Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar 9. júlí 2025 16:01 Niðurstöður skýrslna og rannsókna á borð við PISA sýna að námsárangur íslenskra grunnskólabarna fer versnandi og að þau dragast æ meira aftur úr jafnöldrum sínum í öðrum OECD-ríkjum. Þetta er þróun sem samfélagið verður að taka alvarlega – og bregðast við af ábyrgð. Foreldrar vilja börnum sínum allt það besta – það er eðlilegt og nauðsynlegt. Í sömu andrá og heimilin fá fregnir af versnandi stöðu íslensks menntakerfis eru foreldrar gagnrýndir fyrir að vera krefjandi í samskiptum við kennara; að gera óraunhæfar kröfur, krefjast of mikils og vera jafnvel ókurteisir. Á sama tíma er einnig kvartað yfir skorti á eftirfylgni, þátttöku og skilningi foreldra á mælikvörðum menntakerfisins. Hér er ákveðin mótsögn sem þarf að leysa í gegnum opið samtal og gagnkvæma virðingu. Á undanförnum árum hefur umræðan um menntamál grunnskólanna verið að miklu leyti á forræði sérfræðinga og stjórnvalda. Foreldrum hefur verið vísað til hliðar með þeim rökum að þeir hafi lítið til málanna að leggja. En foreldrar og forráðamenn gegna lykilhlutverki í lífi barna sinna – og þar með í menntun þeirra. Kennarar, skólastjórnendur og annað fagfólk innan skólanna gegna einnig mikilvægu hlutverki. Það er samvinna þessara hópa – byggð á trausti og virðingu – sem getur skapað besta námsumhverfið fyrir börnin. Foreldrar eru vel meðvitaðir um mikilvægi hæfra kennara sem skapa jákvætt námsumhverfi og tryggja að hver nemandi nái viðeigandi árangri. Foreldrar skilja einnig að til þess þurfa skólarnir stuðning – bæði innan skólans og heima fyrir. Þetta samstarf verður að byggjast á traustri samvinnu en ekki tortryggni. Foreldrar, líkt og dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD), sjá að þau mælitæki sem eru nýtt í dag virka ekki og við því verði bregðast. Sjá nánar hér: Segir íslenska nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats - Vísir SAMKÓP, félag foreldra grunnskólabarna í Kópavogi, ætlar að leggja sitt af mörkum við að efla foreldra enn frekar í jákvæðri og uppbyggilegri þátttöku í skólastarfi grunnskóla Kópavogs og lýsir yfir stuðningi við nauðsynlegar breytingar á mælikvörðum námsárangurs og hæfni nemenda. Félagið leggur áherslu á að skýr og skiljanleg viðmið verði sett svo koma megi í veg fyrir það sem dr. Schleicher kallar „blindflug“ skólakerfisins – þar sem bæði nemendur og kennarar stefna að óljósum markmiðum án skýrra mælistika. Höfundur er formaður SAMKÓP. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Niðurstöður skýrslna og rannsókna á borð við PISA sýna að námsárangur íslenskra grunnskólabarna fer versnandi og að þau dragast æ meira aftur úr jafnöldrum sínum í öðrum OECD-ríkjum. Þetta er þróun sem samfélagið verður að taka alvarlega – og bregðast við af ábyrgð. Foreldrar vilja börnum sínum allt það besta – það er eðlilegt og nauðsynlegt. Í sömu andrá og heimilin fá fregnir af versnandi stöðu íslensks menntakerfis eru foreldrar gagnrýndir fyrir að vera krefjandi í samskiptum við kennara; að gera óraunhæfar kröfur, krefjast of mikils og vera jafnvel ókurteisir. Á sama tíma er einnig kvartað yfir skorti á eftirfylgni, þátttöku og skilningi foreldra á mælikvörðum menntakerfisins. Hér er ákveðin mótsögn sem þarf að leysa í gegnum opið samtal og gagnkvæma virðingu. Á undanförnum árum hefur umræðan um menntamál grunnskólanna verið að miklu leyti á forræði sérfræðinga og stjórnvalda. Foreldrum hefur verið vísað til hliðar með þeim rökum að þeir hafi lítið til málanna að leggja. En foreldrar og forráðamenn gegna lykilhlutverki í lífi barna sinna – og þar með í menntun þeirra. Kennarar, skólastjórnendur og annað fagfólk innan skólanna gegna einnig mikilvægu hlutverki. Það er samvinna þessara hópa – byggð á trausti og virðingu – sem getur skapað besta námsumhverfið fyrir börnin. Foreldrar eru vel meðvitaðir um mikilvægi hæfra kennara sem skapa jákvætt námsumhverfi og tryggja að hver nemandi nái viðeigandi árangri. Foreldrar skilja einnig að til þess þurfa skólarnir stuðning – bæði innan skólans og heima fyrir. Þetta samstarf verður að byggjast á traustri samvinnu en ekki tortryggni. Foreldrar, líkt og dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD), sjá að þau mælitæki sem eru nýtt í dag virka ekki og við því verði bregðast. Sjá nánar hér: Segir íslenska nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats - Vísir SAMKÓP, félag foreldra grunnskólabarna í Kópavogi, ætlar að leggja sitt af mörkum við að efla foreldra enn frekar í jákvæðri og uppbyggilegri þátttöku í skólastarfi grunnskóla Kópavogs og lýsir yfir stuðningi við nauðsynlegar breytingar á mælikvörðum námsárangurs og hæfni nemenda. Félagið leggur áherslu á að skýr og skiljanleg viðmið verði sett svo koma megi í veg fyrir það sem dr. Schleicher kallar „blindflug“ skólakerfisins – þar sem bæði nemendur og kennarar stefna að óljósum markmiðum án skýrra mælistika. Höfundur er formaður SAMKÓP.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun