Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2025 23:15 Skye Stout skoraði frábært mark í sínum fyrsta leik með skoska félaginu Kilmarnock FC. Kilmarnock FC Hin sextán ára gamla Skye Stout var fórnarlamb illkvittinna nettrölla fyrir helgi þegar hún var kynnt sem nýr leikmaður skoska félagsins Kilmarnock FC. Þessi táningsstúlka var þarna að taka stærsta skrefið á ferlinum en í stað þess að þetta væri einn besti dagurinn í hennar lífi breyttist hann fljótt í einn þann versta. Netverjar herjuðu á færslu félagsins þar sem sjá mátti mynd af stúlkunni. Nettröllin gerðu það mikið grín að útliti hennar að Kilmarnock varð á endanum að taka færslu sína úr birtingu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=n6V7GXBTRtk">watch on YouTube</a> Í framhaldinu fór frétt um þetta ömurlega háttalag nettröllanna á flug á netinu en um leið fékk Stout gríðarlega mikinn stuðning alls staðar að. Fótboltaheimurinn sendi henni baráttukveðjur og ást úr öllum áttum. Um helgina var síðan komið að fyrsta leiknum hennar fyrir Kilmarnock og um leið tækifæri fyrir Skye Stout að sýna hvað hún getur í fótbolta. Hún gerði það og gott betur. Stout skoraði eitt mark liðsins með stórglæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Stelpan átti einnig stóran þátt í öðru marki í 6-2 sigri á St Johnstone. Hún lét verkin tala inn á vellinum og það heyrist líklega ekki mikið í nettröllunum núna. Hér fyrir neðan má sjá þetta stórglæsilega mark en myndbandið sést með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Skoski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Sjá meira
Þessi táningsstúlka var þarna að taka stærsta skrefið á ferlinum en í stað þess að þetta væri einn besti dagurinn í hennar lífi breyttist hann fljótt í einn þann versta. Netverjar herjuðu á færslu félagsins þar sem sjá mátti mynd af stúlkunni. Nettröllin gerðu það mikið grín að útliti hennar að Kilmarnock varð á endanum að taka færslu sína úr birtingu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=n6V7GXBTRtk">watch on YouTube</a> Í framhaldinu fór frétt um þetta ömurlega háttalag nettröllanna á flug á netinu en um leið fékk Stout gríðarlega mikinn stuðning alls staðar að. Fótboltaheimurinn sendi henni baráttukveðjur og ást úr öllum áttum. Um helgina var síðan komið að fyrsta leiknum hennar fyrir Kilmarnock og um leið tækifæri fyrir Skye Stout að sýna hvað hún getur í fótbolta. Hún gerði það og gott betur. Stout skoraði eitt mark liðsins með stórglæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Stelpan átti einnig stóran þátt í öðru marki í 6-2 sigri á St Johnstone. Hún lét verkin tala inn á vellinum og það heyrist líklega ekki mikið í nettröllunum núna. Hér fyrir neðan má sjá þetta stórglæsilega mark en myndbandið sést með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird)
Skoski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Sjá meira