„Þetta er glórulaust rugl í ráðherra“ Bjarki Sigurðsson skrifar 10. júní 2025 12:54 Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands (t.v.) er ekki sáttur með rökstuðning Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra í tengslum við kílómetragjaldið. Vísir/Aðsend/Ívar Fannar Enn ríkir mikil óánægja með kílómetragjaldsfrumvarp fjármálaráðherra eftir að efnahags- og viðskiptanefnd gerði breytingar á því út frá umsögnum hagsmunaaðila. Formönnum tveggja samtaka sem sendu inn umsögn finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. Nefndin gerði margar, en óverulegar, breytingar á frumvarpinu. Með stærstu breytingunum er að gildistökunni hefur verið frestað, þeir sem aka bifhjólum, sem vega meira en fjögur hundruð kíló, greiða jafn mikið og ökumenn bifreiða og tekin var ákvörðun um að minnka ekki fyrsta gjaldbilið, eins og fjölmörg hagsmunasamtök höfðu óskað eftir. Rökin notuð gegn þeim Njáll Gunnlaugsson, stjórnarmaður í bifhjólasamtökunum Sniglunum, segir bifhjólamenn ósátta. „Við vorum með hóflegar tillögur um að lækka og vera í samræmi við það sem þeir sem eru á erlendum númerum borga. En þau rök voru notuð gegn okkur og gjaldið á útlendinga hækkað í staðinn. Svo er reynt að réttlæta það með því að það sé lítll munur á sliti og þyngd milli mótorhjóla og bíla,“ segir Njáll. Njáll Gunnlaugsson er mikill mótorhjólaáhugamaður. Hann segir bifhjólamenn ætla að mótmæla frumvarpinu frekar. „Við eiginlega skiljum ekki þessi rök sem er verið að nota í þessum tillögum nefndarinnar,“ segir Njáll. Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands, segir ljóst að ekkert hafi verið hlustað á þeirra tillögur. „Það er augljóst að það er ekki hlustað á eitt einasta atriði sem Rafbílasambandið bendir á. Hvorki í umsögn við frumvarpið né þar sem var tekið fyrir þegar við mættum á fund með nefndinni. Það segir okkur að það á að keyra þessi lög í gegn án andstöðu. Það er rosalega sorglegt því þetta hefur ótrúlega slæm áhrif á almenning í landinu,“ segir Tómas. Glórulaust rugl Fjármálaráðherra hefur sagt að fyrsta gjaldbilið, sem nær til ökutækja allt að 3.500 kílóum verði ekki minnkað þar sem munurinn á sliti vega frá þeim sé óverulegur. Þá séu viðgerðir vegna slits ekki aðalútgjöldin til vegamála. Fleira þurfi að taka inn í reikninginn, svo sem kostnaður við að leggja veginn, sinna löggæslu og halda honum opnum yfir vetrartímann. „Þetta er glórulaust rugl í ráðherra. Það er sorglegt að hagfræðingurinn hafi ekki meiri þekkingu á viðskiptafræði en þetta. Löggæsla er bara allt annar gjaldaliður í fjárlögum ríkisins og við kemur útgjöldum til vega ekki á nokkurn hátt. Annað sem hann segir, að byggja vegi og halda þeim við, er að sjálfsögðu hluti af því sem Vegagerðin er að gera. Og er hluti af þessum 25 milljörðum sem ríkið er að greiða til Vegagerðarinnar á hverju ári. Það er fyrir uppbyggingu og viðhald vega,“ segir Tómas. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Kílómetragjald Bensín og olía Skattar og tollar Vegagerð Samgöngur Bílar Vistvænir bílar Bifhjól Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Neytendur Fjármál heimilisins Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Nefndin gerði margar, en óverulegar, breytingar á frumvarpinu. Með stærstu breytingunum er að gildistökunni hefur verið frestað, þeir sem aka bifhjólum, sem vega meira en fjögur hundruð kíló, greiða jafn mikið og ökumenn bifreiða og tekin var ákvörðun um að minnka ekki fyrsta gjaldbilið, eins og fjölmörg hagsmunasamtök höfðu óskað eftir. Rökin notuð gegn þeim Njáll Gunnlaugsson, stjórnarmaður í bifhjólasamtökunum Sniglunum, segir bifhjólamenn ósátta. „Við vorum með hóflegar tillögur um að lækka og vera í samræmi við það sem þeir sem eru á erlendum númerum borga. En þau rök voru notuð gegn okkur og gjaldið á útlendinga hækkað í staðinn. Svo er reynt að réttlæta það með því að það sé lítll munur á sliti og þyngd milli mótorhjóla og bíla,“ segir Njáll. Njáll Gunnlaugsson er mikill mótorhjólaáhugamaður. Hann segir bifhjólamenn ætla að mótmæla frumvarpinu frekar. „Við eiginlega skiljum ekki þessi rök sem er verið að nota í þessum tillögum nefndarinnar,“ segir Njáll. Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands, segir ljóst að ekkert hafi verið hlustað á þeirra tillögur. „Það er augljóst að það er ekki hlustað á eitt einasta atriði sem Rafbílasambandið bendir á. Hvorki í umsögn við frumvarpið né þar sem var tekið fyrir þegar við mættum á fund með nefndinni. Það segir okkur að það á að keyra þessi lög í gegn án andstöðu. Það er rosalega sorglegt því þetta hefur ótrúlega slæm áhrif á almenning í landinu,“ segir Tómas. Glórulaust rugl Fjármálaráðherra hefur sagt að fyrsta gjaldbilið, sem nær til ökutækja allt að 3.500 kílóum verði ekki minnkað þar sem munurinn á sliti vega frá þeim sé óverulegur. Þá séu viðgerðir vegna slits ekki aðalútgjöldin til vegamála. Fleira þurfi að taka inn í reikninginn, svo sem kostnaður við að leggja veginn, sinna löggæslu og halda honum opnum yfir vetrartímann. „Þetta er glórulaust rugl í ráðherra. Það er sorglegt að hagfræðingurinn hafi ekki meiri þekkingu á viðskiptafræði en þetta. Löggæsla er bara allt annar gjaldaliður í fjárlögum ríkisins og við kemur útgjöldum til vega ekki á nokkurn hátt. Annað sem hann segir, að byggja vegi og halda þeim við, er að sjálfsögðu hluti af því sem Vegagerðin er að gera. Og er hluti af þessum 25 milljörðum sem ríkið er að greiða til Vegagerðarinnar á hverju ári. Það er fyrir uppbyggingu og viðhald vega,“ segir Tómas.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Kílómetragjald Bensín og olía Skattar og tollar Vegagerð Samgöngur Bílar Vistvænir bílar Bifhjól Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Neytendur Fjármál heimilisins Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira