Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar 10. maí 2025 07:01 Í liðinni viku var sett met. Þá gerðu stjórnarandstöðuflokkar landsins – Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Miðflokkur – sér lítið fyrir og fóru með fyrstu umræðu um frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda í um 27 klukkustundir. Frá því að lög um þingsköp voru uppfærð fyrir meira en áratug hefur slík umræða aldrei staðið lengur. Vegna þessa er þingfundur í dag, á laugardegi, þar sem hún fær að tæma sig og bæta metið enn frekar. Þetta er stjórnarandstaðan að gera til að tefja fyrir að málið fari til nefndar til frekari umfjöllunar. Þetta er hún að gera vegna þess að hún vill ekki að veiðigjöld verði leiðrétt þannig að eigandi þjóðarauðlindarinnar fái réttláta hlutdeild í hagnaði af nýtingu hennar. Þetta er stjórnarandstaðan að gera að uppistöðu fyrir fjórar fjölskyldur og eitt kaupfélag sem eiga stóra hluti í átta af þeim tíu útgerðarfyrirtækjum sem munu greiða 67 prósent af veiðigjöldum eftir breytinguna. Fjórar fjölskyldur og eitt kaupfélag sem eiga saman auð upp á, að minnsta kosti, nálægt 500 milljörðum króna. Áskorun um að taka ekki ákvarðanir sem njóta stuðnings Umræðan sem boðið er upp á er um nákvæmlega ekkert. Tilgangur hennar er að engu leyti málefnaleg umræða heldur bara að standa í vegi fyrir eðlilegum framgangi lýðræðisins, þar sem vinsæl ríkisstjórn með myndarlegan stjórnarmeirihluta er að taka stefnumarkandi, hugaða, hápólítíska og löngu tímabærar ákvarðanir um kerfisbreytingu. Ég skal nefna dæmi. Einn stjórnarandstöðuþingmaðurinn ákvað að nota ræðutíma sinn til að tala um ÍL-sjóð, sem fyrir liggur að muni kosta íslenskan almenning hundruð milljarða króna, sem einhvers konar víti til varnaðar því að stjórnmálamenn taki ákvarðanir sem njóta stuðnings þjóðarinnar. Það var á honum að skilja að það tap væri vegna þess að vinsælt kosningaloforð um 90 prósent húsnæðislán hefði verið innleitt eftir kosningarnar 2003 og inntakið í ræðunni, held ég, átti að vera að það væri varhugavert að ráðast í vinsæl mál. Viðkomandi stjórnarandstöðuþingmaður gleymdi þó alveg að minnast á að það var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hans, og Framsóknar sem nú situr í minnihluta á þingi með honum, sem gerði umrædd 90 prósenta lán að veruleika. Hann minntist ekkert á að það er flokkur hans sem ber, ásamt sínum venjulega makker, alla ábyrgð á þeim myllusteini sem ÍL-sjóður er um háls íslenskrar þjóðar. Hann ætti samt að þekkja málið vel, enda hluti af þeim stjórnarmeirihluta sem kom málinu til leiðar. Því meira sem fólk veit, því meiri er stuðningurinn Annar stjórnarandstöðuþingmaður hélt því fram í ræðu síðdegis á fimmtudag að það skorti á allan skýrleika um hverjar spurningarnar væru í skoðanakönnunum sem væru að spyrja almenning út í afstöðu til leiðréttingar veiðigjalda. Það virtist sem hennar helsti áherslupunktur væri að fólk vissi ekki hversu mikið gjöldin myndu breytast þegar það væri að svara spurningunni og því væru niðurstöður skoðanakannanna ómarktækar. Það vildi þó þannig til að sama morgun hafði birst niðurstaða í könnun sem sagt var frá á öllum helstu miðlum þar sem spurt var hvort fólk væri hlynnt eða andvígt frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. Frumvarpi þar sem kemur mjög skýrt fram hvað stendur nákvæmlega til að gera og að áhrif þess verði að veiðigjöld muni hækka um 6,1 milljarð króna á næsta ári, í 17,3 milljarða króna. Alls sögðust 69 prósent svarenda að þeir væru hlynntir frumvarpinu en 18 prósent sögðust vera því andvíg. Í sömu könnun var spurt hversu vel fólk þekkti frumvarpið og sögðust 72 prósent annaðhvort þekkja það vel eða í meðallagi vel. Það er ekki síður merkilegt að umrædd könnun var framkvæmd frá lokum apríl og fram á síðasta þriðjudag, sem var annar dagur umræðu um veiðigjöld í þinginu. Þá var liðinn næstum einn og hálfur mánuður síðan að drög að frumvarpinu birtust í samráðsgátt, mikil og breið umræða hafði verið í gangi um það í samfélaginu alla tíð síðan, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) voru búin að birta alls kyns auglýsingar með sennilega á annað hundrað milljóna króna kostnaði til að reyna að hræða þjóðina til hlýðni (í sömu könnun kom fram að tveir af hverjum þremur landsmönnum finnist auglýsingarnar slæmar og einungis 18 prósent þeirra voru jákvæðir gagnvart þeim), búið var að mæla fyrir málinu á þingi og ræða það þar í marga klukkutíma. Sorg gömlu valdaflokkanna yfir því að tími þeirra sé liðinn Það er að mörgu leyti gott að stjórnarandstaðan velji þetta mál til að opinbera sig, þótt ég óski engum að sitja í gegnum endalausar ræður og leikþætti þeirra um minna en ekkert. Þá sér þjóðin hana fyrir það sem hún er. Hóp fólks sem gengur erinda fárra og stendur gegn hagsmunum fjöldans. Hóp fólks sem telur að almenningur í landinu sé of vitlaust til að skilja að hann þurfi í raun ekkert stærri hlutdeild í arðinum af nýtingu þjóðarauðlindarinnar. Eina fólkið sem skilji hvernig hlutirnir eigi að vera séu stjórnmálaflokkarnir sem kjósendur höfnuðu í síðustu kosningum, SFS og skjólstæðingar þeirra. Þjóðin sem segist skilja fyrirliggjandi frumvarp vel, styður það í unnvörpum og telur nær öll að útgerðir geti borgað miklu meira fyrir að fá að nýta auðlindina okkar viti ekkert hvað hún sé að tala um. Það þurfi gömlu valdaflokkana, og litla fáveldishópinn sem þeir hafa alltaf fyrst og fremst unnið fyrir, til að hafa vit fyrir henni. Fyrst hélt ég að yfirþyrmandi óþol minnihlutans á þingi fyrir gangvirkni lýðræðisins, þar sem flokkar með skýrt umboð úr kosningum velja að framfylgja þjóðarvilja í einu stærsta þrætumáli Íslandssögunnar, væri einhvers konar tilgerð. Leikrit. Hægt og rólega er þó að koma í ljós að það stafar af því að þeim finnst einfaldlega ekki forsvaranlegt að aðrir geti farið með vald en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Þeir sætta sig ekki við að tímarnir eru breyttir og tími þeirra er liðinn. Að það er ekki náttúrulögmál að þeir haldi um stjórnartaumana. Í staðinn er komin ríkisstjórn samstíga flokka, fullum af harðduglegu og heiðarlegu fólki, sem unnu kosningar og eru nú að vinna að bættu samfélagi fyrir almenning þar sem réttlæti, sanngirni og jöfnuður eru í forgrunni. Á meðan gömlu valdaflokkarnir eru fastir í að syrgja gömlu valdatímana þá vinnur þjónandi ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fyrir fólkið í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingar og einn eigenda nytjastofna á Íslandsmiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Sjávarútvegur Samfylkingin Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Í liðinni viku var sett met. Þá gerðu stjórnarandstöðuflokkar landsins – Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Miðflokkur – sér lítið fyrir og fóru með fyrstu umræðu um frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda í um 27 klukkustundir. Frá því að lög um þingsköp voru uppfærð fyrir meira en áratug hefur slík umræða aldrei staðið lengur. Vegna þessa er þingfundur í dag, á laugardegi, þar sem hún fær að tæma sig og bæta metið enn frekar. Þetta er stjórnarandstaðan að gera til að tefja fyrir að málið fari til nefndar til frekari umfjöllunar. Þetta er hún að gera vegna þess að hún vill ekki að veiðigjöld verði leiðrétt þannig að eigandi þjóðarauðlindarinnar fái réttláta hlutdeild í hagnaði af nýtingu hennar. Þetta er stjórnarandstaðan að gera að uppistöðu fyrir fjórar fjölskyldur og eitt kaupfélag sem eiga stóra hluti í átta af þeim tíu útgerðarfyrirtækjum sem munu greiða 67 prósent af veiðigjöldum eftir breytinguna. Fjórar fjölskyldur og eitt kaupfélag sem eiga saman auð upp á, að minnsta kosti, nálægt 500 milljörðum króna. Áskorun um að taka ekki ákvarðanir sem njóta stuðnings Umræðan sem boðið er upp á er um nákvæmlega ekkert. Tilgangur hennar er að engu leyti málefnaleg umræða heldur bara að standa í vegi fyrir eðlilegum framgangi lýðræðisins, þar sem vinsæl ríkisstjórn með myndarlegan stjórnarmeirihluta er að taka stefnumarkandi, hugaða, hápólítíska og löngu tímabærar ákvarðanir um kerfisbreytingu. Ég skal nefna dæmi. Einn stjórnarandstöðuþingmaðurinn ákvað að nota ræðutíma sinn til að tala um ÍL-sjóð, sem fyrir liggur að muni kosta íslenskan almenning hundruð milljarða króna, sem einhvers konar víti til varnaðar því að stjórnmálamenn taki ákvarðanir sem njóta stuðnings þjóðarinnar. Það var á honum að skilja að það tap væri vegna þess að vinsælt kosningaloforð um 90 prósent húsnæðislán hefði verið innleitt eftir kosningarnar 2003 og inntakið í ræðunni, held ég, átti að vera að það væri varhugavert að ráðast í vinsæl mál. Viðkomandi stjórnarandstöðuþingmaður gleymdi þó alveg að minnast á að það var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hans, og Framsóknar sem nú situr í minnihluta á þingi með honum, sem gerði umrædd 90 prósenta lán að veruleika. Hann minntist ekkert á að það er flokkur hans sem ber, ásamt sínum venjulega makker, alla ábyrgð á þeim myllusteini sem ÍL-sjóður er um háls íslenskrar þjóðar. Hann ætti samt að þekkja málið vel, enda hluti af þeim stjórnarmeirihluta sem kom málinu til leiðar. Því meira sem fólk veit, því meiri er stuðningurinn Annar stjórnarandstöðuþingmaður hélt því fram í ræðu síðdegis á fimmtudag að það skorti á allan skýrleika um hverjar spurningarnar væru í skoðanakönnunum sem væru að spyrja almenning út í afstöðu til leiðréttingar veiðigjalda. Það virtist sem hennar helsti áherslupunktur væri að fólk vissi ekki hversu mikið gjöldin myndu breytast þegar það væri að svara spurningunni og því væru niðurstöður skoðanakannanna ómarktækar. Það vildi þó þannig til að sama morgun hafði birst niðurstaða í könnun sem sagt var frá á öllum helstu miðlum þar sem spurt var hvort fólk væri hlynnt eða andvígt frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. Frumvarpi þar sem kemur mjög skýrt fram hvað stendur nákvæmlega til að gera og að áhrif þess verði að veiðigjöld muni hækka um 6,1 milljarð króna á næsta ári, í 17,3 milljarða króna. Alls sögðust 69 prósent svarenda að þeir væru hlynntir frumvarpinu en 18 prósent sögðust vera því andvíg. Í sömu könnun var spurt hversu vel fólk þekkti frumvarpið og sögðust 72 prósent annaðhvort þekkja það vel eða í meðallagi vel. Það er ekki síður merkilegt að umrædd könnun var framkvæmd frá lokum apríl og fram á síðasta þriðjudag, sem var annar dagur umræðu um veiðigjöld í þinginu. Þá var liðinn næstum einn og hálfur mánuður síðan að drög að frumvarpinu birtust í samráðsgátt, mikil og breið umræða hafði verið í gangi um það í samfélaginu alla tíð síðan, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) voru búin að birta alls kyns auglýsingar með sennilega á annað hundrað milljóna króna kostnaði til að reyna að hræða þjóðina til hlýðni (í sömu könnun kom fram að tveir af hverjum þremur landsmönnum finnist auglýsingarnar slæmar og einungis 18 prósent þeirra voru jákvæðir gagnvart þeim), búið var að mæla fyrir málinu á þingi og ræða það þar í marga klukkutíma. Sorg gömlu valdaflokkanna yfir því að tími þeirra sé liðinn Það er að mörgu leyti gott að stjórnarandstaðan velji þetta mál til að opinbera sig, þótt ég óski engum að sitja í gegnum endalausar ræður og leikþætti þeirra um minna en ekkert. Þá sér þjóðin hana fyrir það sem hún er. Hóp fólks sem gengur erinda fárra og stendur gegn hagsmunum fjöldans. Hóp fólks sem telur að almenningur í landinu sé of vitlaust til að skilja að hann þurfi í raun ekkert stærri hlutdeild í arðinum af nýtingu þjóðarauðlindarinnar. Eina fólkið sem skilji hvernig hlutirnir eigi að vera séu stjórnmálaflokkarnir sem kjósendur höfnuðu í síðustu kosningum, SFS og skjólstæðingar þeirra. Þjóðin sem segist skilja fyrirliggjandi frumvarp vel, styður það í unnvörpum og telur nær öll að útgerðir geti borgað miklu meira fyrir að fá að nýta auðlindina okkar viti ekkert hvað hún sé að tala um. Það þurfi gömlu valdaflokkana, og litla fáveldishópinn sem þeir hafa alltaf fyrst og fremst unnið fyrir, til að hafa vit fyrir henni. Fyrst hélt ég að yfirþyrmandi óþol minnihlutans á þingi fyrir gangvirkni lýðræðisins, þar sem flokkar með skýrt umboð úr kosningum velja að framfylgja þjóðarvilja í einu stærsta þrætumáli Íslandssögunnar, væri einhvers konar tilgerð. Leikrit. Hægt og rólega er þó að koma í ljós að það stafar af því að þeim finnst einfaldlega ekki forsvaranlegt að aðrir geti farið með vald en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Þeir sætta sig ekki við að tímarnir eru breyttir og tími þeirra er liðinn. Að það er ekki náttúrulögmál að þeir haldi um stjórnartaumana. Í staðinn er komin ríkisstjórn samstíga flokka, fullum af harðduglegu og heiðarlegu fólki, sem unnu kosningar og eru nú að vinna að bættu samfélagi fyrir almenning þar sem réttlæti, sanngirni og jöfnuður eru í forgrunni. Á meðan gömlu valdaflokkarnir eru fastir í að syrgja gömlu valdatímana þá vinnur þjónandi ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur fyrir fólkið í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingar og einn eigenda nytjastofna á Íslandsmiðum.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar