Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. maí 2025 07:00 „Við munum ekki lengur gera Rússlandi kleift að nota orkumálin sem vopn gegn okkur. Við munum ekki lengur með óbeinum hætti hjálpa til við að fjármagna stríðsrekstur þeirra,“ sagði Dan Jørgensen, orkumálaráðherra Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Strasbourg í gær en sambandið hefur sagt að stefnt sé að því að ríki þess verði ekki lengur háð rússnesku gasi í lok árs 2027. Með öðrum orðum næstum sex árum eftir innrás rússneska hersins í Úkraínu. Fram kemur í frétt brezka ríkisútvarpsins BBC að þó gripið hafi verið til aðgerða á undanförnum árum til þess að draga úr því hversu háð Evrópusambandið og ríki þess væru rússneskri orku væri sú enn raunin að verulegu leyti. Þannig komi fram í skýrslu framkvæmdastjórnar sambandsins vegna fyrrnefndra áforma að 45% af gasi sem notað hafi verið innan þess árið 2021, fyrir innrásina í Úkraínu, hafi komið frá Rússlandi en hlutfallið hafi enn verið 19% á síðasta ári. Tekizt hefði betur til við að draga úr innflutningi á rússneskri olíu. Hins vegar þyrfti einnig að draga úr því hversu háð Evrópusambandið væri innflutningi frá Rússlandi fyrir kjarnorkuiðnaðinn í ríkjum sambandsins. Þannig hefði rúmlega 14% af úraníum sem notað hefði verið innan Evrópusambandsins á síðasta ári hefði verið rússneskt. Þá segi í skýrslunni að með þessu hefði efnahagsöryggi sambandsins verið sett í hættu og stríðsrekstur Rússlands fjármagnaður. Forystumenn Evrópusambandsins hafa áður viðurkennt að sambandið og ríki þess hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu og stríðsrekstur Rússlands með umfangsmiklum kaupum á rússneskri orku undanfarin ár og áratugi og haldið því áfram í vaxandi mæli í kjölfar þess að rússnesk stjórnvöld innlimuðu Krímsskaga árið 2014 þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð í þeim efnum. Til stendur nú loks að skrúfa fyrir þá fjármögnun en eftir tæplega þrjú ár. Takist það á annað borð. Hitt er svo annað mál að ekki er í vitað í öllum tilfellum, einkum þegar gas er flutt inn til Evrópusambandsins í fljótandi formi, hvort það komi upprunalega frá Rússlandi. Þannig er vitað að rússneskt gas sem flutt er til Kína er síðan selt áfram út á alþjóðamarkaðinn sem þarlend framleiðsla. Hið sama hefur átt við um olíu. Þá má hafa í huga að þó dregið hafi úr umfangi innflutts rússnesks gass til ríkja sambandsins hefur þurfa að greiða mun meira fyrir það en áður. Með öðrum orðum hafa tekjurnar sem skilað hafa sér í ríkissjóð Rússlands ekki dregizt eins mikið saman og innflutningurinn á rússnesku gasi og olíu til Evrópusambandsins. Forystumenn sambandsins hafa viðurkennt að ríki þess hafi greitt meira til Rússlands fyrir orkuna en þau hafi styrkt Úkraínumenn. Margfalt meira ef teknar eru inn í myndina greiðslur ríkjanna fyrir rússneska orku árum saman áður en rússneski herinn réðist inn í Úkraínu fyrir þremur árum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
„Við munum ekki lengur gera Rússlandi kleift að nota orkumálin sem vopn gegn okkur. Við munum ekki lengur með óbeinum hætti hjálpa til við að fjármagna stríðsrekstur þeirra,“ sagði Dan Jørgensen, orkumálaráðherra Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Strasbourg í gær en sambandið hefur sagt að stefnt sé að því að ríki þess verði ekki lengur háð rússnesku gasi í lok árs 2027. Með öðrum orðum næstum sex árum eftir innrás rússneska hersins í Úkraínu. Fram kemur í frétt brezka ríkisútvarpsins BBC að þó gripið hafi verið til aðgerða á undanförnum árum til þess að draga úr því hversu háð Evrópusambandið og ríki þess væru rússneskri orku væri sú enn raunin að verulegu leyti. Þannig komi fram í skýrslu framkvæmdastjórnar sambandsins vegna fyrrnefndra áforma að 45% af gasi sem notað hafi verið innan þess árið 2021, fyrir innrásina í Úkraínu, hafi komið frá Rússlandi en hlutfallið hafi enn verið 19% á síðasta ári. Tekizt hefði betur til við að draga úr innflutningi á rússneskri olíu. Hins vegar þyrfti einnig að draga úr því hversu háð Evrópusambandið væri innflutningi frá Rússlandi fyrir kjarnorkuiðnaðinn í ríkjum sambandsins. Þannig hefði rúmlega 14% af úraníum sem notað hefði verið innan Evrópusambandsins á síðasta ári hefði verið rússneskt. Þá segi í skýrslunni að með þessu hefði efnahagsöryggi sambandsins verið sett í hættu og stríðsrekstur Rússlands fjármagnaður. Forystumenn Evrópusambandsins hafa áður viðurkennt að sambandið og ríki þess hafi fjármagnað hernaðaruppbyggingu og stríðsrekstur Rússlands með umfangsmiklum kaupum á rússneskri orku undanfarin ár og áratugi og haldið því áfram í vaxandi mæli í kjölfar þess að rússnesk stjórnvöld innlimuðu Krímsskaga árið 2014 þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð í þeim efnum. Til stendur nú loks að skrúfa fyrir þá fjármögnun en eftir tæplega þrjú ár. Takist það á annað borð. Hitt er svo annað mál að ekki er í vitað í öllum tilfellum, einkum þegar gas er flutt inn til Evrópusambandsins í fljótandi formi, hvort það komi upprunalega frá Rússlandi. Þannig er vitað að rússneskt gas sem flutt er til Kína er síðan selt áfram út á alþjóðamarkaðinn sem þarlend framleiðsla. Hið sama hefur átt við um olíu. Þá má hafa í huga að þó dregið hafi úr umfangi innflutts rússnesks gass til ríkja sambandsins hefur þurfa að greiða mun meira fyrir það en áður. Með öðrum orðum hafa tekjurnar sem skilað hafa sér í ríkissjóð Rússlands ekki dregizt eins mikið saman og innflutningurinn á rússnesku gasi og olíu til Evrópusambandsins. Forystumenn sambandsins hafa viðurkennt að ríki þess hafi greitt meira til Rússlands fyrir orkuna en þau hafi styrkt Úkraínumenn. Margfalt meira ef teknar eru inn í myndina greiðslur ríkjanna fyrir rússneska orku árum saman áður en rússneski herinn réðist inn í Úkraínu fyrir þremur árum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun