Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar 4. maí 2025 10:33 Þegar þau okkar sem eftir lifa árið 2045 horfa til baka mun fólk sjá að ástand þessara daga var dýrkeypt flensuskot hjá tegundinni. Ónæmiskerfi þjóðanna lamaðist og lá niðri um skeið svo freki kallinn hélt í alvöru að hann hefði endurheimt sviðið með viðeigandi morðæði og hrottaskap. Í baksýnisspegli tímans munum við skilja að þessi víkjandi hegðun fjöldans var ekki skortur á siðferði. Við hikuðum vegna skjálfta sem fór um þjóðirnar af miklu dýpi. Það var ekki sprengjugnýr stórvelda eða grimmdaræði ofríkismanna sem lamaði okkur heldur glímuskjálfti mannsandans frammi fyrir hinu stóra verkefni sem ekki verður umflúið; að viðurkenna eigið samhengi og bregðast við tveimur megin staðreyndum: Mannkyn er aðili að stórkostlegu undri – lífinu sjálfu. Lífkerfið sem við erum þátttakendur í þarf þó ekkert á mannkyni að halda og mun eyða okkur ásamt börnum okkar nema við endurnýjum eigið hugarfar. Við höfum hingað til litið á jörðina og önnur lífsform sem hráefni en hvert annað sem keppinauta. Þessu munum við þurfa að breyta. Ég nefni fjögur verkefni: Við munum þurfa að trúa á samráð umfram yfirráð. Við munum þurfa að læra að halda hvert öðru ábyrgu með virðingu og skilningi en styðjast við refsingar sem neyðarrúræði. Við munum þurfa að sjá og viðurkenna almannahag en hafna sérhagsmunagæslu á kostnað manns og náttúru. Við munum þurfa að skilgreina allt fólk sem samstarfsaðila í lífsbaráttunni fremur en keppinauta. Hugarfarið sem jaðarsetur fólk og náttúru er eitt og sama hugarfarið. Því er tómt mál að tala um frið í veröldinni nema ávarpa fátæktina og vistkerfisvandann í sama orði. Við erum öll hugsandi og ábyrgar verur. Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Þegar þau okkar sem eftir lifa árið 2045 horfa til baka mun fólk sjá að ástand þessara daga var dýrkeypt flensuskot hjá tegundinni. Ónæmiskerfi þjóðanna lamaðist og lá niðri um skeið svo freki kallinn hélt í alvöru að hann hefði endurheimt sviðið með viðeigandi morðæði og hrottaskap. Í baksýnisspegli tímans munum við skilja að þessi víkjandi hegðun fjöldans var ekki skortur á siðferði. Við hikuðum vegna skjálfta sem fór um þjóðirnar af miklu dýpi. Það var ekki sprengjugnýr stórvelda eða grimmdaræði ofríkismanna sem lamaði okkur heldur glímuskjálfti mannsandans frammi fyrir hinu stóra verkefni sem ekki verður umflúið; að viðurkenna eigið samhengi og bregðast við tveimur megin staðreyndum: Mannkyn er aðili að stórkostlegu undri – lífinu sjálfu. Lífkerfið sem við erum þátttakendur í þarf þó ekkert á mannkyni að halda og mun eyða okkur ásamt börnum okkar nema við endurnýjum eigið hugarfar. Við höfum hingað til litið á jörðina og önnur lífsform sem hráefni en hvert annað sem keppinauta. Þessu munum við þurfa að breyta. Ég nefni fjögur verkefni: Við munum þurfa að trúa á samráð umfram yfirráð. Við munum þurfa að læra að halda hvert öðru ábyrgu með virðingu og skilningi en styðjast við refsingar sem neyðarrúræði. Við munum þurfa að sjá og viðurkenna almannahag en hafna sérhagsmunagæslu á kostnað manns og náttúru. Við munum þurfa að skilgreina allt fólk sem samstarfsaðila í lífsbaráttunni fremur en keppinauta. Hugarfarið sem jaðarsetur fólk og náttúru er eitt og sama hugarfarið. Því er tómt mál að tala um frið í veröldinni nema ávarpa fátæktina og vistkerfisvandann í sama orði. Við erum öll hugsandi og ábyrgar verur. Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar