Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar 28. júní 2025 21:30 Þann 25.06.2025 birti Helen Ólafsdóttir, öryggisráðgjafi hjá SÞ, grein varðandi viðvarandi stríðsátök í heiminum, allt frá Írak til Gaza. Niðurlag greinarinnar er verðugt: „Þetta er ákall um skynsemi og mannúðlegri utanríkisstefnu – stefnu sem byggir á siðferðilegri ábyrgð, vernd alþjóðalaga og raunverulegum hagsmunum friðar og stöðugleika.“ Vart hefur yfirstandandi umbrotatími undanfarinna mánaða í og út frá Ísraelsríki farið fram hjá mönnum, eða með tilvitnun í greinarhöfund: „Skerandi þögn íslenskra stjórnvalda gagnvart þjóðarmorðinu (áh. mín) sem nú á sér stað í Gaza er líka áhyggjuefni.“ Það er vert að staldra hér ögn við og velta fytrir sér hvort þessi átök eigi sér einhverja sérstöðu og sem þá kalla á skerandi þögn stjórnvalda vestrænnar menningar. Ef litið er til sögu Ísraelsríkis, þá er ljóst að tilverugrundvöllur þess hvílir á grunni Gamla testamentisins, þar sem Ísraelsmenn/Hebrear eru skilgreindir sem útvalin þjóð Guðs. Í því felst að þjóðin skilgreinir sig út frá trúarlegum forsendum. Ólíkt öðrum átökum um auðlindahagsmuni og pólitík þá verða orsakir núverandi átaka við og út frá Mið-Austurlöndum raktar beint til trúartilveruskilgreiningar Ísraels. Nú kann það að skipta litlu þótt eitthvert ríki skilgreini sig á þann háttinn að öðru óbreyttu, en hvað Vesturlönd varðar er því ekki þannig varið, eða svo sé vitnað í fyrrverandi forseta BNA, George W. Bush yngri: „Að berjast gegn Ísrael jafngildir því að berjast gegn Guði sjálfum.“ Þetta viðhorf setur málið í allt annan og illvígari farveg, ekki síst þar sem meginþorri kristinna manna á Vesturlöndum lítur á Ísraelsríki sem útvalda þjóð Guðs sem gegna muni lykilhlutverki við heimsslitin við komu Andkrists og síðan Messíasar í Jerúsalem. Um framtíð Ísraels er einkum fjallað um framtíð þess í spádómsbókum Esekíels og Daníels í Gamla testamentinu. Niðurlag Esekíels varðar Ísrael EF þjóðin heldur trúnaði við Guð, meðan Daníel sýnir hver verða örlög þjóðarinnar EF hún víkur af hinum sanna vegi. Líf og dauði Jesú Krists er haldbær staðfesting á því hversu þjóðin brást. Samkvæmt því telst Ísrael ekki lengur útvalin þjóð Guðs, og hin kristna kirkja, þ.e. samsafn þeirra sem réttlætast fyrir trú sína, óháð kirkju eða trúarstofnun, er komin í staðinn. Þetta er svonefnd staðgengilsguðfræði, eða réttara sagt útskiptingarguðfræði, þar sem Ísrael er alfarið fallið út. Þess er hins vegar vart að vænta, að vestræn menning rísi upp á afturlappirnar vegna þessa þar sem heildarhugmyndin er lykilhutverk Ísraels í hinu guðlega áformi hins ókomna. Nú aðhyllist meginþorri landsmanna (enn) aðild að þjóðkirkjunni, þar sem afstaðan varðandi Ísrael er vægari, þ.e. guðfræði hennar hafnar svokölluðu þúsaldartímabili (amillenialism), en leggur áherslu á svonefnda alþjóðavídd hvað frelsun mannsins varðar, þ.e. kirkjan er opin að segja má í báða enda, sbr. grein Þórðar Guðmundssonar, guðfræðings, hér á www.visir.is þann 22.06.2025, Þjóðkirkja á réttri leið. Hins vegar, með brottnámi trúarstaðla, þá hverfur gildi ákvæða boðorðanna tíu, sem t.d. hér varðar afnám lífs, eða með spurningu Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann?“ Átökin á Gaza og það þjóðarmorð sem þar á sér stað er þannig hægt að skoða í ljósi guðfræði þjóðkirkjunnar sem flýtimeðferð til hinnar miklu sælu, þar sem allir frelsast hvort eð er út frá skilgreiningu alþjóðavíddarinnar. Það eru samkvæmt því engin grundvallarrangindi fólgin í því að myrða, heldur telst slíkt eingöngu samfélagsleg óhagkvæmni. Er þess að vænta að stefna íslenskra stjórnvalda og kirkna svari ákallinu um skynsamari og mannúðlegri stefnu? Er þess að vænta að til komi ábyrgð til raunverulegra friðarhagsmuna og stöðugleika? Trúmál eru eiturblanda í alþjóðapólitík. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ómar Torfason Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 25.06.2025 birti Helen Ólafsdóttir, öryggisráðgjafi hjá SÞ, grein varðandi viðvarandi stríðsátök í heiminum, allt frá Írak til Gaza. Niðurlag greinarinnar er verðugt: „Þetta er ákall um skynsemi og mannúðlegri utanríkisstefnu – stefnu sem byggir á siðferðilegri ábyrgð, vernd alþjóðalaga og raunverulegum hagsmunum friðar og stöðugleika.“ Vart hefur yfirstandandi umbrotatími undanfarinna mánaða í og út frá Ísraelsríki farið fram hjá mönnum, eða með tilvitnun í greinarhöfund: „Skerandi þögn íslenskra stjórnvalda gagnvart þjóðarmorðinu (áh. mín) sem nú á sér stað í Gaza er líka áhyggjuefni.“ Það er vert að staldra hér ögn við og velta fytrir sér hvort þessi átök eigi sér einhverja sérstöðu og sem þá kalla á skerandi þögn stjórnvalda vestrænnar menningar. Ef litið er til sögu Ísraelsríkis, þá er ljóst að tilverugrundvöllur þess hvílir á grunni Gamla testamentisins, þar sem Ísraelsmenn/Hebrear eru skilgreindir sem útvalin þjóð Guðs. Í því felst að þjóðin skilgreinir sig út frá trúarlegum forsendum. Ólíkt öðrum átökum um auðlindahagsmuni og pólitík þá verða orsakir núverandi átaka við og út frá Mið-Austurlöndum raktar beint til trúartilveruskilgreiningar Ísraels. Nú kann það að skipta litlu þótt eitthvert ríki skilgreini sig á þann háttinn að öðru óbreyttu, en hvað Vesturlönd varðar er því ekki þannig varið, eða svo sé vitnað í fyrrverandi forseta BNA, George W. Bush yngri: „Að berjast gegn Ísrael jafngildir því að berjast gegn Guði sjálfum.“ Þetta viðhorf setur málið í allt annan og illvígari farveg, ekki síst þar sem meginþorri kristinna manna á Vesturlöndum lítur á Ísraelsríki sem útvalda þjóð Guðs sem gegna muni lykilhlutverki við heimsslitin við komu Andkrists og síðan Messíasar í Jerúsalem. Um framtíð Ísraels er einkum fjallað um framtíð þess í spádómsbókum Esekíels og Daníels í Gamla testamentinu. Niðurlag Esekíels varðar Ísrael EF þjóðin heldur trúnaði við Guð, meðan Daníel sýnir hver verða örlög þjóðarinnar EF hún víkur af hinum sanna vegi. Líf og dauði Jesú Krists er haldbær staðfesting á því hversu þjóðin brást. Samkvæmt því telst Ísrael ekki lengur útvalin þjóð Guðs, og hin kristna kirkja, þ.e. samsafn þeirra sem réttlætast fyrir trú sína, óháð kirkju eða trúarstofnun, er komin í staðinn. Þetta er svonefnd staðgengilsguðfræði, eða réttara sagt útskiptingarguðfræði, þar sem Ísrael er alfarið fallið út. Þess er hins vegar vart að vænta, að vestræn menning rísi upp á afturlappirnar vegna þessa þar sem heildarhugmyndin er lykilhutverk Ísraels í hinu guðlega áformi hins ókomna. Nú aðhyllist meginþorri landsmanna (enn) aðild að þjóðkirkjunni, þar sem afstaðan varðandi Ísrael er vægari, þ.e. guðfræði hennar hafnar svokölluðu þúsaldartímabili (amillenialism), en leggur áherslu á svonefnda alþjóðavídd hvað frelsun mannsins varðar, þ.e. kirkjan er opin að segja má í báða enda, sbr. grein Þórðar Guðmundssonar, guðfræðings, hér á www.visir.is þann 22.06.2025, Þjóðkirkja á réttri leið. Hins vegar, með brottnámi trúarstaðla, þá hverfur gildi ákvæða boðorðanna tíu, sem t.d. hér varðar afnám lífs, eða með spurningu Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann?“ Átökin á Gaza og það þjóðarmorð sem þar á sér stað er þannig hægt að skoða í ljósi guðfræði þjóðkirkjunnar sem flýtimeðferð til hinnar miklu sælu, þar sem allir frelsast hvort eð er út frá skilgreiningu alþjóðavíddarinnar. Það eru samkvæmt því engin grundvallarrangindi fólgin í því að myrða, heldur telst slíkt eingöngu samfélagsleg óhagkvæmni. Er þess að vænta að stefna íslenskra stjórnvalda og kirkna svari ákallinu um skynsamari og mannúðlegri stefnu? Er þess að vænta að til komi ábyrgð til raunverulegra friðarhagsmuna og stöðugleika? Trúmál eru eiturblanda í alþjóðapólitík. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun