„Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 19:46 Hjörný ásamt foreldrum sínum fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool, í gær. Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool-borg, eftir að fólksbíl var ekið inn í mannfjölda sem var viðstaddur til þess að fylgjast með karlaliði Liverpool í fótbolta koma á rútu niður að höfn borgarinnar, til að fagna enska meistaratitlinum. Um 200 metra frá Hjörný Eik Hjaltadóttir var stödd í Liverpool í dag ásamt foreldrum sínum, til að fylgjast með sigurhátíðinni. Þau gengu niður götuna þar sem atburðurinn átti sér stað fyrr í dag. „Þegar rútan [með Liverpool-liðinu] er rétt farin fram hjá eru allir vegir áfram lokaðir út af skrúðgöngunni. Þegar liðið kemur fram hjá ákveða sumir að elta rútuna. Það hafa verið svona einn, tveir kílómetrar eftir af göngunni. Sumir elta en aðrir ganga í hina áttina, þar sem þar var meira pláss og hægt að dreifa úr sér,“ segir Hjörný. Hjörný ásamt föður sínum í Liverpool fyrr í dag. Þá hafi valið staðið á milli þess að ganga götuna þaðan sem leikmennirnir komu, eða fara aftur upp sömu götu og fjölskyldan gekk niður fyrr um daginn. „Ég sá að það var svo mikið af fólki þar að ég nennti ekki að labba þangað, og sá fram á að við yrðum svo lengi. Þannig að ég frekjaðist á að fara í áttina sem þeir komu úr. Við erum komin einhverja 200, 250 metra frá götunni þegar lögreglubílar koma í röðum á fullum hraða. Þar sem við sáum að þeir fóru svona hratt og það komu alltaf fleiri þá vissum við að það hlyti eitthvað hrikalegt að hafa gerst.“ „Hann reynir eftir bestu getu að ná sem flestum“ Hjörný segir að þar sem hún og foreldrar hennar hafi verið komin frá staðnum þar sem ekið var á fólkið hafi ekki myndast neitt öngþveiti í kringum þau. Fólk hafi þó verið forvitið og áttað sig á alvarleikanum. „Svo stöndum við og erum búin að koma okkur fyrir inni í litlu hverfi þar sem við bíðum eftir Uber-bíl. Þá kemur maður og spyr hvort við höfum séð þetta, og sýnir okkur svo myndband. Ég veit ekki hvort hann tók það, en það voru strákar við hliðina á okkur sem höfðu verið þarna rétt hjá,“ segir Hjörný. Myndband af atvikinu er í dreifingu á samfélagsmiðlum, en það má sjá hér að neðan. Viðkvæmir lesendur eru varaðir við áhorfi. „Það er alveg augljóst að hann reynir eftir bestu getu að ná sem flestum,“ segir Hjörný. Hún upplifi bæði reiði og sorg yfir því að ekki skuli vera hægt að halda mannmarga viðburði án þess að þurfa að hafa í huga hermdarverk sem þessi. „Ég er kannski aðeins vanari þessu, búandi í Köln í Þýskalandi þar sem þetta er um það bil mánaðarlegt,“ segir Hjörný. „Auðvitað er sjokk að heyra svona, og maður verður reiður og leiður. Ég titra enn þá þegar ég er að tala við þig, og bara að hugsa um þetta er bara sjokk, hvað maður var nálægt þessu,“ sagði Hjörný sem var á leið til Manchester með foreldrum sínum þegar hún ræddi við fréttastofu. Þaðan munu þau fljúga heim á morgun. Hún til Þýskalands, en þau til Íslands. Bretland Íslendingar erlendis England Tengdar fréttir Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool-borg, eftir að fólksbíl var ekið inn í mannfjölda sem var viðstaddur til þess að fylgjast með karlaliði Liverpool í fótbolta koma á rútu niður að höfn borgarinnar, til að fagna enska meistaratitlinum. Um 200 metra frá Hjörný Eik Hjaltadóttir var stödd í Liverpool í dag ásamt foreldrum sínum, til að fylgjast með sigurhátíðinni. Þau gengu niður götuna þar sem atburðurinn átti sér stað fyrr í dag. „Þegar rútan [með Liverpool-liðinu] er rétt farin fram hjá eru allir vegir áfram lokaðir út af skrúðgöngunni. Þegar liðið kemur fram hjá ákveða sumir að elta rútuna. Það hafa verið svona einn, tveir kílómetrar eftir af göngunni. Sumir elta en aðrir ganga í hina áttina, þar sem þar var meira pláss og hægt að dreifa úr sér,“ segir Hjörný. Hjörný ásamt föður sínum í Liverpool fyrr í dag. Þá hafi valið staðið á milli þess að ganga götuna þaðan sem leikmennirnir komu, eða fara aftur upp sömu götu og fjölskyldan gekk niður fyrr um daginn. „Ég sá að það var svo mikið af fólki þar að ég nennti ekki að labba þangað, og sá fram á að við yrðum svo lengi. Þannig að ég frekjaðist á að fara í áttina sem þeir komu úr. Við erum komin einhverja 200, 250 metra frá götunni þegar lögreglubílar koma í röðum á fullum hraða. Þar sem við sáum að þeir fóru svona hratt og það komu alltaf fleiri þá vissum við að það hlyti eitthvað hrikalegt að hafa gerst.“ „Hann reynir eftir bestu getu að ná sem flestum“ Hjörný segir að þar sem hún og foreldrar hennar hafi verið komin frá staðnum þar sem ekið var á fólkið hafi ekki myndast neitt öngþveiti í kringum þau. Fólk hafi þó verið forvitið og áttað sig á alvarleikanum. „Svo stöndum við og erum búin að koma okkur fyrir inni í litlu hverfi þar sem við bíðum eftir Uber-bíl. Þá kemur maður og spyr hvort við höfum séð þetta, og sýnir okkur svo myndband. Ég veit ekki hvort hann tók það, en það voru strákar við hliðina á okkur sem höfðu verið þarna rétt hjá,“ segir Hjörný. Myndband af atvikinu er í dreifingu á samfélagsmiðlum, en það má sjá hér að neðan. Viðkvæmir lesendur eru varaðir við áhorfi. „Það er alveg augljóst að hann reynir eftir bestu getu að ná sem flestum,“ segir Hjörný. Hún upplifi bæði reiði og sorg yfir því að ekki skuli vera hægt að halda mannmarga viðburði án þess að þurfa að hafa í huga hermdarverk sem þessi. „Ég er kannski aðeins vanari þessu, búandi í Köln í Þýskalandi þar sem þetta er um það bil mánaðarlegt,“ segir Hjörný. „Auðvitað er sjokk að heyra svona, og maður verður reiður og leiður. Ég titra enn þá þegar ég er að tala við þig, og bara að hugsa um þetta er bara sjokk, hvað maður var nálægt þessu,“ sagði Hjörný sem var á leið til Manchester með foreldrum sínum þegar hún ræddi við fréttastofu. Þaðan munu þau fljúga heim á morgun. Hún til Þýskalands, en þau til Íslands.
Bretland Íslendingar erlendis England Tengdar fréttir Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20