Áhrif veiðigjalda ná út fyrir atvinnugreinina Ásgerður Kristín Gylfadóttir skrifar 5. júní 2025 11:30 Sjávarútvegur hefur verið lykilstoð í atvinnulífi Hornafjarðar í áratugi og gegnir þar ómetanlegu hlutverki í að tryggja stöðugleika, verðmætasköpun og búsetu. Með tilkomu hátækni, bættrar nýtingar og nýsköpunar, hefur greinin þróast hratt og skapað ný tækifæri. Sjávarútvegurinn stendur nú frammi fyrir áskorunum, ekki síst vegna fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Áforn ríkisstjórnarinnar hafa vakið áhyggjur, sérstaklega í minni samfélögum þar sem atvinnulífið byggir að stórum hluta á sjávarútvegi. Á Hornafirði skapar sjávarútvegurinn ekki aðeins bein störf við veiðar og vinnslu, heldur einnig fjölda afleiddra starfa í flutningum, þjónustu, viðhaldi og tækniþróun. Þessi störf eru mikilvægur burðarás í samfélaginu og gríðalega mikilvæg fyrir áframhaldandi uppbyggingu, þróun og búsetu í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur í umsögn sinni um frumvarpið skorað á stjórnvöld að: Fresta frekari afgreiðslu frumvarpsins þar til ítarlegt áhrifamat liggur fyrir. Tryggja raunverulegt samráð við sveitarfélög áður en ákvörðun er tekin. Innleiða breytingar í áföngum, ef af þeim verður, til að vernda byggðafestu og atvinnulíf á landsbyggðinni. Í umsögn bæjarráðs kemur jafnframt fram að frumvarpið, í núverandi mynd, fullnægi hvorki kröfum um lög og góðar stjórnsýsluvenjur né stuðli að jafnvægi í byggðaþróun á Íslandi. Á Hornafirði er vilji til framtíðaruppbyggingar og nýsköpunar í sjávarútvegi, en slík þróun krefst öflugs samspils fyrirtækja, stjórnvalda og samfélagsins. Það er því brýnt að ákvarðanir sem snerta grunnstoðir atvinnulífs í sjávarbyggðum séu teknar af ábyrgð, með skýru samráði og markmiðum um jafnvægi og framtíðarhugsun. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar í Sveitarfélaginu Hornafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarfélagið Hornafjörður Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur hefur verið lykilstoð í atvinnulífi Hornafjarðar í áratugi og gegnir þar ómetanlegu hlutverki í að tryggja stöðugleika, verðmætasköpun og búsetu. Með tilkomu hátækni, bættrar nýtingar og nýsköpunar, hefur greinin þróast hratt og skapað ný tækifæri. Sjávarútvegurinn stendur nú frammi fyrir áskorunum, ekki síst vegna fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Áforn ríkisstjórnarinnar hafa vakið áhyggjur, sérstaklega í minni samfélögum þar sem atvinnulífið byggir að stórum hluta á sjávarútvegi. Á Hornafirði skapar sjávarútvegurinn ekki aðeins bein störf við veiðar og vinnslu, heldur einnig fjölda afleiddra starfa í flutningum, þjónustu, viðhaldi og tækniþróun. Þessi störf eru mikilvægur burðarás í samfélaginu og gríðalega mikilvæg fyrir áframhaldandi uppbyggingu, þróun og búsetu í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur í umsögn sinni um frumvarpið skorað á stjórnvöld að: Fresta frekari afgreiðslu frumvarpsins þar til ítarlegt áhrifamat liggur fyrir. Tryggja raunverulegt samráð við sveitarfélög áður en ákvörðun er tekin. Innleiða breytingar í áföngum, ef af þeim verður, til að vernda byggðafestu og atvinnulíf á landsbyggðinni. Í umsögn bæjarráðs kemur jafnframt fram að frumvarpið, í núverandi mynd, fullnægi hvorki kröfum um lög og góðar stjórnsýsluvenjur né stuðli að jafnvægi í byggðaþróun á Íslandi. Á Hornafirði er vilji til framtíðaruppbyggingar og nýsköpunar í sjávarútvegi, en slík þróun krefst öflugs samspils fyrirtækja, stjórnvalda og samfélagsins. Það er því brýnt að ákvarðanir sem snerta grunnstoðir atvinnulífs í sjávarbyggðum séu teknar af ábyrgð, með skýru samráði og markmiðum um jafnvægi og framtíðarhugsun. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar í Sveitarfélaginu Hornafirði.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar