„Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. ágúst 2025 10:01 Steinn Jóhannsson tók við starfi sviðsstjóra skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar eftir að hafa verið rektor MH í sex ár. Vísir/Egill Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir engar áþreifanlegar vísbendingar komið fram um að skólastjórnendur Breiðholtsskóla hefðu fegrað einkunnir. Gott sé að fá gagnrýni á ytra mat en nýlega hafi verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á innra mat. Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, kom í Bítið á Bylgjunni og ræddi um grunnskóla Reykjavíkurborgar, ytra og innra mat og meinta einkunnafegrun. „Það er alltaf gott að fá gagnrýni og við erum ekkert yfir hana hafin en Reykjavík til dæmis lokaði sínum hring 2019, þá lauk ytra mati á öllum grunnskólum Reykjavíkurborgar,“ segir Steinn um gagnrýni á Reykjavíkurborg fyrir skort á ytra mati. „Svo var ákveðið í kjölfarið að einblína á innra matið og byggja það upp í öllum menntastofnunum borgarinnar, við erum ekki bara að tala um grunnskólana heldur líka leikskólana og frístundastarfið. Þannig þetta er mjög víðtækt mat,“ segir Steinn. „Gott ytra mat byggir allt á innra matinu, sjálfsmatinu, sem fer fram í hverjum skóla.“ Miklar kröfur lagðar til skólanna Í ágúst verði kynnt fyrir öllum skólastigum nýtt fyrirkomulag á innra mati hjá Reykjavíkurborg. Heildstætt ytra mat hefði ekki verið framkvæmt en einstakir þættir séu teknir út hverju sinni. Skrifstofa skóla- og frístundasviðs sé í nánum samskiptum við allar menntastofnanir borgarinnar og fylgi eftir innra matinu. „Þannig það eru miklar kröfur lagðar til skólanna, þeir þurfa að birta sínar upplýsingar þannig það er mikil samvinna í gangi um innra matið,“ segir Steinn. Þá segir Steinn að verið sé að vinna að verkferli ytra mats í menntamálaráðuneytinu. Nýbúið sé að endurskoða marsferli fyrir framhaldsskóla sem muni ganga undir víðtækara mat á næstu árum. Í hverju felst innra matið? „Þá ertu að skoða ýmsa þætti skólastarfsins, niðurstöður úr könnunum, líðan nemenda, námsárangur, læsisskimanir, húsnæði og aðbúnað,“ segir Steinn. Hverjir framkvæma það? „Það er sjálfsmatsteymi inni í skólunum og það eru leiðbeiningar frá ráðuneytinu og svo er Reykjavíkurborg með leiðbeiningar fyrir skólana,“ segir hann. Má treysta því að það sé gert á faglegan hlutlausan hátt? „Miðlæg skrifstofa fylgir þessu náttúrulega eftir en auðvitað er það þannig að ytra matið, sem er heildstæðara og fer fram á fleiri ára fresti, er það sem fólk treystir meira á því það eru utanaðkomandi aðilar sem vinna það. Og ég neita því ekki að við getum vissulega bætt okkur þar,“ segir hann. Áttar sig ekki á orðum sérfræðings í ytra mati Arnar Ævarsson, sérfræðingur í ytra mati, sagði í samtali við Bylgjuna í síðustu viku að metnaðarleysi og meðvirkni ríktu hjá skólastjórnendum, kostnaður vegna ytra mats hefði gjörminnkað á síðustu árum og börn fengju ekki nauðsynlega þjónustu því skólarnir væru reknir með hag stjórnenda í fyrirrúmi. Arnar sagði einnig frá því að borgin hefði veigrað sér við því að greina hreinskilnislega frá ástandi grunnskóla í skýrslum sínum. „Ég átta mig ekki alveg á hvað felst í þessum orðum því nú er ég búinn að starfa í tveimur stórum framhaldsskólum og taka á móti nemendum sjálfsagt úr hundrað og eitthvað grunnskólum á landinu. Það er alltaf verið að tala um hvað grunnskólarnir séu misjafnir, það er þannig að nemendur koma inn með misjafnar einkunnir en við erum ekkert að sjá merkjanlegan mun á árangri nemenda eftir grunnskólum,“ segir Steinn. „Það er alltaf verið að tala um að einn skóli sé betri en annar. Ég vísa því eiginlega til föðurhúsanna.“ Hvaða árangri hefur það skilað að einblína á innra mat? „Við erum þá tilbúin í allt í ytra mat því það byggir alltaf á innra mati,“ segir Steinn. En hvaða árangur hefur það borið fyrir nemendur? „Þegar eitthvað kemur upp, ef innra matið sýnir að við þurfum að bæta líðan nemenda þá er farið í einhverjar aðgerðir innan hvers skóla og skólarnir þurfa að skila umbótaáætlun sem miðlæg skrifstofa skoðar og fylgir eftir,“ segir Steinn. En geturðu komið með eitthvað dæmi? Foreldrar nemenda eru ekki mikið að velta fyrir sér umbótaáætlunum. „Ef það kemur til dæmis í ljós að árangur í einhverri grein er ekki nógu góður, það vanti meiri stuðning. Þá getum við bætt við stuðningsfulltrúum eða aukið kennslu í viðkomandi fagi. Þannig það er hægt að gera ákveðnar breytingar til að styrkja nemendur í náminu. Það er líka hægt að styrkja þá betur ef þetta varðar andlega líðan, þá er hægt að fara í hópefli eða kalla til sérfræðinga inn í skólana,“ segir hann. „Ég hef engar vísbendingar fengið“ Hvað gera menn þegar upplýst er að skóli er að gefa börnum of háar einkunnir miðað við frammistöðu eins og hefur komið fram hér? „Þá er farið inn í skólann og skoðað hvort það eigi við rök að styðjast,“ segir Steinn. Gerðuð þið það í sambandi við Breiðholtsskóla? „Ég vísa þessu dálítið frá varðandi Breiðholtsskóla,“ segir Steinn og bætir við: „Nemendur Breiðholtsskóla eru ekkert að koma öðruvísi upp í framhaldsskóla heldur en nemendur annarra grunnskóla borgarinnar. En auðvitað er mismunur milli nemenda, við erum með nemendur sem eru með íslensku sem annað tungumál og eru kannski ekki sterkir þannig að þeirra námsárangur er öðruvísi.“ Talað hefur verið um að Breiðholtsskóli hafi verið að fegra einkunnir þar, er það rangt? „Ég ætla ekki að taka afstöðu til þess á þessum tímapunktir,“ segir Steinn. Er búið að skoða það, rannsaka það? „Það er ekkert langt síðan ég heyrði þetta og þetta þurfum við að skoða,“ segir hann. Þetta var í vor. „Ég geri mér grein fyrir því,“ segir Steinn. Ef að rétt er þá er það háalvarlegt. „Já, það er háalvarlegt en ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast,“ segir Steinn. „Auðvitað geta foreldrar haft þessar skoðanir og við treystum faglegu mati kennarans sem er með nemendur inni í kennslustofunni.“ Góðu hlutirnir gleymist þó það megi gagnrýna Það eru mjög alvarlegar ásakanir þegar tiltekinn skóli eru sakaður um að fegra einkunnir eins og foreldrar hafa sagt opinberlega undir nafni. Núna er nánast hálft ár síðan þessar ásakanir komu fram þannig maður myndi halda að allar viðvörunarbjöllur færu í gang og það yrði kappkostað við að skoða það mál hratt og örugglega. „Það er búin að vera mikil vinna og samtal við viðkomandi skóla og við höfum ekki einhverjar konkret vísbendingar um að þarna sé verið að fegra einkunnir. Auðvitað eru nemendur að taka ýmis könnunarpróf og svoleiðis,“ segir Steinn. Mér heyrist á þér að þú sért að segja að það sé bara allt í himnalagi. „Nei, það er ekkert allt í himnalagi því það er alltaf sóknarfæri og tækifæri til bætingar,“ segir Steinn. Steinn segir alltaf tækifæri til bætingar og að borgin taki gagnrýni fagnandi. „En það sem ég hef séð, því ég hef reynslu af þremur skólastigum, er að nemendur sem koma upp í framhaldsskóla eru almennt að standa sig mjög vel, brotthvarf framhaldsskólanemenda hefur minnkað á síðustu misserum sem er mjög jákvætt og brotthvarf nýnema er í lægstu lægðum og þar höfum við verið að ná árangri. Þegar nemendur koma upp í háskóla standa þeir sig vel og nemendur sem fara erlendis eru að standa sig yfirleitt framúrskarandi vel og það eru ekkert endilega bara bestu nemendurnir,“ segir Steinar. „Mér finnst þetta dálítið gleymast, allir þessir góðu hlutir sem við erum að vinna í menntakerfinu. Það er alltaf talað um þessa neikvæðu hluti, vissulega má gagnrýna og við getum gert betur,“ segir hann. Viðspyrnan úr kerfinu er svolítið mikil. Það vantar kannski að menn sætti sig við þessa gagnrýni og vinni með hana? „Ég tel að við þurfum að vinna með gagnrýni, nýta okkur þessa gagnrýni sem er að koma fram og leggjast aðeins yfir hvað getum við gert og ég veit að það er mikil vinna í gangi í ráðuneytinu,“ segir Steinn. Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Bítið Bylgjan Tengdar fréttir B sé ekki best Foreldri grunnskólabarna segir einkunnakerfi byggt á bókstöfum draga úr hvata nemenda til að gera betur og sé skalinn of víður. Hann segir kennara viðurkenna að kerfið veiti þeim ekki nægar upplýsingar til að sinna starfi sínu og gagnrýnir harðlega „yfirborðskennda“ aðgerðaáætlun menntamálaráðuneytisins. 12. ágúst 2025 11:25 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, kom í Bítið á Bylgjunni og ræddi um grunnskóla Reykjavíkurborgar, ytra og innra mat og meinta einkunnafegrun. „Það er alltaf gott að fá gagnrýni og við erum ekkert yfir hana hafin en Reykjavík til dæmis lokaði sínum hring 2019, þá lauk ytra mati á öllum grunnskólum Reykjavíkurborgar,“ segir Steinn um gagnrýni á Reykjavíkurborg fyrir skort á ytra mati. „Svo var ákveðið í kjölfarið að einblína á innra matið og byggja það upp í öllum menntastofnunum borgarinnar, við erum ekki bara að tala um grunnskólana heldur líka leikskólana og frístundastarfið. Þannig þetta er mjög víðtækt mat,“ segir Steinn. „Gott ytra mat byggir allt á innra matinu, sjálfsmatinu, sem fer fram í hverjum skóla.“ Miklar kröfur lagðar til skólanna Í ágúst verði kynnt fyrir öllum skólastigum nýtt fyrirkomulag á innra mati hjá Reykjavíkurborg. Heildstætt ytra mat hefði ekki verið framkvæmt en einstakir þættir séu teknir út hverju sinni. Skrifstofa skóla- og frístundasviðs sé í nánum samskiptum við allar menntastofnanir borgarinnar og fylgi eftir innra matinu. „Þannig það eru miklar kröfur lagðar til skólanna, þeir þurfa að birta sínar upplýsingar þannig það er mikil samvinna í gangi um innra matið,“ segir Steinn. Þá segir Steinn að verið sé að vinna að verkferli ytra mats í menntamálaráðuneytinu. Nýbúið sé að endurskoða marsferli fyrir framhaldsskóla sem muni ganga undir víðtækara mat á næstu árum. Í hverju felst innra matið? „Þá ertu að skoða ýmsa þætti skólastarfsins, niðurstöður úr könnunum, líðan nemenda, námsárangur, læsisskimanir, húsnæði og aðbúnað,“ segir Steinn. Hverjir framkvæma það? „Það er sjálfsmatsteymi inni í skólunum og það eru leiðbeiningar frá ráðuneytinu og svo er Reykjavíkurborg með leiðbeiningar fyrir skólana,“ segir hann. Má treysta því að það sé gert á faglegan hlutlausan hátt? „Miðlæg skrifstofa fylgir þessu náttúrulega eftir en auðvitað er það þannig að ytra matið, sem er heildstæðara og fer fram á fleiri ára fresti, er það sem fólk treystir meira á því það eru utanaðkomandi aðilar sem vinna það. Og ég neita því ekki að við getum vissulega bætt okkur þar,“ segir hann. Áttar sig ekki á orðum sérfræðings í ytra mati Arnar Ævarsson, sérfræðingur í ytra mati, sagði í samtali við Bylgjuna í síðustu viku að metnaðarleysi og meðvirkni ríktu hjá skólastjórnendum, kostnaður vegna ytra mats hefði gjörminnkað á síðustu árum og börn fengju ekki nauðsynlega þjónustu því skólarnir væru reknir með hag stjórnenda í fyrirrúmi. Arnar sagði einnig frá því að borgin hefði veigrað sér við því að greina hreinskilnislega frá ástandi grunnskóla í skýrslum sínum. „Ég átta mig ekki alveg á hvað felst í þessum orðum því nú er ég búinn að starfa í tveimur stórum framhaldsskólum og taka á móti nemendum sjálfsagt úr hundrað og eitthvað grunnskólum á landinu. Það er alltaf verið að tala um hvað grunnskólarnir séu misjafnir, það er þannig að nemendur koma inn með misjafnar einkunnir en við erum ekkert að sjá merkjanlegan mun á árangri nemenda eftir grunnskólum,“ segir Steinn. „Það er alltaf verið að tala um að einn skóli sé betri en annar. Ég vísa því eiginlega til föðurhúsanna.“ Hvaða árangri hefur það skilað að einblína á innra mat? „Við erum þá tilbúin í allt í ytra mat því það byggir alltaf á innra mati,“ segir Steinn. En hvaða árangur hefur það borið fyrir nemendur? „Þegar eitthvað kemur upp, ef innra matið sýnir að við þurfum að bæta líðan nemenda þá er farið í einhverjar aðgerðir innan hvers skóla og skólarnir þurfa að skila umbótaáætlun sem miðlæg skrifstofa skoðar og fylgir eftir,“ segir Steinn. En geturðu komið með eitthvað dæmi? Foreldrar nemenda eru ekki mikið að velta fyrir sér umbótaáætlunum. „Ef það kemur til dæmis í ljós að árangur í einhverri grein er ekki nógu góður, það vanti meiri stuðning. Þá getum við bætt við stuðningsfulltrúum eða aukið kennslu í viðkomandi fagi. Þannig það er hægt að gera ákveðnar breytingar til að styrkja nemendur í náminu. Það er líka hægt að styrkja þá betur ef þetta varðar andlega líðan, þá er hægt að fara í hópefli eða kalla til sérfræðinga inn í skólana,“ segir hann. „Ég hef engar vísbendingar fengið“ Hvað gera menn þegar upplýst er að skóli er að gefa börnum of háar einkunnir miðað við frammistöðu eins og hefur komið fram hér? „Þá er farið inn í skólann og skoðað hvort það eigi við rök að styðjast,“ segir Steinn. Gerðuð þið það í sambandi við Breiðholtsskóla? „Ég vísa þessu dálítið frá varðandi Breiðholtsskóla,“ segir Steinn og bætir við: „Nemendur Breiðholtsskóla eru ekkert að koma öðruvísi upp í framhaldsskóla heldur en nemendur annarra grunnskóla borgarinnar. En auðvitað er mismunur milli nemenda, við erum með nemendur sem eru með íslensku sem annað tungumál og eru kannski ekki sterkir þannig að þeirra námsárangur er öðruvísi.“ Talað hefur verið um að Breiðholtsskóli hafi verið að fegra einkunnir þar, er það rangt? „Ég ætla ekki að taka afstöðu til þess á þessum tímapunktir,“ segir Steinn. Er búið að skoða það, rannsaka það? „Það er ekkert langt síðan ég heyrði þetta og þetta þurfum við að skoða,“ segir hann. Þetta var í vor. „Ég geri mér grein fyrir því,“ segir Steinn. Ef að rétt er þá er það háalvarlegt. „Já, það er háalvarlegt en ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast,“ segir Steinn. „Auðvitað geta foreldrar haft þessar skoðanir og við treystum faglegu mati kennarans sem er með nemendur inni í kennslustofunni.“ Góðu hlutirnir gleymist þó það megi gagnrýna Það eru mjög alvarlegar ásakanir þegar tiltekinn skóli eru sakaður um að fegra einkunnir eins og foreldrar hafa sagt opinberlega undir nafni. Núna er nánast hálft ár síðan þessar ásakanir komu fram þannig maður myndi halda að allar viðvörunarbjöllur færu í gang og það yrði kappkostað við að skoða það mál hratt og örugglega. „Það er búin að vera mikil vinna og samtal við viðkomandi skóla og við höfum ekki einhverjar konkret vísbendingar um að þarna sé verið að fegra einkunnir. Auðvitað eru nemendur að taka ýmis könnunarpróf og svoleiðis,“ segir Steinn. Mér heyrist á þér að þú sért að segja að það sé bara allt í himnalagi. „Nei, það er ekkert allt í himnalagi því það er alltaf sóknarfæri og tækifæri til bætingar,“ segir Steinn. Steinn segir alltaf tækifæri til bætingar og að borgin taki gagnrýni fagnandi. „En það sem ég hef séð, því ég hef reynslu af þremur skólastigum, er að nemendur sem koma upp í framhaldsskóla eru almennt að standa sig mjög vel, brotthvarf framhaldsskólanemenda hefur minnkað á síðustu misserum sem er mjög jákvætt og brotthvarf nýnema er í lægstu lægðum og þar höfum við verið að ná árangri. Þegar nemendur koma upp í háskóla standa þeir sig vel og nemendur sem fara erlendis eru að standa sig yfirleitt framúrskarandi vel og það eru ekkert endilega bara bestu nemendurnir,“ segir Steinar. „Mér finnst þetta dálítið gleymast, allir þessir góðu hlutir sem við erum að vinna í menntakerfinu. Það er alltaf talað um þessa neikvæðu hluti, vissulega má gagnrýna og við getum gert betur,“ segir hann. Viðspyrnan úr kerfinu er svolítið mikil. Það vantar kannski að menn sætti sig við þessa gagnrýni og vinni með hana? „Ég tel að við þurfum að vinna með gagnrýni, nýta okkur þessa gagnrýni sem er að koma fram og leggjast aðeins yfir hvað getum við gert og ég veit að það er mikil vinna í gangi í ráðuneytinu,“ segir Steinn.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Bítið Bylgjan Tengdar fréttir B sé ekki best Foreldri grunnskólabarna segir einkunnakerfi byggt á bókstöfum draga úr hvata nemenda til að gera betur og sé skalinn of víður. Hann segir kennara viðurkenna að kerfið veiti þeim ekki nægar upplýsingar til að sinna starfi sínu og gagnrýnir harðlega „yfirborðskennda“ aðgerðaáætlun menntamálaráðuneytisins. 12. ágúst 2025 11:25 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
B sé ekki best Foreldri grunnskólabarna segir einkunnakerfi byggt á bókstöfum draga úr hvata nemenda til að gera betur og sé skalinn of víður. Hann segir kennara viðurkenna að kerfið veiti þeim ekki nægar upplýsingar til að sinna starfi sínu og gagnrýnir harðlega „yfirborðskennda“ aðgerðaáætlun menntamálaráðuneytisins. 12. ágúst 2025 11:25
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent