Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar 28. júní 2025 21:30 Þann 25.06.2025 birti Helen Ólafsdóttir, öryggisráðgjafi hjá SÞ, grein varðandi viðvarandi stríðsátök í heiminum, allt frá Írak til Gaza. Niðurlag greinarinnar er verðugt: „Þetta er ákall um skynsemi og mannúðlegri utanríkisstefnu – stefnu sem byggir á siðferðilegri ábyrgð, vernd alþjóðalaga og raunverulegum hagsmunum friðar og stöðugleika.“ Vart hefur yfirstandandi umbrotatími undanfarinna mánaða í og út frá Ísraelsríki farið fram hjá mönnum, eða með tilvitnun í greinarhöfund: „Skerandi þögn íslenskra stjórnvalda gagnvart þjóðarmorðinu (áh. mín) sem nú á sér stað í Gaza er líka áhyggjuefni.“ Það er vert að staldra hér ögn við og velta fytrir sér hvort þessi átök eigi sér einhverja sérstöðu og sem þá kalla á skerandi þögn stjórnvalda vestrænnar menningar. Ef litið er til sögu Ísraelsríkis, þá er ljóst að tilverugrundvöllur þess hvílir á grunni Gamla testamentisins, þar sem Ísraelsmenn/Hebrear eru skilgreindir sem útvalin þjóð Guðs. Í því felst að þjóðin skilgreinir sig út frá trúarlegum forsendum. Ólíkt öðrum átökum um auðlindahagsmuni og pólitík þá verða orsakir núverandi átaka við og út frá Mið-Austurlöndum raktar beint til trúartilveruskilgreiningar Ísraels. Nú kann það að skipta litlu þótt eitthvert ríki skilgreini sig á þann háttinn að öðru óbreyttu, en hvað Vesturlönd varðar er því ekki þannig varið, eða svo sé vitnað í fyrrverandi forseta BNA, George W. Bush yngri: „Að berjast gegn Ísrael jafngildir því að berjast gegn Guði sjálfum.“ Þetta viðhorf setur málið í allt annan og illvígari farveg, ekki síst þar sem meginþorri kristinna manna á Vesturlöndum lítur á Ísraelsríki sem útvalda þjóð Guðs sem gegna muni lykilhlutverki við heimsslitin við komu Andkrists og síðan Messíasar í Jerúsalem. Um framtíð Ísraels er einkum fjallað um framtíð þess í spádómsbókum Esekíels og Daníels í Gamla testamentinu. Niðurlag Esekíels varðar Ísrael EF þjóðin heldur trúnaði við Guð, meðan Daníel sýnir hver verða örlög þjóðarinnar EF hún víkur af hinum sanna vegi. Líf og dauði Jesú Krists er haldbær staðfesting á því hversu þjóðin brást. Samkvæmt því telst Ísrael ekki lengur útvalin þjóð Guðs, og hin kristna kirkja, þ.e. samsafn þeirra sem réttlætast fyrir trú sína, óháð kirkju eða trúarstofnun, er komin í staðinn. Þetta er svonefnd staðgengilsguðfræði, eða réttara sagt útskiptingarguðfræði, þar sem Ísrael er alfarið fallið út. Þess er hins vegar vart að vænta, að vestræn menning rísi upp á afturlappirnar vegna þessa þar sem heildarhugmyndin er lykilhutverk Ísraels í hinu guðlega áformi hins ókomna. Nú aðhyllist meginþorri landsmanna (enn) aðild að þjóðkirkjunni, þar sem afstaðan varðandi Ísrael er vægari, þ.e. guðfræði hennar hafnar svokölluðu þúsaldartímabili (amillenialism), en leggur áherslu á svonefnda alþjóðavídd hvað frelsun mannsins varðar, þ.e. kirkjan er opin að segja má í báða enda, sbr. grein Þórðar Guðmundssonar, guðfræðings, hér á www.visir.is þann 22.06.2025, Þjóðkirkja á réttri leið. Hins vegar, með brottnámi trúarstaðla, þá hverfur gildi ákvæða boðorðanna tíu, sem t.d. hér varðar afnám lífs, eða með spurningu Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann?“ Átökin á Gaza og það þjóðarmorð sem þar á sér stað er þannig hægt að skoða í ljósi guðfræði þjóðkirkjunnar sem flýtimeðferð til hinnar miklu sælu, þar sem allir frelsast hvort eð er út frá skilgreiningu alþjóðavíddarinnar. Það eru samkvæmt því engin grundvallarrangindi fólgin í því að myrða, heldur telst slíkt eingöngu samfélagsleg óhagkvæmni. Er þess að vænta að stefna íslenskra stjórnvalda og kirkna svari ákallinu um skynsamari og mannúðlegri stefnu? Er þess að vænta að til komi ábyrgð til raunverulegra friðarhagsmuna og stöðugleika? Trúmál eru eiturblanda í alþjóðapólitík. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ómar Torfason Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Þann 25.06.2025 birti Helen Ólafsdóttir, öryggisráðgjafi hjá SÞ, grein varðandi viðvarandi stríðsátök í heiminum, allt frá Írak til Gaza. Niðurlag greinarinnar er verðugt: „Þetta er ákall um skynsemi og mannúðlegri utanríkisstefnu – stefnu sem byggir á siðferðilegri ábyrgð, vernd alþjóðalaga og raunverulegum hagsmunum friðar og stöðugleika.“ Vart hefur yfirstandandi umbrotatími undanfarinna mánaða í og út frá Ísraelsríki farið fram hjá mönnum, eða með tilvitnun í greinarhöfund: „Skerandi þögn íslenskra stjórnvalda gagnvart þjóðarmorðinu (áh. mín) sem nú á sér stað í Gaza er líka áhyggjuefni.“ Það er vert að staldra hér ögn við og velta fytrir sér hvort þessi átök eigi sér einhverja sérstöðu og sem þá kalla á skerandi þögn stjórnvalda vestrænnar menningar. Ef litið er til sögu Ísraelsríkis, þá er ljóst að tilverugrundvöllur þess hvílir á grunni Gamla testamentisins, þar sem Ísraelsmenn/Hebrear eru skilgreindir sem útvalin þjóð Guðs. Í því felst að þjóðin skilgreinir sig út frá trúarlegum forsendum. Ólíkt öðrum átökum um auðlindahagsmuni og pólitík þá verða orsakir núverandi átaka við og út frá Mið-Austurlöndum raktar beint til trúartilveruskilgreiningar Ísraels. Nú kann það að skipta litlu þótt eitthvert ríki skilgreini sig á þann háttinn að öðru óbreyttu, en hvað Vesturlönd varðar er því ekki þannig varið, eða svo sé vitnað í fyrrverandi forseta BNA, George W. Bush yngri: „Að berjast gegn Ísrael jafngildir því að berjast gegn Guði sjálfum.“ Þetta viðhorf setur málið í allt annan og illvígari farveg, ekki síst þar sem meginþorri kristinna manna á Vesturlöndum lítur á Ísraelsríki sem útvalda þjóð Guðs sem gegna muni lykilhlutverki við heimsslitin við komu Andkrists og síðan Messíasar í Jerúsalem. Um framtíð Ísraels er einkum fjallað um framtíð þess í spádómsbókum Esekíels og Daníels í Gamla testamentinu. Niðurlag Esekíels varðar Ísrael EF þjóðin heldur trúnaði við Guð, meðan Daníel sýnir hver verða örlög þjóðarinnar EF hún víkur af hinum sanna vegi. Líf og dauði Jesú Krists er haldbær staðfesting á því hversu þjóðin brást. Samkvæmt því telst Ísrael ekki lengur útvalin þjóð Guðs, og hin kristna kirkja, þ.e. samsafn þeirra sem réttlætast fyrir trú sína, óháð kirkju eða trúarstofnun, er komin í staðinn. Þetta er svonefnd staðgengilsguðfræði, eða réttara sagt útskiptingarguðfræði, þar sem Ísrael er alfarið fallið út. Þess er hins vegar vart að vænta, að vestræn menning rísi upp á afturlappirnar vegna þessa þar sem heildarhugmyndin er lykilhutverk Ísraels í hinu guðlega áformi hins ókomna. Nú aðhyllist meginþorri landsmanna (enn) aðild að þjóðkirkjunni, þar sem afstaðan varðandi Ísrael er vægari, þ.e. guðfræði hennar hafnar svokölluðu þúsaldartímabili (amillenialism), en leggur áherslu á svonefnda alþjóðavídd hvað frelsun mannsins varðar, þ.e. kirkjan er opin að segja má í báða enda, sbr. grein Þórðar Guðmundssonar, guðfræðings, hér á www.visir.is þann 22.06.2025, Þjóðkirkja á réttri leið. Hins vegar, með brottnámi trúarstaðla, þá hverfur gildi ákvæða boðorðanna tíu, sem t.d. hér varðar afnám lífs, eða með spurningu Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann?“ Átökin á Gaza og það þjóðarmorð sem þar á sér stað er þannig hægt að skoða í ljósi guðfræði þjóðkirkjunnar sem flýtimeðferð til hinnar miklu sælu, þar sem allir frelsast hvort eð er út frá skilgreiningu alþjóðavíddarinnar. Það eru samkvæmt því engin grundvallarrangindi fólgin í því að myrða, heldur telst slíkt eingöngu samfélagsleg óhagkvæmni. Er þess að vænta að stefna íslenskra stjórnvalda og kirkna svari ákallinu um skynsamari og mannúðlegri stefnu? Er þess að vænta að til komi ábyrgð til raunverulegra friðarhagsmuna og stöðugleika? Trúmál eru eiturblanda í alþjóðapólitík. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar