Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 6. maí 2025 07:46 Nú stendur yfir umræða á Alþingi um breytingu á lögum um veiðigjöld en í þeirri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að veiðigjöld eru ekki refsing á útgerðarfyrirtæki. Veiðigjöld eru réttlát greiðsla fyrir afnot af auðlind sem tilheyrir þjóðinni allri. Veiðigjöldin eru hugsuð til að skapa sátt meðal almennings um kvótakerfið sem í eðli sínu takmarkar aðgang landsmanna að sameiginlegri auðlind okkar allra. Við vitum öll að það felast mikil verðmæti í veiðiheimildum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja enda hafa þau skapað gríðarleg verðmæti fyrir fyrirtækin og eigendur þeirra. Veiðigjöldin hafa það hlutverk að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomunni og skapa eins konar “win win” stöðu þar sem þjóðin og fyrirtækin njóta góðs af arðbærum veiðum við Íslandsstrendur. Núgildandi lög um veiðigjöld eru gölluð að því leyti að útgerðir sem eiga alla virðiskeðjuna í starfsemi sinni geta sjálfar ákveðið á hvaða verði þær selja vinnslum í eigin eigu fiskinn sem veiddur er. Veiðigjaldið leggst nefnilega einungis á aflann, og skiptin eru þannig að 33 prósent af hagnaði hans fer í veiðigjald en útgerðin heldur eftir 67 prósentum hagnaðarins. Leiðréttingin sem frumvarpið á að innleiða felur einfaldlega í sér að veiðigjaldið verði reiknað af raunverulegu verðmæti aflans en ekki því verði sem fyrirtækin ákveða sjálf í innri viðskiptum innan eigin samstæðu. Leiðréttingin felur ekki í sér að fyrirtækin þurfi að selja aflann á markaði eins og gert er í Noregi, og geta þau því áfram veitt og unnið fiskinn innan sömu samstæðu. Leiðréttingin felur einfaldlega í sér að markmið laganna um að þjóðin fái 33% hlutdeild af hagnaði aflans séu uppfyllt. Það þarf ekki að dvelja lengi í heitu pottum landsins eða við kaffivélarnar á vinnustöðum til að komast að þeirri niðurstöðu að þjóðin telur sig ekki vera að fá þá réttlátu hlutdeild sem henni ber. Sú afstaða kemur líka mjög skýrt fram í könnunum sem gerðar hafa verið en á síðustu árum hafa kannanir sýnt yfirgnæfandi stuðning þjóðarinnar við að útgerðarfyrirtækin greiði veiðigjald af raunverulegu markaðsverði aflans. Nýjustu kannanir sýna að sú skoðun nær þvert á kjördæmi og stuðningsmenn allra flokka á Alþingi. Sú leiðrétting sem ríkisstjórnin leggur til á Alþingi er lögð fram af stjórn flokka sem allir boðuðu breytingar á þessari gjaldtöku fyrir kosningar, hlutu yfirgnæfandi stuðning kjósenda til að hrinda þeim breytingum í framkvæmd, boðuðu það í stjórnarsáttmála og eru nú að standa við stóru orðin. Það er mikilvægt að samstaða er meðal þjóðarinnar í þessari vegferð. Við finnum það þegar við ferðumst um kjördæmin og við finnum það á spjalli við kjósendur hvert sem við förum. Það er löngu tímabært að finna sáttarflöt á því samfélagsmeini sem deilur um skiptingu á arðinum sem hlýst af nýtingu þjóðarauðlindar eru. Það er ábyrgðarhluti fyrir stjórnmálamenn sem starfa í þágu almennings að takast á við þá áskorun. Ég skora á fulltrúa allra flokka á Alþingi að koma með ríkisstjórninni í þá vegferð að skapa aukna sátt um sjávarútveginn á Íslandi. Með þessari leiðréttingu verður til réttlátt veiðigjald sem byggir á skynsemi, nýtur stuðnings þjóðarinnar og tryggir að arðurinn af sameiginlegri auðlind renni með sanngjörnum hætti til samfélagsins í heild. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir umræða á Alþingi um breytingu á lögum um veiðigjöld en í þeirri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að veiðigjöld eru ekki refsing á útgerðarfyrirtæki. Veiðigjöld eru réttlát greiðsla fyrir afnot af auðlind sem tilheyrir þjóðinni allri. Veiðigjöldin eru hugsuð til að skapa sátt meðal almennings um kvótakerfið sem í eðli sínu takmarkar aðgang landsmanna að sameiginlegri auðlind okkar allra. Við vitum öll að það felast mikil verðmæti í veiðiheimildum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja enda hafa þau skapað gríðarleg verðmæti fyrir fyrirtækin og eigendur þeirra. Veiðigjöldin hafa það hlutverk að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomunni og skapa eins konar “win win” stöðu þar sem þjóðin og fyrirtækin njóta góðs af arðbærum veiðum við Íslandsstrendur. Núgildandi lög um veiðigjöld eru gölluð að því leyti að útgerðir sem eiga alla virðiskeðjuna í starfsemi sinni geta sjálfar ákveðið á hvaða verði þær selja vinnslum í eigin eigu fiskinn sem veiddur er. Veiðigjaldið leggst nefnilega einungis á aflann, og skiptin eru þannig að 33 prósent af hagnaði hans fer í veiðigjald en útgerðin heldur eftir 67 prósentum hagnaðarins. Leiðréttingin sem frumvarpið á að innleiða felur einfaldlega í sér að veiðigjaldið verði reiknað af raunverulegu verðmæti aflans en ekki því verði sem fyrirtækin ákveða sjálf í innri viðskiptum innan eigin samstæðu. Leiðréttingin felur ekki í sér að fyrirtækin þurfi að selja aflann á markaði eins og gert er í Noregi, og geta þau því áfram veitt og unnið fiskinn innan sömu samstæðu. Leiðréttingin felur einfaldlega í sér að markmið laganna um að þjóðin fái 33% hlutdeild af hagnaði aflans séu uppfyllt. Það þarf ekki að dvelja lengi í heitu pottum landsins eða við kaffivélarnar á vinnustöðum til að komast að þeirri niðurstöðu að þjóðin telur sig ekki vera að fá þá réttlátu hlutdeild sem henni ber. Sú afstaða kemur líka mjög skýrt fram í könnunum sem gerðar hafa verið en á síðustu árum hafa kannanir sýnt yfirgnæfandi stuðning þjóðarinnar við að útgerðarfyrirtækin greiði veiðigjald af raunverulegu markaðsverði aflans. Nýjustu kannanir sýna að sú skoðun nær þvert á kjördæmi og stuðningsmenn allra flokka á Alþingi. Sú leiðrétting sem ríkisstjórnin leggur til á Alþingi er lögð fram af stjórn flokka sem allir boðuðu breytingar á þessari gjaldtöku fyrir kosningar, hlutu yfirgnæfandi stuðning kjósenda til að hrinda þeim breytingum í framkvæmd, boðuðu það í stjórnarsáttmála og eru nú að standa við stóru orðin. Það er mikilvægt að samstaða er meðal þjóðarinnar í þessari vegferð. Við finnum það þegar við ferðumst um kjördæmin og við finnum það á spjalli við kjósendur hvert sem við förum. Það er löngu tímabært að finna sáttarflöt á því samfélagsmeini sem deilur um skiptingu á arðinum sem hlýst af nýtingu þjóðarauðlindar eru. Það er ábyrgðarhluti fyrir stjórnmálamenn sem starfa í þágu almennings að takast á við þá áskorun. Ég skora á fulltrúa allra flokka á Alþingi að koma með ríkisstjórninni í þá vegferð að skapa aukna sátt um sjávarútveginn á Íslandi. Með þessari leiðréttingu verður til réttlátt veiðigjald sem byggir á skynsemi, nýtur stuðnings þjóðarinnar og tryggir að arðurinn af sameiginlegri auðlind renni með sanngjörnum hætti til samfélagsins í heild. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun