Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 08:33 Vestramenn mótmæltu dómnum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sýn Sport Í Stúkunni í gærkvöld mátti heyra upptöku af samskiptum dómara við aðstoðardómara og leikmenn í Garðabænum á sunnudag, þegar mark var dæmt af Vestra í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni. Það er sjaldgæft að áhorfendur fái svo góða innsýn inn í heim dómara í leikjum en í spilaranum hér að neðan má heyra aðdragandann að því að Ívar Orri Kristjánsson dæmdi mark Vestra af, og umræðuna í Stúkunni um það. Klippa: Stúkan - Mark Vestra dæmt af Gunnar Jónas Hauksson skoraði markið og virtist hafa jafnað metin í 2-2 en félagi hans, Vladimir Tufegdzic, var dæmdur rangstæður og talinn hafa getað haft áhrif á Árna Snæ Ólafsson í marki Stjörnunnar. Þetta mátti alla vega heyra af orðum Ívars Orra við aðstoðardómara og leikmenn: „Við verðum að taka ákvörðun. Frá mér séð þá hafði hann áhrif á markvörðinn þegar hann hljóp í gegn. Þannig horfir þetta við mér,“ sagði Ívar Orri meðal annars. „Hann mun aldrei ná að grípa boltann hvort sem er,“ mótmælti Morten Hansen, fyrirliði Vestra. „Allt í lagi. Þannig lítur þú á þetta. Ég þarf að taka stórar ákvarðanir,“ svaraði Ívar Orri. Málið var svo rætt í Stúkunni. „Ég skil eiginlega alla aðila í þessu. Dómari leiksins sér hvar Túfa [Vladimir Tufegdzic] er staddur. Línuvörðurinn telur það að hann sé fyrir innan og Ívar sér hvort hann sé að byrgja Árna sýn,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson. Guðmundur Benediktsson tók fram að ekki hefði verið myndavél á staðnum til að skera úr um hvort Túfa hefði í raun verið fyrir innan vörn Stjörnunnar og þar með rangstæður. Ljóst er þó að afar litlu munaði. Guðmundur og Sigurbjörn töldu þá afar ólíklegt að Árni hefði getað varið skot Gunnars en Baldur Sigurðsson benti á að það skipti ekki máli: „Ívar getur ekkert metið það. Hann þarf bara að meta hvað er að gerast og út frá þeim forsendum sem við höfum, sjónarhornin sem við höfum, þá var þetta bara rangstaða og rétt ákvörðun. Ef við stoppum rammann akkúrat þegar Gunnar skýtur í boltann þá stendur Túfa akkúrat fyrir Árna.“ Besta deild karla Vestri Stjarnan Stúkan Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Það er sjaldgæft að áhorfendur fái svo góða innsýn inn í heim dómara í leikjum en í spilaranum hér að neðan má heyra aðdragandann að því að Ívar Orri Kristjánsson dæmdi mark Vestra af, og umræðuna í Stúkunni um það. Klippa: Stúkan - Mark Vestra dæmt af Gunnar Jónas Hauksson skoraði markið og virtist hafa jafnað metin í 2-2 en félagi hans, Vladimir Tufegdzic, var dæmdur rangstæður og talinn hafa getað haft áhrif á Árna Snæ Ólafsson í marki Stjörnunnar. Þetta mátti alla vega heyra af orðum Ívars Orra við aðstoðardómara og leikmenn: „Við verðum að taka ákvörðun. Frá mér séð þá hafði hann áhrif á markvörðinn þegar hann hljóp í gegn. Þannig horfir þetta við mér,“ sagði Ívar Orri meðal annars. „Hann mun aldrei ná að grípa boltann hvort sem er,“ mótmælti Morten Hansen, fyrirliði Vestra. „Allt í lagi. Þannig lítur þú á þetta. Ég þarf að taka stórar ákvarðanir,“ svaraði Ívar Orri. Málið var svo rætt í Stúkunni. „Ég skil eiginlega alla aðila í þessu. Dómari leiksins sér hvar Túfa [Vladimir Tufegdzic] er staddur. Línuvörðurinn telur það að hann sé fyrir innan og Ívar sér hvort hann sé að byrgja Árna sýn,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson. Guðmundur Benediktsson tók fram að ekki hefði verið myndavél á staðnum til að skera úr um hvort Túfa hefði í raun verið fyrir innan vörn Stjörnunnar og þar með rangstæður. Ljóst er þó að afar litlu munaði. Guðmundur og Sigurbjörn töldu þá afar ólíklegt að Árni hefði getað varið skot Gunnars en Baldur Sigurðsson benti á að það skipti ekki máli: „Ívar getur ekkert metið það. Hann þarf bara að meta hvað er að gerast og út frá þeim forsendum sem við höfum, sjónarhornin sem við höfum, þá var þetta bara rangstaða og rétt ákvörðun. Ef við stoppum rammann akkúrat þegar Gunnar skýtur í boltann þá stendur Túfa akkúrat fyrir Árna.“
Besta deild karla Vestri Stjarnan Stúkan Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira