Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2025 10:30 FH-ingar hafa yfirleitt haft ástæðu til að fagna á grasinu í Kaplakrika í sumar. Loksins unnu þeir á gervigrasi í gær. Vísir/Anton Brink FH vann í gær 5-4 sigur á Breiðabliki í hreint ótrúlegum fótboltaleik. Um er að ræða fyrsta sigur FH á gervigrasi í tæpt ár. Æfingaleikir og leikir í Lengjubikarnum eru undanskildir þeirri talningu en FH vann ekki leik í síðustu sjö umferðum deildarkeppninnar í fyrra og tapaði þá eina bikarleik sínum í ár, fyrir Fram í Úlfarsárdal. Á útivelli hafði FH aðeins unnið einn leik í sumar fyrir gærkvöldið, en sá sigur vannst á grasvelli ÍA á Skaganum. Hinir átta útileikir liðsins höfðu tapast og tvöfaldaði FH því stigafjölda sinn á útivelli í gær. Tveimur liðum hefur gengið verr á útivelli í sumar; Afturelding hefur unnið einn og gert eitt jafntefli en tapað sjö. KR hefur gert þrjú jafntefli og tapað sex, og enn ekki unnið einn einasta leik á útivelli. FH var 2-1 undir í hálfleik í gær þökk sé tveimur mörkum Davíðs Ingvarssonar fyrir Blika. Björn Daníel Sverrisson jafnaði 2-2 strax í byrjun síðari hálfleiks en Bragi Karl Bjarkason breytti stöðunni í 4-2 með tveimur mörkum en hann hafði skorað mörkin tvö á innan við fimm mínútum eftir að hafa komið inn af varamannabekknum. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði fimmta mark FH á 67. mínútu en það fór um Hafnfirðinga eftir mörk Kristófers Inga Kristinssonar og Ásgeirs Helga Orrasonar undir lokin. Þeim tókst þó að klára langþráðan útisigur í mögnuðum fótboltaleik. Síðast vann FH leik á gervigrasi fyrir 357 dögum, þegar 3-2 útisigur vannst á Fylki á Wurth-vellinum, þann 25. ágúst 2024. FH fór með sigri gærkvöldsins upp í efri hluta deildarinnar. Liðið er með 25 stig í 6. sæti, með betri markatölu en Fram sem er með sama stigafjölda sæti neðar. Fram mætir KR í Úlfarsárdal í kvöld og getur því endurheimt sæti meðal þeirra efri með sigri. KR þarf að vinna sinn fyrsta útileik í sumar til að koma í veg fyrir það. Leikur KR og Fram er klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland. Bein útsending hefst klukkan 19:00. Öll umferðin í Bestu deild karla verður gerð upp í Stúkunni á Sýn Sport Ísland klukkan 21:25. FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Æfingaleikir og leikir í Lengjubikarnum eru undanskildir þeirri talningu en FH vann ekki leik í síðustu sjö umferðum deildarkeppninnar í fyrra og tapaði þá eina bikarleik sínum í ár, fyrir Fram í Úlfarsárdal. Á útivelli hafði FH aðeins unnið einn leik í sumar fyrir gærkvöldið, en sá sigur vannst á grasvelli ÍA á Skaganum. Hinir átta útileikir liðsins höfðu tapast og tvöfaldaði FH því stigafjölda sinn á útivelli í gær. Tveimur liðum hefur gengið verr á útivelli í sumar; Afturelding hefur unnið einn og gert eitt jafntefli en tapað sjö. KR hefur gert þrjú jafntefli og tapað sex, og enn ekki unnið einn einasta leik á útivelli. FH var 2-1 undir í hálfleik í gær þökk sé tveimur mörkum Davíðs Ingvarssonar fyrir Blika. Björn Daníel Sverrisson jafnaði 2-2 strax í byrjun síðari hálfleiks en Bragi Karl Bjarkason breytti stöðunni í 4-2 með tveimur mörkum en hann hafði skorað mörkin tvö á innan við fimm mínútum eftir að hafa komið inn af varamannabekknum. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði fimmta mark FH á 67. mínútu en það fór um Hafnfirðinga eftir mörk Kristófers Inga Kristinssonar og Ásgeirs Helga Orrasonar undir lokin. Þeim tókst þó að klára langþráðan útisigur í mögnuðum fótboltaleik. Síðast vann FH leik á gervigrasi fyrir 357 dögum, þegar 3-2 útisigur vannst á Fylki á Wurth-vellinum, þann 25. ágúst 2024. FH fór með sigri gærkvöldsins upp í efri hluta deildarinnar. Liðið er með 25 stig í 6. sæti, með betri markatölu en Fram sem er með sama stigafjölda sæti neðar. Fram mætir KR í Úlfarsárdal í kvöld og getur því endurheimt sæti meðal þeirra efri með sigri. KR þarf að vinna sinn fyrsta útileik í sumar til að koma í veg fyrir það. Leikur KR og Fram er klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland. Bein útsending hefst klukkan 19:00. Öll umferðin í Bestu deild karla verður gerð upp í Stúkunni á Sýn Sport Ísland klukkan 21:25.
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira