KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. ágúst 2025 15:30 Gul spjöld gefa ekki sjálfkrafa bann, en rauð spjöld setja menn í sjálfkrafa bann. Í dag líkt og aðra þriðjudaga kemur aga- og úrskurðanefnd KSÍ saman á fundi, þar sem leikmenn eru dæmdir í leikbann. Þetta ósjálfvirka fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt mikið og sagt í engum takti við nútímann. Lögfræðingur KSÍ segir engan í Laugardalnum á móti því að gera bönnin sjálfvirk og að með haustinu komi nýtt tölvukerfi sem gæti haldið utan um það. Stjórnin sé hins vegar ekki að vinna að breytingum, það þyrfti að vera gert með reglugerðarbreytingu á ársþingi KSÍ. Mega spila þrátt fyrir spjaldasöfnun Mýmörg dæmi eru um að leikmenn eigi að vera komnir í leikbann vegna uppsafnaðra gulra spjalda, en fái að spila næsta leik á eftir vegna þess að hann lendir á undan þriðjudagsfundinum. Afturelding mátti til dæmis spila þeim Hrannari Snæ Magnússyni og Bjarti Bjarma Barkarsyni í leik gegn KR þarsíðasta mánudag, þrátt fyrir að þeir hafi báðir fengið sitt fjórða gula spjald í leik gegn Vestra á miðvikudeginum áður. Sömuleiðis mátti Stjarnan spila Guðmundi Baldvin Nökkvasyni gegn Víkingi á sunnudag, þrátt fyrir að hann hafi fengið sitt fjórða gula spjald gegn Vestra síðasta miðvikudag. Guðmundur fékk svo sitt fimmta spjald í Víkingsleiknum en verður ekki úrskurðaður í bann fyrr en á eftir, þegar aga- og úrskurðarnefnd kemur saman. Guðmundur Baldvin hló að gulu spjöldunum og spilaði samt. Hann fékk svo annað gult spjald í næsta leik. vísir / diego Guðmundur mætti spila í kvöld, ef Stjarnan ætti leik, vegna þess að bannið mun ekki taka formlega gildi fyrr en í hádeginu á morgun. Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke vakti athygli á því í pistli sínum „Getum við stigið inn í nútímann?“ sem birtist á Fótbolti.net í gær. Þá er einnig áhugavert að liðsfélagi Guðmundar, Þorri Mar Þórisson, fékk rautt spjald í sama leik gegn Víkingi og var sjálfkrafa úrskurðaður í bann. Sama gildir ekki um uppsöfnuð gul spjöld og rauð spjöld. KSÍ með nýtt kerfi og ekki á móti breytingum Vísir ræddi við lögfræðing KSÍ, Axel Kára Vignisson, sem segir breytingu á þessum reglum ekki standa til og sú breyting þyrfti að fara fram á ársþingi KSÍ. Stjórnin megi vissulega gera reglugerðarbreytingar en venjan hafi verið sú að stórar breytingar séu gerðar á ársþinginu. Þá segir Axel einnig að sjálfkrafa bönn vegna uppsafnaðra spjalda séu ekki framkvæmanleg að svo stöddu, en nýtt tölvukerfi verði tekið upp í haust. „Við erum að taka upp nýtt kerfi í haust, sem ég held og mér sýnist að gæti séð um þetta, en auðvitað þarf reglugerðarbreytingu til og það hefur í gegnum tíðina yfirleitt verið á ársþinginu. Félögin hafa það í sinni hendi að breyta reglunum. Auðvitað breytir stjórnin líka reglum af og til en það hefur verið lenskan hjá okkur að stærri breytingar hafa verið á þinginu. Það er ekkert formlega farið af stað en auðvitað er bara allt til skoðunar sem getur verið til bóta“ segir Axel. Ársþing KSÍ verður haldið í febrúar á næsta ári, þannig að það yrði í fyrsta lagi á næsta tímabili sem bönnin yrðu sjálfvirk. „Þetta er eitthvað sem þarf að skoða fyrir næsta tímabil, hvort það sé vilji til að breyta þessu og þá held ég að það sé enginn hérna hjá KSÍ sem muni standa í vegi fyrir því“ segir Axel. Axel Kári Vignisson tók til starfa sem lögfræðingur KSÍ fyrr á árinu.KSÍ KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Mega spila þrátt fyrir spjaldasöfnun Mýmörg dæmi eru um að leikmenn eigi að vera komnir í leikbann vegna uppsafnaðra gulra spjalda, en fái að spila næsta leik á eftir vegna þess að hann lendir á undan þriðjudagsfundinum. Afturelding mátti til dæmis spila þeim Hrannari Snæ Magnússyni og Bjarti Bjarma Barkarsyni í leik gegn KR þarsíðasta mánudag, þrátt fyrir að þeir hafi báðir fengið sitt fjórða gula spjald í leik gegn Vestra á miðvikudeginum áður. Sömuleiðis mátti Stjarnan spila Guðmundi Baldvin Nökkvasyni gegn Víkingi á sunnudag, þrátt fyrir að hann hafi fengið sitt fjórða gula spjald gegn Vestra síðasta miðvikudag. Guðmundur fékk svo sitt fimmta spjald í Víkingsleiknum en verður ekki úrskurðaður í bann fyrr en á eftir, þegar aga- og úrskurðarnefnd kemur saman. Guðmundur Baldvin hló að gulu spjöldunum og spilaði samt. Hann fékk svo annað gult spjald í næsta leik. vísir / diego Guðmundur mætti spila í kvöld, ef Stjarnan ætti leik, vegna þess að bannið mun ekki taka formlega gildi fyrr en í hádeginu á morgun. Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke vakti athygli á því í pistli sínum „Getum við stigið inn í nútímann?“ sem birtist á Fótbolti.net í gær. Þá er einnig áhugavert að liðsfélagi Guðmundar, Þorri Mar Þórisson, fékk rautt spjald í sama leik gegn Víkingi og var sjálfkrafa úrskurðaður í bann. Sama gildir ekki um uppsöfnuð gul spjöld og rauð spjöld. KSÍ með nýtt kerfi og ekki á móti breytingum Vísir ræddi við lögfræðing KSÍ, Axel Kára Vignisson, sem segir breytingu á þessum reglum ekki standa til og sú breyting þyrfti að fara fram á ársþingi KSÍ. Stjórnin megi vissulega gera reglugerðarbreytingar en venjan hafi verið sú að stórar breytingar séu gerðar á ársþinginu. Þá segir Axel einnig að sjálfkrafa bönn vegna uppsafnaðra spjalda séu ekki framkvæmanleg að svo stöddu, en nýtt tölvukerfi verði tekið upp í haust. „Við erum að taka upp nýtt kerfi í haust, sem ég held og mér sýnist að gæti séð um þetta, en auðvitað þarf reglugerðarbreytingu til og það hefur í gegnum tíðina yfirleitt verið á ársþinginu. Félögin hafa það í sinni hendi að breyta reglunum. Auðvitað breytir stjórnin líka reglum af og til en það hefur verið lenskan hjá okkur að stærri breytingar hafa verið á þinginu. Það er ekkert formlega farið af stað en auðvitað er bara allt til skoðunar sem getur verið til bóta“ segir Axel. Ársþing KSÍ verður haldið í febrúar á næsta ári, þannig að það yrði í fyrsta lagi á næsta tímabili sem bönnin yrðu sjálfvirk. „Þetta er eitthvað sem þarf að skoða fyrir næsta tímabil, hvort það sé vilji til að breyta þessu og þá held ég að það sé enginn hérna hjá KSÍ sem muni standa í vegi fyrir því“ segir Axel. Axel Kári Vignisson tók til starfa sem lögfræðingur KSÍ fyrr á árinu.KSÍ
KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira