Faglegt mat eða lukka? II. Viðurkenning og höfnun Bogi Ragnarsson skrifar 7. júní 2025 08:02 Ég stofnaði fyrirtækið Stafbók slf., námsbókaútgáfa, í desember 2024 og bjóst ég ekki við mikilli útbreiðslu námsefnisins strax. Vorið 2025 kenndu fjórir framhaldsskólar efni frá Stafbók – án sérstakrar markaðssetningar. Þetta var mér mikil hvatning og staðfesting á því að verkið hefði gildi fyrir fleiri en mig sjálfan. Í kjölfarið sótti ég um styrk úr Þróunarsjóði námsgagna, að fjárhæð 2.250.000 krónur. Markmiðið var að þróa efnið enn frekar og auka þannig stuðning við kennara og vinna að nánari aðlögun námsefnis að fjölbreyttum hópi nemenda. Til að tryggja að umsóknin væri eins fagleg og vönduð og hægt var, fékk ég einn virtasta menntavísindamann landsins til að lesa hana yfir. Hann taldi að umsóknin stæðist allar helstu kröfur sjóðsins. Ég hafði lagt fram skýra verkáætlun, vel skilgreind markmið og rökstuðning fyrir mikilvægi þess að veita sjálfstæðum höfundum stuðning við þróun eigin námsefnis. Á sama tíma leitaði ég leiða til að kynna verkefnið fyrir kennurum um land allt. Þegar þetta er ritað hafa þrír nýir skólar staðfest að þeir ætli að taka efnið upp á haustönn 2025 og fleiri hafa sýnt áhuga. Af hverju skiptir þessi saga máli?: Framtíð íslensks námsefnis Haustið 2024 sendi ég umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um frumvarp ríkisstjórnarinnar um námsgögn. Frumvarpið var þá í vinnslu og hafði það markmið að efla útgáfu og dreifingu námsgagna á Íslandi. Ég taldi brýnt að mín rödd, sem sjálfstæðs höfundar og kennara, kæmist að. Í umsögninni lagði ég áherslu á að slíkt frumvarp mætti ekki aðeins snúast um stærstu útgáfurnar og kerfin, heldur einnig um grasrótina, nýsköpun og sjálfstæða höfunda, fólk sem þróar efni í beinum tengslum við kennslu, nemendur og samfélag. Stuttu síðar féll ríkisstjórnin. Ég lét þó ekki deigan síga. Vorið 2025, þegar frumvarpið var tekið upp að nýju, sendi ég inn nýja og uppfærða umsögn með sömu megináherslum. Ég lagði áherslu á að verkefni á borð við stafbókina ættu heima í framtíðarsýn stjórnvalda um menntun – sem dæmi um það hvernig frumkvæði, reynsla og fagþekking gætu skapað raunveruleg og aðgengileg úrræði fyrir fjölbreyttan nemendahóp samhliða því að ég lagði til breytt fyrirkomulag Þróunarsjóðs námgagna. Að þessu sinni náði ég eyrum nefndarinnar. Mér var boðið að koma á fund með allsherjar- og menntamálanefnd þann 27. maí 2025. Þar ræddi ég við nefndarmenn um stafbókarverkefnið, þróun þess, markmið og framtíðarmöguleika. Fundurinn var áhugaverður og skemmtilegur að mínu mati og mín upplifun að það sama hefði átt við um nefndarmenn. Spurningar nefndarmanna voru bæði vandaðar og mikilvægar og ég fann að ég hafði svör við þeim öllum. Það var í fyrsta sinn sem ég upplifði að þetta margra ára starf fengi þá faglegu viðurkenningu sem það á skilið. Vonbrigði eftir fundinn Daginn eftir fundinn með allsherjar- og menntamálanefnd – þann 28. maí 2025 – fékk ég loks svar frá Þróunarsjóði námsgagna. Ég gerði mér von um að umsóknin færi í gegn og fundurinn daginn áður styrkti þá trú mína. En svarið kom og var bæði stuttort og órökstutt. Umsókn minni var hafnað. Það sem stakk mest var ekki bara höfnunin sjálf – heldur hvernig hún var útfærð. Enginn rökstuðningur fylgdi. Engin skýring á því hvers vegna verkefni sem uppfyllti skilyrði sjóðsins hlaut ekki brautargengi. Ég upplifði að eftir að hafa eytt þúsundum klukkustunda í þetta verkefni, án þess að fá greitt fyrir eina einustu klukkustund, án fastra tekna eða öruggs stuðnings – væri niðurstaðan sú að stjórn þróunarsjóðsins hefði ekki áhuga á að styðja við nýsköpun sem kemur frá sjálfstæðum höfundum. Þrátt fyrir að markmiðin væru samhljóma því sem stjórnvöld stefna að, það er að efla aðgengi, nýsköpun og faglegt námsefni fyrir breiðan hóp nemenda, virðist eitthvað annað skipta meira máli í matsferlinu. Í næstu grein, sem birtist á morgun, fjalla ég um mikilvægi þess að úthlutanir opinberra styrkja séu byggðar á faglegum grunni og hvernig skortur á gagnsæi getur grafið undan nýsköpun í námsgagnagerð. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Sjá meira
Ég stofnaði fyrirtækið Stafbók slf., námsbókaútgáfa, í desember 2024 og bjóst ég ekki við mikilli útbreiðslu námsefnisins strax. Vorið 2025 kenndu fjórir framhaldsskólar efni frá Stafbók – án sérstakrar markaðssetningar. Þetta var mér mikil hvatning og staðfesting á því að verkið hefði gildi fyrir fleiri en mig sjálfan. Í kjölfarið sótti ég um styrk úr Þróunarsjóði námsgagna, að fjárhæð 2.250.000 krónur. Markmiðið var að þróa efnið enn frekar og auka þannig stuðning við kennara og vinna að nánari aðlögun námsefnis að fjölbreyttum hópi nemenda. Til að tryggja að umsóknin væri eins fagleg og vönduð og hægt var, fékk ég einn virtasta menntavísindamann landsins til að lesa hana yfir. Hann taldi að umsóknin stæðist allar helstu kröfur sjóðsins. Ég hafði lagt fram skýra verkáætlun, vel skilgreind markmið og rökstuðning fyrir mikilvægi þess að veita sjálfstæðum höfundum stuðning við þróun eigin námsefnis. Á sama tíma leitaði ég leiða til að kynna verkefnið fyrir kennurum um land allt. Þegar þetta er ritað hafa þrír nýir skólar staðfest að þeir ætli að taka efnið upp á haustönn 2025 og fleiri hafa sýnt áhuga. Af hverju skiptir þessi saga máli?: Framtíð íslensks námsefnis Haustið 2024 sendi ég umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um frumvarp ríkisstjórnarinnar um námsgögn. Frumvarpið var þá í vinnslu og hafði það markmið að efla útgáfu og dreifingu námsgagna á Íslandi. Ég taldi brýnt að mín rödd, sem sjálfstæðs höfundar og kennara, kæmist að. Í umsögninni lagði ég áherslu á að slíkt frumvarp mætti ekki aðeins snúast um stærstu útgáfurnar og kerfin, heldur einnig um grasrótina, nýsköpun og sjálfstæða höfunda, fólk sem þróar efni í beinum tengslum við kennslu, nemendur og samfélag. Stuttu síðar féll ríkisstjórnin. Ég lét þó ekki deigan síga. Vorið 2025, þegar frumvarpið var tekið upp að nýju, sendi ég inn nýja og uppfærða umsögn með sömu megináherslum. Ég lagði áherslu á að verkefni á borð við stafbókina ættu heima í framtíðarsýn stjórnvalda um menntun – sem dæmi um það hvernig frumkvæði, reynsla og fagþekking gætu skapað raunveruleg og aðgengileg úrræði fyrir fjölbreyttan nemendahóp samhliða því að ég lagði til breytt fyrirkomulag Þróunarsjóðs námgagna. Að þessu sinni náði ég eyrum nefndarinnar. Mér var boðið að koma á fund með allsherjar- og menntamálanefnd þann 27. maí 2025. Þar ræddi ég við nefndarmenn um stafbókarverkefnið, þróun þess, markmið og framtíðarmöguleika. Fundurinn var áhugaverður og skemmtilegur að mínu mati og mín upplifun að það sama hefði átt við um nefndarmenn. Spurningar nefndarmanna voru bæði vandaðar og mikilvægar og ég fann að ég hafði svör við þeim öllum. Það var í fyrsta sinn sem ég upplifði að þetta margra ára starf fengi þá faglegu viðurkenningu sem það á skilið. Vonbrigði eftir fundinn Daginn eftir fundinn með allsherjar- og menntamálanefnd – þann 28. maí 2025 – fékk ég loks svar frá Þróunarsjóði námsgagna. Ég gerði mér von um að umsóknin færi í gegn og fundurinn daginn áður styrkti þá trú mína. En svarið kom og var bæði stuttort og órökstutt. Umsókn minni var hafnað. Það sem stakk mest var ekki bara höfnunin sjálf – heldur hvernig hún var útfærð. Enginn rökstuðningur fylgdi. Engin skýring á því hvers vegna verkefni sem uppfyllti skilyrði sjóðsins hlaut ekki brautargengi. Ég upplifði að eftir að hafa eytt þúsundum klukkustunda í þetta verkefni, án þess að fá greitt fyrir eina einustu klukkustund, án fastra tekna eða öruggs stuðnings – væri niðurstaðan sú að stjórn þróunarsjóðsins hefði ekki áhuga á að styðja við nýsköpun sem kemur frá sjálfstæðum höfundum. Þrátt fyrir að markmiðin væru samhljóma því sem stjórnvöld stefna að, það er að efla aðgengi, nýsköpun og faglegt námsefni fyrir breiðan hóp nemenda, virðist eitthvað annað skipta meira máli í matsferlinu. Í næstu grein, sem birtist á morgun, fjalla ég um mikilvægi þess að úthlutanir opinberra styrkja séu byggðar á faglegum grunni og hvernig skortur á gagnsæi getur grafið undan nýsköpun í námsgagnagerð. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun