Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 08:05 Camilla Herrem er ein af goðsögnum norska landsliðsins í handbolta sem varla fór á stórmót án þess að vinna verðlaun. Samsett/TV2/EPA Ein af aðalstjörnunum úr sigursælu landsliði Noregs í handbolta, Camilla Herrem, greindist með brjóstakrabbamein í sumar. Hún hefur verið í stífri lyfjameðferð en samt getað æft handbolta og ætlar að spila áfram með liði sínu í vetur. Norska þjóðin var í sjokki þegar Herrem greindi frá því í sumar að hún hefði greinst með krabbamein. Þessi 38 ára gamla hornakona, sem rakaði inn verðlaunum undir stjórn Þóris Hergeirssonar á stórmótum þar til þau hættu bæði hjá norska landsliðinu í lok síðasta árs, hefur síðan haldið sig frá fjölmiðlum, þar til nú. Í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina TV 2 gat hún ekki haldið aftur af tárunum þegar hún ræddi um hvernig var að greinast með krabbamein. Síða hárið var fljótt að fara í lyfjameðferðinni en líkaminn hefur hins vegar brugðist það vel við að Herrem ætlar sér að spila með liði sínu Sola þegar ný leiktíð hefst 31. ágúst. Hún hefur nefnilega getað æft og spilað æfingaleiki, og tók til að mynda þátt í æfingaferð til Danmerkur. „Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti setið hérna og talað um að vera klár í byrjun nýrrar leiktíðar,“ sagði Herrem í viðtalinu enda langt því frá sjálfgefið að sú yrði raunin. View this post on Instagram A post shared by Camilla Herrem (@herremcamilla) „Það var virkilega gott að standa aftur inni á vellinum en það var samt fullt af svona „fyrsta sinn“ aðstæðum sem ég þurfti að takast á við. Að koma inn í höllina án hárs og hita upp. Ég þurfti að koma mér í mitt eigið „zone“ því það var ótrúlega mikið af fólki að horfa á,“ sagði Herrem um æfingaleikina sem hún spilaði. Til að byrja með lék hún tvisvar tíu mínútur í leik, og svo tvisvar fimmtán mínútur, og nú telur Herrem sig tilbúna að hefja leiktíðina. Fimm dögum áður lýkur strangri lyfjameðferð og við tekur mildari meðferð næstu þrjá mánuðina. Hún viðurkennir að það sé ekkert auðvelt að takast á við þetta: „En ég verð svo sterkari og sterkari,“ sagði Herrem. „Þetta hefur verið erfiðast andlega. Það er gott að það voru ekki fleiri í höfðinu á mér. Þetta var mjög erfitt andlega,“ sagði Herrem sem er gift og á tvö börn. Hún hefur einmitt áður einnig verið ofurfljót á handboltavöllinn eftir barneignir. Eins og fyrr segir hætti Herrem í landsliðinu eftir Evrópumeistaratitilinn í desember í fyrra, á sama tíma og Þórir hætti með landsliðið. Herrem vann alls sautján verðlaun með landsliðinu á stórmótum, þar af ellefu gullverðlaun. Hún vann tvisvar Ólympíugull, þrjá heimsmeistaratitla og sex Evrópumeistaratitla. Hún skoraði alls 951 mark í 332 leikjum með norska landsliðinu. Norski handboltinn Krabbamein Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
Norska þjóðin var í sjokki þegar Herrem greindi frá því í sumar að hún hefði greinst með krabbamein. Þessi 38 ára gamla hornakona, sem rakaði inn verðlaunum undir stjórn Þóris Hergeirssonar á stórmótum þar til þau hættu bæði hjá norska landsliðinu í lok síðasta árs, hefur síðan haldið sig frá fjölmiðlum, þar til nú. Í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina TV 2 gat hún ekki haldið aftur af tárunum þegar hún ræddi um hvernig var að greinast með krabbamein. Síða hárið var fljótt að fara í lyfjameðferðinni en líkaminn hefur hins vegar brugðist það vel við að Herrem ætlar sér að spila með liði sínu Sola þegar ný leiktíð hefst 31. ágúst. Hún hefur nefnilega getað æft og spilað æfingaleiki, og tók til að mynda þátt í æfingaferð til Danmerkur. „Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti setið hérna og talað um að vera klár í byrjun nýrrar leiktíðar,“ sagði Herrem í viðtalinu enda langt því frá sjálfgefið að sú yrði raunin. View this post on Instagram A post shared by Camilla Herrem (@herremcamilla) „Það var virkilega gott að standa aftur inni á vellinum en það var samt fullt af svona „fyrsta sinn“ aðstæðum sem ég þurfti að takast á við. Að koma inn í höllina án hárs og hita upp. Ég þurfti að koma mér í mitt eigið „zone“ því það var ótrúlega mikið af fólki að horfa á,“ sagði Herrem um æfingaleikina sem hún spilaði. Til að byrja með lék hún tvisvar tíu mínútur í leik, og svo tvisvar fimmtán mínútur, og nú telur Herrem sig tilbúna að hefja leiktíðina. Fimm dögum áður lýkur strangri lyfjameðferð og við tekur mildari meðferð næstu þrjá mánuðina. Hún viðurkennir að það sé ekkert auðvelt að takast á við þetta: „En ég verð svo sterkari og sterkari,“ sagði Herrem. „Þetta hefur verið erfiðast andlega. Það er gott að það voru ekki fleiri í höfðinu á mér. Þetta var mjög erfitt andlega,“ sagði Herrem sem er gift og á tvö börn. Hún hefur einmitt áður einnig verið ofurfljót á handboltavöllinn eftir barneignir. Eins og fyrr segir hætti Herrem í landsliðinu eftir Evrópumeistaratitilinn í desember í fyrra, á sama tíma og Þórir hætti með landsliðið. Herrem vann alls sautján verðlaun með landsliðinu á stórmótum, þar af ellefu gullverðlaun. Hún vann tvisvar Ólympíugull, þrjá heimsmeistaratitla og sex Evrópumeistaratitla. Hún skoraði alls 951 mark í 332 leikjum með norska landsliðinu.
Norski handboltinn Krabbamein Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira