Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2025 10:26 Málið varðar atvik sem áttu sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Karlmaður sem ákærður var fyrir manndráp fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að ráðast á hinn látna. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari staðfestir áfrýjun málsins í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Í málinu var litháískur karlmaður ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem var sögð hafa orðið til þess að Litái á fertugsaldri hlaut bana af. Hin meinta árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Litháanum var gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Fyrir vikið hefði hann hlotið margþætta áverka. Hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Mennirnir bjuggu í bústaðnum í vinstra horninu en unnu að þeim sem er í því hægra.Vísir/Vilhelm Eina beina ofbeldislýsingin í ákæru héraðssaksóknara var að hinn grunaði var sagður hafa slegið landa sinn tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Sú lýsing var frá árásarmanninum sem neitaði sök varðandi manndráp. Hann viðurkenndi þó að hafa einmitt löðrungað manninn tvisvar en ekkert meira en það. Héraðsdómur sagði ekki liggja fyrir beina sönnun þess að árás árásarmannsins hefði verið grófari eða ofsafengnari en sú sem hann viðurkenndi. Þá væri ósamræmi í framburði hans ekki þess eðlis að það veitti sönnun um að hann hefði valdið dauða landa síns. „Miðað við sönnunarfærslu, skýrslu réttarlækna og framburðar annars þeirra, orsakir andlátsins og hvernig verknaðarlýsingu ákæru er háttað yrði sakfelling samkvæmt því á grundvelli ákærunnar ekki að mati dómsins hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir í dómnum. Maðurinn var hins vegar sakfelldur fyrir minni háttar líkamsárás. Hæfileg refsing fyrir það var að mati dómsins tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Litið var til þess að maðurinn hafði ekki áður gerst sekur um brot hér á landi og vegna þess að hann játaði. Mennirnir voru allir við störf við byggingu sumarhúss í Grímsnesi. Málið kemur nú til kasta Landsréttar. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari staðfestir áfrýjun málsins í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Í málinu var litháískur karlmaður ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem var sögð hafa orðið til þess að Litái á fertugsaldri hlaut bana af. Hin meinta árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Litháanum var gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Fyrir vikið hefði hann hlotið margþætta áverka. Hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Mennirnir bjuggu í bústaðnum í vinstra horninu en unnu að þeim sem er í því hægra.Vísir/Vilhelm Eina beina ofbeldislýsingin í ákæru héraðssaksóknara var að hinn grunaði var sagður hafa slegið landa sinn tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Sú lýsing var frá árásarmanninum sem neitaði sök varðandi manndráp. Hann viðurkenndi þó að hafa einmitt löðrungað manninn tvisvar en ekkert meira en það. Héraðsdómur sagði ekki liggja fyrir beina sönnun þess að árás árásarmannsins hefði verið grófari eða ofsafengnari en sú sem hann viðurkenndi. Þá væri ósamræmi í framburði hans ekki þess eðlis að það veitti sönnun um að hann hefði valdið dauða landa síns. „Miðað við sönnunarfærslu, skýrslu réttarlækna og framburðar annars þeirra, orsakir andlátsins og hvernig verknaðarlýsingu ákæru er háttað yrði sakfelling samkvæmt því á grundvelli ákærunnar ekki að mati dómsins hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir í dómnum. Maðurinn var hins vegar sakfelldur fyrir minni háttar líkamsárás. Hæfileg refsing fyrir það var að mati dómsins tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Litið var til þess að maðurinn hafði ekki áður gerst sekur um brot hér á landi og vegna þess að hann játaði. Mennirnir voru allir við störf við byggingu sumarhúss í Grímsnesi. Málið kemur nú til kasta Landsréttar.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Sjá meira