Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson skrifar 18. júní 2025 09:00 Leyfisveitingar heilbrigðiseftirlitsins hafa komið til tals í fjölmiðlum undanfarna daga vegna óeðlilegra tafa fyrir veitingarekstur í Reykjavík. Umræðan hefur hvað helst beinst að flækjustigi í regluverkinu og þeim heilbrigðisfulltrúum sem starfa í framlínu íslenska kerfisins sem tryggja á almenningi heilnæm lífsskilyrði. Ýmsar tillögur og skoðanir hafa komið fram, sem eiga það sameiginlegt að sýna fram á vilja til að bæta og einfalda heilbrigðiseftirlitskerfið. Í því samtali er mikilvægt að hafa þekkingu á kerfinu sjálfu, enda hefur heilbrigðiseftirlit á Íslandi þróast í 124 ár og er samofið stofnanakerfi landsins á ýmsa vegu, s.s. í tengslum við hlutverk Landlæknis, Sóttvarnalæknis, sýslumanna, lögreglu, slökkviliðs, sveitarfélaga, byggingarfulltrúa og ýmissa annarra stofnanna bæði ríkis og sveitarfélaga. Eitt helsta verkfæri heilbrigðiseftirlitsins, sem alla tíð hefur verið til staðar, er leyfisskylda þeirra aðila sem reka starfsemi sem með teljandi hætti getur haft áhrif á heilnæmi umhverfis, t.d. í tengslum við matvæli, mengun, sótt- eða slysavarnir og fleira. Þessi krafa er eðli málsins samkvæmt íþyngjandi fyrir rekstraraðila en er jafnframt nauðsynleg ráðstöfun til að tryggja aðkomu heilbrigðiseftirlitsins að starfsemi sem mögulega gæti haft heilsuspillandi áhrif á almenning, nánar til tekið áður en starfsemin hefst. Tilraunin með skráningarskylduna Svo hægt sé að skilja betur þann vanda sem veitingamenn hafa staðið frammi fyrir þá er nauðsynlegt að fjalla stuttlega um lagabreytingu nr. 66/2017. Yfirlýst markmið þessarar lagabreytingar var m.a. að umbylta leyfisveitingum heilbrigðiseftirlits í nafni einföldunar með svokallaðri skráningarskyldu. Líkt og nafnið gefur til kynna þá var grunnhugsunin á bak við skráningarskylduna sú að starfsemi ætti að getað hafist án þess að fá fyrst eftirlit og samþykki heilbrigðiseftirlitsins. Þessi áform um að draga úr hinni aldargömlu leyfisskyldu fengu þó heldur dræmar viðtökur á Alþingi og var því verulega dregið úr áformunum. Niðurstaðan var engu að síður sú að þótt almennt væri gerð krafa um starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins þá mætti fella suma starfsemisflokka undir skráningarskylduna. Þannig var leyfiskerfi heilbrigðiseftirlitsins orðið tvöfalt – í nafni einföldunar. Leyfi undir öðru nafni - „staðfesting skráningar“ Þegar skráningarskyldan var innleidd með reglugerð nr. 830/2022 kom þó í ljós að óskhyggjan um undanþágu frá leyfisskyldunni stóðst einfaldlega ekki meginreglur stjórnsýslunnar. Niðurstaðan varð því sú, sem betur fer fyrir almenning á Íslandi, að skráningarskyld starfsemi má ekki hefjast fyrr en heilbrigðiseftirlitið hefur tekið út starfsemina og staðfest skráninguna, þ.e. veitt leyfi fyrir starfseminni. Skráningarskyldan var gullhúðun Líkt og sjá má á frumvarpi laga nr. 66/2017 var megintilgangur þess að innleiða Evróputilskipun um losun í mengandi iðnaði, sem tilgreinir lágmarkskröfur í tengslum við loftmengun. Skráningarskyldan, sem var bætt við innleiðingarfrumvarpið og snerist eingöngu um að draga úr umfangi heilbrigðiseftirlits, hafði þ.a.l. enga tengingu við markmið tilskipunarinnar. Mistök við lagasetningu? En hvers vegna varð skylt að auglýsa starfsleyfi fyrir veitingastaði og fjölmarga aðra starfsemi? Ástæðan er sú að þótt tilskipuninni geri kröfu um að sum starfsleyfi séu auglýst opinberlega, þ.e. í tengslum við mengandi iðnað yfir ákveðnum stærðarmörkum, þá tilgreindu lög nr. 66/2017 að öll starfsleyfi skyldi auglýsa. Þess vegna þarf nú að auglýsa öll starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins, jafnvel þótt aðeins sum þeirra tengist mengandi iðnaði. Skammtímalausn fyrir tvöfalt kerfi Umhverfisráðherra hefur nú kynnt þá skammtímalausn að veitingastaðir og sum önnur starfsemi þurfi einungis skráningu í stað starfsleyfis – en leysir það raunverulega vandann? Eru leyfisveitingar heilbrigðiseftirlitsins orðnar einfaldar og skilvirkar? Svarið er því miður nei, því þökk sé gullhúðun skráningarskyldunnar er leyfisveitingakerfi heilbrigðiseftirlitsins tvöfalt í stað þess að vera einfalt líkt og það hafði alltaf verið. Vinda þarf ofan af gullhúðuninni Einfaldasta lausnin á þessum vanda er auðvitað að afmarka auglýsingarskylduna við þau starfsleyfi sem Evróputilskipunin kveður á um, ásamt því að afnema skráningarskylduna sem hefur gert fátt annað en að rugla rekstraraðila í ríminu og torvelda stjórnsýslu heilbrigðiseftirlitsins. Efling heilbrigðiseftirlits til framtíðar Þetta mál er gott dæmi um mikilvægi þess að stjórnsýsluumbætur séu vandlega ígrundaðar og gerðar í nánu samstarfi m.a. við þá sem starfa úti á vettvangi, í þessu tilfelli sjálft heilbrigðiseftirlitið. Einnig er nauðsynlegt að hlusta á þá sem hafa upplifað vandamál í tengslum við heilbrigðiseftirlit til að fá betri mynd af því sem megi betur fara og greina hvernig best sé að ná fram frekar umbótum. Með þessu hætti getur samfélagið tryggt sér gott heilbrigðiseftirlit til framtíðar. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Leyfisveitingar heilbrigðiseftirlitsins hafa komið til tals í fjölmiðlum undanfarna daga vegna óeðlilegra tafa fyrir veitingarekstur í Reykjavík. Umræðan hefur hvað helst beinst að flækjustigi í regluverkinu og þeim heilbrigðisfulltrúum sem starfa í framlínu íslenska kerfisins sem tryggja á almenningi heilnæm lífsskilyrði. Ýmsar tillögur og skoðanir hafa komið fram, sem eiga það sameiginlegt að sýna fram á vilja til að bæta og einfalda heilbrigðiseftirlitskerfið. Í því samtali er mikilvægt að hafa þekkingu á kerfinu sjálfu, enda hefur heilbrigðiseftirlit á Íslandi þróast í 124 ár og er samofið stofnanakerfi landsins á ýmsa vegu, s.s. í tengslum við hlutverk Landlæknis, Sóttvarnalæknis, sýslumanna, lögreglu, slökkviliðs, sveitarfélaga, byggingarfulltrúa og ýmissa annarra stofnanna bæði ríkis og sveitarfélaga. Eitt helsta verkfæri heilbrigðiseftirlitsins, sem alla tíð hefur verið til staðar, er leyfisskylda þeirra aðila sem reka starfsemi sem með teljandi hætti getur haft áhrif á heilnæmi umhverfis, t.d. í tengslum við matvæli, mengun, sótt- eða slysavarnir og fleira. Þessi krafa er eðli málsins samkvæmt íþyngjandi fyrir rekstraraðila en er jafnframt nauðsynleg ráðstöfun til að tryggja aðkomu heilbrigðiseftirlitsins að starfsemi sem mögulega gæti haft heilsuspillandi áhrif á almenning, nánar til tekið áður en starfsemin hefst. Tilraunin með skráningarskylduna Svo hægt sé að skilja betur þann vanda sem veitingamenn hafa staðið frammi fyrir þá er nauðsynlegt að fjalla stuttlega um lagabreytingu nr. 66/2017. Yfirlýst markmið þessarar lagabreytingar var m.a. að umbylta leyfisveitingum heilbrigðiseftirlits í nafni einföldunar með svokallaðri skráningarskyldu. Líkt og nafnið gefur til kynna þá var grunnhugsunin á bak við skráningarskylduna sú að starfsemi ætti að getað hafist án þess að fá fyrst eftirlit og samþykki heilbrigðiseftirlitsins. Þessi áform um að draga úr hinni aldargömlu leyfisskyldu fengu þó heldur dræmar viðtökur á Alþingi og var því verulega dregið úr áformunum. Niðurstaðan var engu að síður sú að þótt almennt væri gerð krafa um starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins þá mætti fella suma starfsemisflokka undir skráningarskylduna. Þannig var leyfiskerfi heilbrigðiseftirlitsins orðið tvöfalt – í nafni einföldunar. Leyfi undir öðru nafni - „staðfesting skráningar“ Þegar skráningarskyldan var innleidd með reglugerð nr. 830/2022 kom þó í ljós að óskhyggjan um undanþágu frá leyfisskyldunni stóðst einfaldlega ekki meginreglur stjórnsýslunnar. Niðurstaðan varð því sú, sem betur fer fyrir almenning á Íslandi, að skráningarskyld starfsemi má ekki hefjast fyrr en heilbrigðiseftirlitið hefur tekið út starfsemina og staðfest skráninguna, þ.e. veitt leyfi fyrir starfseminni. Skráningarskyldan var gullhúðun Líkt og sjá má á frumvarpi laga nr. 66/2017 var megintilgangur þess að innleiða Evróputilskipun um losun í mengandi iðnaði, sem tilgreinir lágmarkskröfur í tengslum við loftmengun. Skráningarskyldan, sem var bætt við innleiðingarfrumvarpið og snerist eingöngu um að draga úr umfangi heilbrigðiseftirlits, hafði þ.a.l. enga tengingu við markmið tilskipunarinnar. Mistök við lagasetningu? En hvers vegna varð skylt að auglýsa starfsleyfi fyrir veitingastaði og fjölmarga aðra starfsemi? Ástæðan er sú að þótt tilskipuninni geri kröfu um að sum starfsleyfi séu auglýst opinberlega, þ.e. í tengslum við mengandi iðnað yfir ákveðnum stærðarmörkum, þá tilgreindu lög nr. 66/2017 að öll starfsleyfi skyldi auglýsa. Þess vegna þarf nú að auglýsa öll starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins, jafnvel þótt aðeins sum þeirra tengist mengandi iðnaði. Skammtímalausn fyrir tvöfalt kerfi Umhverfisráðherra hefur nú kynnt þá skammtímalausn að veitingastaðir og sum önnur starfsemi þurfi einungis skráningu í stað starfsleyfis – en leysir það raunverulega vandann? Eru leyfisveitingar heilbrigðiseftirlitsins orðnar einfaldar og skilvirkar? Svarið er því miður nei, því þökk sé gullhúðun skráningarskyldunnar er leyfisveitingakerfi heilbrigðiseftirlitsins tvöfalt í stað þess að vera einfalt líkt og það hafði alltaf verið. Vinda þarf ofan af gullhúðuninni Einfaldasta lausnin á þessum vanda er auðvitað að afmarka auglýsingarskylduna við þau starfsleyfi sem Evróputilskipunin kveður á um, ásamt því að afnema skráningarskylduna sem hefur gert fátt annað en að rugla rekstraraðila í ríminu og torvelda stjórnsýslu heilbrigðiseftirlitsins. Efling heilbrigðiseftirlits til framtíðar Þetta mál er gott dæmi um mikilvægi þess að stjórnsýsluumbætur séu vandlega ígrundaðar og gerðar í nánu samstarfi m.a. við þá sem starfa úti á vettvangi, í þessu tilfelli sjálft heilbrigðiseftirlitið. Einnig er nauðsynlegt að hlusta á þá sem hafa upplifað vandamál í tengslum við heilbrigðiseftirlit til að fá betri mynd af því sem megi betur fara og greina hvernig best sé að ná fram frekar umbótum. Með þessu hætti getur samfélagið tryggt sér gott heilbrigðiseftirlit til framtíðar. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun