Trumpistar eru víða Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 26. júní 2025 08:30 Í dag eins og alla aðra daga fer fram þjóðarmorð í Palestínu. NATO þjóðir hafa frá upphafi skaffað þjóðarmorðingjunum vopn til ætlunverks síns. Nýjustu tölur benda til að um 400.000 manns hafi verið útrýmt frá því helförin hófst. NATO þjóðir segjast vera að verja lýðræði og frelsi okkar allra. Mannréttindi sögð skipta svo miklu máli, og því verði að veita mótspyrnu þegar lönd eins og Rússland (sem eru vond) ætli að taka þau af okkur. Þessi heimsmynd hljómar ævintýralega einföld, en hún hefur verið teiknuð svona upp frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Vesturlönd eru þannig góða liðið sem er annt um mannréttindi, en aðrir tilheyra vonda liðinu. Með þessa möntru að leiðarljósi hafa ýmis voðaverk verið réttlætt í nafni NATO. Raunverulegur tilgangur NATO er auðvitað allt annar en hann er gefinn út fyrir að vera. Fyrst og fremst þjónar bandalagið hlutverki fyrir heimsvaldastefnuna, sem Ísland er hluti af. Við, eða réttara sagt auðvaldið á Íslandi nýtur góðs af því að verið sé að halda öðrum heimshlutum niðri með hervaldi. Án þess myndi kapítalismi ekki fúnkera á Vesturlöndum. Ástandið á Gaza hefur afhjúpað hversu lítið er á bakvið möntru NATO um mannréttindi og lýðræði. Þetta eru atriði sem skipta engu máli. Ef svo væri, hefðu aðildarríki þess fyrir löngu beitt Ísrael mun harðari þrýstingi. Ekki hefur einu sinni verið tekið til umræðu að beita landið viðskiptaþvingunum. Að sjá leiðtoga okkar flaðra upp við Trump kemur lítið á óvart þegar á hólminn er komið. Þorgerður Katrín, utanríkisráðherra okkar sagði hann „heillandi“ og stærði sig af því að hafa tekið „í spaðann“ á þeim manni. Forsætisráðherra talaði um að þau væru að þrýsta á um vopnahlé, en það er til lítils að segjast tala fyrir friði þegar maður samhliða styður veru Íslands í hernaðarbandalagi, sem hefur sýnt í verki að hlutverk þess er að halda niðri allri ógn við auðvaldsskipulagið. Það er eins og að ausa vatni úr bát með annarri hendi en bora gat á botninn með hinni. Þær vita ásamt öðrum leiðtogum í Evrópu, að eina leiðin til að halda auðvaldsskipulaginu gangandi hér á landi er að halda NATO á lífi. Án þess væri ekki hægt að halda hnattræna suðrinu niðri. Allt er gert til þess að halda Trump góðum og fá hann til að skuldbinda Bandaríkin áfram við NATO. Það er lykillinn að því að kapítalismi geti lifað lengur í Evrópu. Já, þegar á hólminn er komið eru nánast allir Trumpistar. Kratar, frjálslynda miðjan og hægrið þurfa öll á Trump að halda. Kapítalískt skipulag þarf á Trump að halda. Ég hef trú á því að Sósíalistaflokkur Íslands muni aldrei samþykkja slíka niðurlægingu. Þess vegna býð ég þeim sem vilja verja fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslands að skrá sig í flokkinn. Það er vel hægt að standa vörð um hagsmuni vinnandi fólks á Íslandi, án þess að að nauðbeygja sig fyrir erlendum stórveldum. Skráning hér: https://skraning.sosialistaflokkurinn.is/ Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu NATO Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Í dag eins og alla aðra daga fer fram þjóðarmorð í Palestínu. NATO þjóðir hafa frá upphafi skaffað þjóðarmorðingjunum vopn til ætlunverks síns. Nýjustu tölur benda til að um 400.000 manns hafi verið útrýmt frá því helförin hófst. NATO þjóðir segjast vera að verja lýðræði og frelsi okkar allra. Mannréttindi sögð skipta svo miklu máli, og því verði að veita mótspyrnu þegar lönd eins og Rússland (sem eru vond) ætli að taka þau af okkur. Þessi heimsmynd hljómar ævintýralega einföld, en hún hefur verið teiknuð svona upp frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Vesturlönd eru þannig góða liðið sem er annt um mannréttindi, en aðrir tilheyra vonda liðinu. Með þessa möntru að leiðarljósi hafa ýmis voðaverk verið réttlætt í nafni NATO. Raunverulegur tilgangur NATO er auðvitað allt annar en hann er gefinn út fyrir að vera. Fyrst og fremst þjónar bandalagið hlutverki fyrir heimsvaldastefnuna, sem Ísland er hluti af. Við, eða réttara sagt auðvaldið á Íslandi nýtur góðs af því að verið sé að halda öðrum heimshlutum niðri með hervaldi. Án þess myndi kapítalismi ekki fúnkera á Vesturlöndum. Ástandið á Gaza hefur afhjúpað hversu lítið er á bakvið möntru NATO um mannréttindi og lýðræði. Þetta eru atriði sem skipta engu máli. Ef svo væri, hefðu aðildarríki þess fyrir löngu beitt Ísrael mun harðari þrýstingi. Ekki hefur einu sinni verið tekið til umræðu að beita landið viðskiptaþvingunum. Að sjá leiðtoga okkar flaðra upp við Trump kemur lítið á óvart þegar á hólminn er komið. Þorgerður Katrín, utanríkisráðherra okkar sagði hann „heillandi“ og stærði sig af því að hafa tekið „í spaðann“ á þeim manni. Forsætisráðherra talaði um að þau væru að þrýsta á um vopnahlé, en það er til lítils að segjast tala fyrir friði þegar maður samhliða styður veru Íslands í hernaðarbandalagi, sem hefur sýnt í verki að hlutverk þess er að halda niðri allri ógn við auðvaldsskipulagið. Það er eins og að ausa vatni úr bát með annarri hendi en bora gat á botninn með hinni. Þær vita ásamt öðrum leiðtogum í Evrópu, að eina leiðin til að halda auðvaldsskipulaginu gangandi hér á landi er að halda NATO á lífi. Án þess væri ekki hægt að halda hnattræna suðrinu niðri. Allt er gert til þess að halda Trump góðum og fá hann til að skuldbinda Bandaríkin áfram við NATO. Það er lykillinn að því að kapítalismi geti lifað lengur í Evrópu. Já, þegar á hólminn er komið eru nánast allir Trumpistar. Kratar, frjálslynda miðjan og hægrið þurfa öll á Trump að halda. Kapítalískt skipulag þarf á Trump að halda. Ég hef trú á því að Sósíalistaflokkur Íslands muni aldrei samþykkja slíka niðurlægingu. Þess vegna býð ég þeim sem vilja verja fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Íslands að skrá sig í flokkinn. Það er vel hægt að standa vörð um hagsmuni vinnandi fólks á Íslandi, án þess að að nauðbeygja sig fyrir erlendum stórveldum. Skráning hér: https://skraning.sosialistaflokkurinn.is/ Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun