„Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 19:46 Hjörný ásamt foreldrum sínum fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool, í gær. Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið. Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool-borg, eftir að fólksbíl var ekið inn í mannfjölda sem var viðstaddur til þess að fylgjast með karlaliði Liverpool í fótbolta koma á rútu niður að höfn borgarinnar, til að fagna enska meistaratitlinum. Um 200 metra frá Hjörný Eik Hjaltadóttir var stödd í Liverpool í dag ásamt foreldrum sínum, til að fylgjast með sigurhátíðinni. Þau gengu niður götuna þar sem atburðurinn átti sér stað fyrr í dag. „Þegar rútan [með Liverpool-liðinu] er rétt farin fram hjá eru allir vegir áfram lokaðir út af skrúðgöngunni. Þegar liðið kemur fram hjá ákveða sumir að elta rútuna. Það hafa verið svona einn, tveir kílómetrar eftir af göngunni. Sumir elta en aðrir ganga í hina áttina, þar sem þar var meira pláss og hægt að dreifa úr sér,“ segir Hjörný. Hjörný ásamt föður sínum í Liverpool fyrr í dag. Þá hafi valið staðið á milli þess að ganga götuna þaðan sem leikmennirnir komu, eða fara aftur upp sömu götu og fjölskyldan gekk niður fyrr um daginn. „Ég sá að það var svo mikið af fólki þar að ég nennti ekki að labba þangað, og sá fram á að við yrðum svo lengi. Þannig að ég frekjaðist á að fara í áttina sem þeir komu úr. Við erum komin einhverja 200, 250 metra frá götunni þegar lögreglubílar koma í röðum á fullum hraða. Þar sem við sáum að þeir fóru svona hratt og það komu alltaf fleiri þá vissum við að það hlyti eitthvað hrikalegt að hafa gerst.“ „Hann reynir eftir bestu getu að ná sem flestum“ Hjörný segir að þar sem hún og foreldrar hennar hafi verið komin frá staðnum þar sem ekið var á fólkið hafi ekki myndast neitt öngþveiti í kringum þau. Fólk hafi þó verið forvitið og áttað sig á alvarleikanum. „Svo stöndum við og erum búin að koma okkur fyrir inni í litlu hverfi þar sem við bíðum eftir Uber-bíl. Þá kemur maður og spyr hvort við höfum séð þetta, og sýnir okkur svo myndband. Ég veit ekki hvort hann tók það, en það voru strákar við hliðina á okkur sem höfðu verið þarna rétt hjá,“ segir Hjörný. Myndband af atvikinu er í dreifingu á samfélagsmiðlum, en það má sjá hér að neðan. Viðkvæmir lesendur eru varaðir við áhorfi. „Það er alveg augljóst að hann reynir eftir bestu getu að ná sem flestum,“ segir Hjörný. Hún upplifi bæði reiði og sorg yfir því að ekki skuli vera hægt að halda mannmarga viðburði án þess að þurfa að hafa í huga hermdarverk sem þessi. „Ég er kannski aðeins vanari þessu, búandi í Köln í Þýskalandi þar sem þetta er um það bil mánaðarlegt,“ segir Hjörný. „Auðvitað er sjokk að heyra svona, og maður verður reiður og leiður. Ég titra enn þá þegar ég er að tala við þig, og bara að hugsa um þetta er bara sjokk, hvað maður var nálægt þessu,“ sagði Hjörný sem var á leið til Manchester með foreldrum sínum þegar hún ræddi við fréttastofu. Þaðan munu þau fljúga heim á morgun. Hún til Þýskalands, en þau til Íslands. Bretland Íslendingar erlendis England Tengdar fréttir Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool-borg, eftir að fólksbíl var ekið inn í mannfjölda sem var viðstaddur til þess að fylgjast með karlaliði Liverpool í fótbolta koma á rútu niður að höfn borgarinnar, til að fagna enska meistaratitlinum. Um 200 metra frá Hjörný Eik Hjaltadóttir var stödd í Liverpool í dag ásamt foreldrum sínum, til að fylgjast með sigurhátíðinni. Þau gengu niður götuna þar sem atburðurinn átti sér stað fyrr í dag. „Þegar rútan [með Liverpool-liðinu] er rétt farin fram hjá eru allir vegir áfram lokaðir út af skrúðgöngunni. Þegar liðið kemur fram hjá ákveða sumir að elta rútuna. Það hafa verið svona einn, tveir kílómetrar eftir af göngunni. Sumir elta en aðrir ganga í hina áttina, þar sem þar var meira pláss og hægt að dreifa úr sér,“ segir Hjörný. Hjörný ásamt föður sínum í Liverpool fyrr í dag. Þá hafi valið staðið á milli þess að ganga götuna þaðan sem leikmennirnir komu, eða fara aftur upp sömu götu og fjölskyldan gekk niður fyrr um daginn. „Ég sá að það var svo mikið af fólki þar að ég nennti ekki að labba þangað, og sá fram á að við yrðum svo lengi. Þannig að ég frekjaðist á að fara í áttina sem þeir komu úr. Við erum komin einhverja 200, 250 metra frá götunni þegar lögreglubílar koma í röðum á fullum hraða. Þar sem við sáum að þeir fóru svona hratt og það komu alltaf fleiri þá vissum við að það hlyti eitthvað hrikalegt að hafa gerst.“ „Hann reynir eftir bestu getu að ná sem flestum“ Hjörný segir að þar sem hún og foreldrar hennar hafi verið komin frá staðnum þar sem ekið var á fólkið hafi ekki myndast neitt öngþveiti í kringum þau. Fólk hafi þó verið forvitið og áttað sig á alvarleikanum. „Svo stöndum við og erum búin að koma okkur fyrir inni í litlu hverfi þar sem við bíðum eftir Uber-bíl. Þá kemur maður og spyr hvort við höfum séð þetta, og sýnir okkur svo myndband. Ég veit ekki hvort hann tók það, en það voru strákar við hliðina á okkur sem höfðu verið þarna rétt hjá,“ segir Hjörný. Myndband af atvikinu er í dreifingu á samfélagsmiðlum, en það má sjá hér að neðan. Viðkvæmir lesendur eru varaðir við áhorfi. „Það er alveg augljóst að hann reynir eftir bestu getu að ná sem flestum,“ segir Hjörný. Hún upplifi bæði reiði og sorg yfir því að ekki skuli vera hægt að halda mannmarga viðburði án þess að þurfa að hafa í huga hermdarverk sem þessi. „Ég er kannski aðeins vanari þessu, búandi í Köln í Þýskalandi þar sem þetta er um það bil mánaðarlegt,“ segir Hjörný. „Auðvitað er sjokk að heyra svona, og maður verður reiður og leiður. Ég titra enn þá þegar ég er að tala við þig, og bara að hugsa um þetta er bara sjokk, hvað maður var nálægt þessu,“ sagði Hjörný sem var á leið til Manchester með foreldrum sínum þegar hún ræddi við fréttastofu. Þaðan munu þau fljúga heim á morgun. Hún til Þýskalands, en þau til Íslands.
Bretland Íslendingar erlendis England Tengdar fréttir Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina. 26. maí 2025 18:20