðvum, alla mína starfsævi. Mér hefur þótt undurvænt um kennarastarfið og gleðin er mikil að sjá nemendur þroskast og dafna. Þau eiga allt lífið fram undan og það er dýrmætt að fá að eiga þátt í að styðja og styrkja börn til árangurs. Það gleður mig einnig innilega þegar ég kemst að því að sumir nemendur mínir hafa valið að verða kennarar. Það eru líka tímamót þegar starfsævinni lýkur vegna aldurs og þá lítur fólk gjarnan til baka yfir farinn veg. Tilfinningar eins og þakklæti fyrir gefandi og langa starfsævi koma upp í hugann en líka eftirvænting, spenna og jafnvel eftirsjá, þá sérstaklega eftir því góða fólki sem maður hefur unnið með. Á síðustu starfsstöð minni hef ég unnið í tæp tuttugu ár með alveg frábæru fólki sem og góðum yfirmönnum. Sú starfsstöð þakkaði mér vel og fallega fyrir samveru og unnin störf með gjöf við vinnulok. Mér þykir vænt um það. Hjá mörgum sveitarfélögum tíðkast sú fallega hefð að bjóða fólki sem fer á eftirlaun til kaffisamsætis þar sem þakkað er fyrir framlag þess til vinnu. Það er virðingarvert. Eftir rúm fjörutíu ár í starfi, sem kennari, hjá Reykjavíkurborg er örlítið sárt að fara á eftirlaun án þess að fá svo mikið sem þakkarkveðju fyrir unnin störf. Til dæmis tölvupóst. Það hefði verið nóg fyrir mig. Ég þarf ekkert endilega kaffisamsæti þó að það hefði nú óneitanlega orðið eftirminnileg minning inn í eftirlaunaaldurinn. Ég vona innilega að Reykjavíkurborg taki það upp að þakka sínu starfsfólki fyrir unnin störf þegar það fer á eftirlaun. Höfundur er kennari á eftirlaunum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar