76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar 28. ágúst 2025 09:00 Nú hefst rútína á ný hjá grunnskólabörnum á landsvísu og fara næstu vikur í að koma sér inn í vinnulag vetrarins og tileinka sér þekkingu og félagsþroska ásamt því að ganga aftur inn í nærsamfélagið sitt. Fjöldi þeirra daga sem þau hafa verið í burtu frá skipulögðu skólastarfi eru um 76 talsins. Ef við berum okkur saman við nágrannalönd okkar þá eru það 10 fleiri dagar en norsk börn eru í burtu og 20 fleiri dagar en þau dönsku, en sumarfrísdagar þeirra eru ekki nema 56 talsins. Rannsóknir sýna að löng sumarfrí henta fáum og hjá stórum hluta barna og unglinga einkennast þau af rútínuleysi, skorti á félagslegri örvun, minni hreyfingu og fá einhverjir nemendur takmarkaðan aðgang að góðri næringu líkt og skólamötuneytin bjóða upp á. Flest getum við sammælst um að skólasamfélagið sé einnig mikilvægur hluti af öryggisneti barns, eitthvað sem þarf líka að setja í samhengi þegar kemur að þessu langa tímabili sem að börn og unglingar upplifa á hverju ári. Það væri hægt að fara í vegferð þar sem sumarfrí yrði stytt án þess að kennarar missi frí sem bundin eru í kjarasamningum, sem ég mun kafa dýpra í, í næstu grein um menntamál. Flest óskum við þess að búa í velferðarsamfélagi og er skóli stór þáttur í því að skapa slíkt samfélag. Skóli skapar samfélag sem nærir, fræðir og býr til tengsl og vinskap. Hver dagur þar sem þetta samfélag er sett á ís getur skipt gríðarlega miklu máli fyrir barn. Það er ekki sjálfsagður hlutur að börn séu skráð á námskeið alla daga í sumarfrí og hvað þá að foreldrar séu í fríi og geti haldið úti dagskrá fyrir börnin sín. Það væri nefnilega einnig í þágu atvinnulífs ef að skóladögum fjölgaði, það er mikið lagt á foreldra að þurfa að búa til dagskrá og öruggt umhverfi í kringum barn og finna börn oft fyrir því að umstangið getur verið foreldrum erfitt. Ég tel mikilvægt að Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið fari í athugun á því hvort að hægt sé að stytta sumarfrí barna. Þó það væri ekki um nema tvær vikur. Þessar tvær vikur gætu skilað mjög miklu í þágu barna og velferðar því 76 dagar eru þó nokkuð margir dagar í burtu fyrir flest öll börn. Samfélag þar sem óvissa yfir sumartímann er minni, álag á fjölskyldur er jafnara og betri stuðningur er við menntun komandi kynslóða. Höldum umræðunni um menntamál á lofti, með velferð barna að leiðarljósi. Höfundur er frístundaráðgjafi og varaborgarfulltrúi Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefst rútína á ný hjá grunnskólabörnum á landsvísu og fara næstu vikur í að koma sér inn í vinnulag vetrarins og tileinka sér þekkingu og félagsþroska ásamt því að ganga aftur inn í nærsamfélagið sitt. Fjöldi þeirra daga sem þau hafa verið í burtu frá skipulögðu skólastarfi eru um 76 talsins. Ef við berum okkur saman við nágrannalönd okkar þá eru það 10 fleiri dagar en norsk börn eru í burtu og 20 fleiri dagar en þau dönsku, en sumarfrísdagar þeirra eru ekki nema 56 talsins. Rannsóknir sýna að löng sumarfrí henta fáum og hjá stórum hluta barna og unglinga einkennast þau af rútínuleysi, skorti á félagslegri örvun, minni hreyfingu og fá einhverjir nemendur takmarkaðan aðgang að góðri næringu líkt og skólamötuneytin bjóða upp á. Flest getum við sammælst um að skólasamfélagið sé einnig mikilvægur hluti af öryggisneti barns, eitthvað sem þarf líka að setja í samhengi þegar kemur að þessu langa tímabili sem að börn og unglingar upplifa á hverju ári. Það væri hægt að fara í vegferð þar sem sumarfrí yrði stytt án þess að kennarar missi frí sem bundin eru í kjarasamningum, sem ég mun kafa dýpra í, í næstu grein um menntamál. Flest óskum við þess að búa í velferðarsamfélagi og er skóli stór þáttur í því að skapa slíkt samfélag. Skóli skapar samfélag sem nærir, fræðir og býr til tengsl og vinskap. Hver dagur þar sem þetta samfélag er sett á ís getur skipt gríðarlega miklu máli fyrir barn. Það er ekki sjálfsagður hlutur að börn séu skráð á námskeið alla daga í sumarfrí og hvað þá að foreldrar séu í fríi og geti haldið úti dagskrá fyrir börnin sín. Það væri nefnilega einnig í þágu atvinnulífs ef að skóladögum fjölgaði, það er mikið lagt á foreldra að þurfa að búa til dagskrá og öruggt umhverfi í kringum barn og finna börn oft fyrir því að umstangið getur verið foreldrum erfitt. Ég tel mikilvægt að Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið fari í athugun á því hvort að hægt sé að stytta sumarfrí barna. Þó það væri ekki um nema tvær vikur. Þessar tvær vikur gætu skilað mjög miklu í þágu barna og velferðar því 76 dagar eru þó nokkuð margir dagar í burtu fyrir flest öll börn. Samfélag þar sem óvissa yfir sumartímann er minni, álag á fjölskyldur er jafnara og betri stuðningur er við menntun komandi kynslóða. Höldum umræðunni um menntamál á lofti, með velferð barna að leiðarljósi. Höfundur er frístundaráðgjafi og varaborgarfulltrúi Viðreisnar
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar