Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Nunez farinn frá Liverpool

Sádí-arabíska félagið Al-Hilal tilkynnti í kvöld að félagið væri búið að ganga frá kaupum á úrúgvæska framherjanum Darwin Nunez frá Liverpool.

Enski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga

Hannah Hampton var hetja enska landsliðsins í vítakeppninni í úrslitaleik Evrópumótsins í síðasta mánuð. Hún var síðan valin besti markvörður EM í Sviss. Saga hennar frá vitakeppninni í úrslitaleiknum virðist þó ekki eiga stoð í raunveruleikanum.

Fótbolti
Fréttamynd

Segja Sölva hæðast að Bröndby

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, þekkir vel til í fótboltanum í Kaupmannahöfn enda ein af hetjum FC Kaupmannahafnar á sínum tíma. Það vakti því enn meiri athygli í Danmörku þegar hann stýrði Víkingum til 3-0 sigurs á Bröndby í Sambandsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Enska augna­blikið: Grætti barnið en var slétt sama

Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009.

Enski boltinn
Fréttamynd

Njarð­víkingar á toppi Lengjudeildarinnar

Fimm leikjum er lokið 16. umferð Lengjudeildar karla í fótbolta. Fjórir þeirra hófust kl. 19:15 og er nýlokið. Úrslitin segja áhugaverða sögu en Njarðvíkingar eru einir á toppi deildarinnar eftir að ÍR missteig sig en Njarðvíkingar lögðu Selfoss.

Fótbolti
Fréttamynd

Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni

Þór Akureyri vann góðan sigur á Fylki fyrr í dag í 16. umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu. Leikið var á Tekk vellinum í Árbænum og skoraði Einar Freyr Halldórsson sigurmark Þórsara á 83. mínútu í 1-2 sigri. Fylkir datt niður á fallsætið og gætu verið þar að umferðinni lokinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Á­tökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna

Áfengi var til sölu á leik Víkings og Bröndby í gær. Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir leyfisumsókn um áfengissölu á viðburðum félagsins enn í vinnslu. Átökin sem brutust út á leiknum ekki tengjast áfengissölunni á neinn hátt. 

Innlent