Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júlí 2025 23:03 Foreldraþorpið hefur það að markmiði að efla eftirlit með sumarpartýum barna og þannig tryggja betur öryggi þeirra.. Samtök foreldra kalla eftir aukinni viðveru forráðamanna á hittingum ungmenna. Það sé mikilvægt að efla traust svo viðburðirnir séu öruggari fyrir þá sem mæta. Síðustu áratugi hefur það tíðkast að ungmenni á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri haldi partý utandyra á sumrin. Partýin eru oft þannig að hópur ákveður að hittast og hafa gaman, orðið spyrst út í gegnum samfélagsmiðla og á endanum er saman kominn hópur ungmenna úr öllum áttum, stundum mörg hundruð talsins. Dæmi eru um að ungmennin séu með áfengi við hönd. Samtökin Foreldraþorpið hófu nýlega átak vegna þessara hittinga, en þó alls ekki til að koma í veg fyrir þá. „Við erum að leggja áherslu á það að foreldrar séu meðvitaðir um hvar börnin þeirra eru og að þeir taki þátt í þessum hittingum. Líka foreldrafélög í framhaldsskólunum. Það hafa komið nýlega upp tilvik þar sem börnin eru sett í þá stöðu að vera til dæmis ofurölvi á þessum heitum reitum, og það er enginn til að aðstoða þau,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, verkefnastjóri forvarna í Norðurmiðstöð. Dæmi um heita reiti eru Elliðaárdalurinn og Guðmundarlundur. „Við þurfum að byggja upp eitthvað traust og vera í samtali við þau. Láta þau vita að við séum ekki þarna til að skemma fyrir þeim skemmtilega kvöldstund, heldur veita þeim ákveðið öryggi. Við þurfum ekkert að vera ofan í þeim. Við getum bara fengið okkur göngutúr um svæðið og verið til staðar,“ segir Bryndís Ýr Pétursdóttir, meðlimur Foreldraþorpsins. Ekki gefið að lögregla geti vaktað hittinga Lögregla reynir að fylgjast með þessum hittingum ásamt færanlegu félagsmiðstöðinni Flotanum, en það er ekki alltaf hægt. „Við fáum oft upplýsingar um þessa hittinga, að það sé stór hittingur í vændum. En svo fer það eftir mönnun og útkallsstöðu hvort við höfum yfir höfuð tök á því að vera á þessum hittingum. Þannig það er ekkert gefið mál að lögreglan verði með einhverskonar gæslu eða aðkomu að þessum hittingum,“ segir Unnar Þór Bjarnason, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sniðugt væri að rækta gott samband við önnur foreldri. „Auðvitað er erfitt þegar þau eru að byrja í menntaskóla. Maður hefur mjög fáar tengingar inn í foreldrahópinn, en það er mikilvægt að skapa þessar tengingar. Fáum að vita hvaða börn þetta eru, hvaða foreldrar eru í þessum hópi. Tengja okkur og vera í samtali. Það er líka bara miklu skemmtilegra,“ segir Bryndís Ýr. Börn og uppeldi Reykjavík Kópavogur Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Áfengi Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Síðustu áratugi hefur það tíðkast að ungmenni á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri haldi partý utandyra á sumrin. Partýin eru oft þannig að hópur ákveður að hittast og hafa gaman, orðið spyrst út í gegnum samfélagsmiðla og á endanum er saman kominn hópur ungmenna úr öllum áttum, stundum mörg hundruð talsins. Dæmi eru um að ungmennin séu með áfengi við hönd. Samtökin Foreldraþorpið hófu nýlega átak vegna þessara hittinga, en þó alls ekki til að koma í veg fyrir þá. „Við erum að leggja áherslu á það að foreldrar séu meðvitaðir um hvar börnin þeirra eru og að þeir taki þátt í þessum hittingum. Líka foreldrafélög í framhaldsskólunum. Það hafa komið nýlega upp tilvik þar sem börnin eru sett í þá stöðu að vera til dæmis ofurölvi á þessum heitum reitum, og það er enginn til að aðstoða þau,“ segir Arna Hrönn Aradóttir, verkefnastjóri forvarna í Norðurmiðstöð. Dæmi um heita reiti eru Elliðaárdalurinn og Guðmundarlundur. „Við þurfum að byggja upp eitthvað traust og vera í samtali við þau. Láta þau vita að við séum ekki þarna til að skemma fyrir þeim skemmtilega kvöldstund, heldur veita þeim ákveðið öryggi. Við þurfum ekkert að vera ofan í þeim. Við getum bara fengið okkur göngutúr um svæðið og verið til staðar,“ segir Bryndís Ýr Pétursdóttir, meðlimur Foreldraþorpsins. Ekki gefið að lögregla geti vaktað hittinga Lögregla reynir að fylgjast með þessum hittingum ásamt færanlegu félagsmiðstöðinni Flotanum, en það er ekki alltaf hægt. „Við fáum oft upplýsingar um þessa hittinga, að það sé stór hittingur í vændum. En svo fer það eftir mönnun og útkallsstöðu hvort við höfum yfir höfuð tök á því að vera á þessum hittingum. Þannig það er ekkert gefið mál að lögreglan verði með einhverskonar gæslu eða aðkomu að þessum hittingum,“ segir Unnar Þór Bjarnason, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sniðugt væri að rækta gott samband við önnur foreldri. „Auðvitað er erfitt þegar þau eru að byrja í menntaskóla. Maður hefur mjög fáar tengingar inn í foreldrahópinn, en það er mikilvægt að skapa þessar tengingar. Fáum að vita hvaða börn þetta eru, hvaða foreldrar eru í þessum hópi. Tengja okkur og vera í samtali. Það er líka bara miklu skemmtilegra,“ segir Bryndís Ýr.
Börn og uppeldi Reykjavík Kópavogur Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Áfengi Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira