Áhrif veiðigjalda ná út fyrir atvinnugreinina Ásgerður Kristín Gylfadóttir skrifar 5. júní 2025 11:30 Sjávarútvegur hefur verið lykilstoð í atvinnulífi Hornafjarðar í áratugi og gegnir þar ómetanlegu hlutverki í að tryggja stöðugleika, verðmætasköpun og búsetu. Með tilkomu hátækni, bættrar nýtingar og nýsköpunar, hefur greinin þróast hratt og skapað ný tækifæri. Sjávarútvegurinn stendur nú frammi fyrir áskorunum, ekki síst vegna fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Áforn ríkisstjórnarinnar hafa vakið áhyggjur, sérstaklega í minni samfélögum þar sem atvinnulífið byggir að stórum hluta á sjávarútvegi. Á Hornafirði skapar sjávarútvegurinn ekki aðeins bein störf við veiðar og vinnslu, heldur einnig fjölda afleiddra starfa í flutningum, þjónustu, viðhaldi og tækniþróun. Þessi störf eru mikilvægur burðarás í samfélaginu og gríðalega mikilvæg fyrir áframhaldandi uppbyggingu, þróun og búsetu í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur í umsögn sinni um frumvarpið skorað á stjórnvöld að: Fresta frekari afgreiðslu frumvarpsins þar til ítarlegt áhrifamat liggur fyrir. Tryggja raunverulegt samráð við sveitarfélög áður en ákvörðun er tekin. Innleiða breytingar í áföngum, ef af þeim verður, til að vernda byggðafestu og atvinnulíf á landsbyggðinni. Í umsögn bæjarráðs kemur jafnframt fram að frumvarpið, í núverandi mynd, fullnægi hvorki kröfum um lög og góðar stjórnsýsluvenjur né stuðli að jafnvægi í byggðaþróun á Íslandi. Á Hornafirði er vilji til framtíðaruppbyggingar og nýsköpunar í sjávarútvegi, en slík þróun krefst öflugs samspils fyrirtækja, stjórnvalda og samfélagsins. Það er því brýnt að ákvarðanir sem snerta grunnstoðir atvinnulífs í sjávarbyggðum séu teknar af ábyrgð, með skýru samráði og markmiðum um jafnvægi og framtíðarhugsun. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar í Sveitarfélaginu Hornafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarfélagið Hornafjörður Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur hefur verið lykilstoð í atvinnulífi Hornafjarðar í áratugi og gegnir þar ómetanlegu hlutverki í að tryggja stöðugleika, verðmætasköpun og búsetu. Með tilkomu hátækni, bættrar nýtingar og nýsköpunar, hefur greinin þróast hratt og skapað ný tækifæri. Sjávarútvegurinn stendur nú frammi fyrir áskorunum, ekki síst vegna fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Áforn ríkisstjórnarinnar hafa vakið áhyggjur, sérstaklega í minni samfélögum þar sem atvinnulífið byggir að stórum hluta á sjávarútvegi. Á Hornafirði skapar sjávarútvegurinn ekki aðeins bein störf við veiðar og vinnslu, heldur einnig fjölda afleiddra starfa í flutningum, þjónustu, viðhaldi og tækniþróun. Þessi störf eru mikilvægur burðarás í samfélaginu og gríðalega mikilvæg fyrir áframhaldandi uppbyggingu, þróun og búsetu í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur í umsögn sinni um frumvarpið skorað á stjórnvöld að: Fresta frekari afgreiðslu frumvarpsins þar til ítarlegt áhrifamat liggur fyrir. Tryggja raunverulegt samráð við sveitarfélög áður en ákvörðun er tekin. Innleiða breytingar í áföngum, ef af þeim verður, til að vernda byggðafestu og atvinnulíf á landsbyggðinni. Í umsögn bæjarráðs kemur jafnframt fram að frumvarpið, í núverandi mynd, fullnægi hvorki kröfum um lög og góðar stjórnsýsluvenjur né stuðli að jafnvægi í byggðaþróun á Íslandi. Á Hornafirði er vilji til framtíðaruppbyggingar og nýsköpunar í sjávarútvegi, en slík þróun krefst öflugs samspils fyrirtækja, stjórnvalda og samfélagsins. Það er því brýnt að ákvarðanir sem snerta grunnstoðir atvinnulífs í sjávarbyggðum séu teknar af ábyrgð, með skýru samráði og markmiðum um jafnvægi og framtíðarhugsun. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar í Sveitarfélaginu Hornafirði.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar