Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar 2. maí 2025 07:01 Hver er efnahagslegur ávinningur af fjórfrelsi EES samningsins fyrir Ísland? Mikið er talað um hið svonefnda fjórfrelsi samningsins. Frjálsir vöruflutningar (viðskipti), frjálsir fólksflutninga, frjálst flæði fjármagns og frjáls þjónustu. Skoðum hver er ávinningur útflutninggreina inn á ESB svæðið. Tvær skýrslum liggja fyrir. Hagfræðistofnun HÍ. vann skýrslu að beiðni Utanríkisráðuneytisins sem kom út í jan. 2018 og bar heitið “Áhrif samningsins um Evrópskt efnahagssvæði á íslenskt efnahagslíf. “og önnur skýrsla öllu ýtarlegri í máli en ekki í innihaldi kom út 2019 sem nefndist; „Skýrsla starfshóps um EES samstarfið.“ Ávinningur útflutnings Íslands af EES. Sjávarútvegur Viðskipti Íslands og ESB byggja að mestu leyti á tvíhliða fríverslunarsamningi frá 1972 og EES samningnum frá 1994. EES-samningurinn nær að forminu til ekki til sjávarútvegsmála, en fjallað er um viðskipti með sjávarafurðir í bókun 9 við samninginn. Þar eru ákvæði um afnám og lækkun tolla af sjávarafurðum Íslendinga til ESB. Enn er lagður á tollur á ýmsar tegundir sjávarafurða sem hafa áhrif á viðskipti. Fiskafurðir sem bera enn fullan toll eru lax, síld, makríll, rækja, hörpudiskur og humar, afurðir sem eru í samkeppni við lönd ESB. Niðurstaðan skýrslnanna er að ávinning íslensks sjávarútvegs af EES samningnum er sláandi mjög lítill umfram það sem Ísland hafði fyrir samkvæmt tvíhliða fríverslunarsamningi frá 1972 sem enn er í gildi. HHÍ skýrslan sagði m.a; „ Færa má rök að því að fyrst eftir að samningurinn gekk í gildi hafi ávinningur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af honum að hámarki um 3% af verðmæti þess sjávarfangs sem Íslendingar fluttu til Evrópubandalagslanda.“ Skýrsla Starfshópsins 2019 tók þessa niðurstöðu beint inn í sinn kafla og bæti við: „Á undanförnum árum hefur ESB gert fríverslunarsamninga við Kanadamenn og Japani sem hafa að geyma hagstæðari tolla á sjávarafurðum en er að finna í samningnum við Íslendinga.„ Samkvæmt samantekt frá Sendiráði Íslands í Brussel eru 70% af fiskútflutningi til ESB, á verðmætagrundvelli, tollfrjáls,“, meira er það nú ekki Frá þessum tíma hefur útfluttur makríll og lax aukist verulega sem bera toll og því hafa tollgreiðslur inn á EES aukist verulega og má segja að EES samningurinn hafi ekki veitt útflutningi sjávarafurða neinn ávinningumfram tvíhliðasamninginn við EB frá 1972. Staðan er nú eftir rúm 30 ár í EES að nýtur Ísland ekki enn fullt tollfrelsis fyrir sjávarafurðir og samningur ESB við Kanada og Japan er hagstæðari fyrir sjávarafurðir en Ísland hefur í EES,-og ekki þurfa þessi lönd að taka upp ESB tilskipanir í sína lagabálka því tvíhliða samningarnir fela ekki í sér sameiginlegar stofnanir eða yfirþjóðlegt vald. Eftir útgöngu Breta úr ESB hefur Ísland náð betri samningum inn á Bretland en hafði fyrir. Iðnaðarvörur. Fjárhagslegur ávinningur Iðnaðarútflutnings af EES samningnum umfram eldri fríverslunarsamningi um iðnaðarvöruútflutning er enginn, því alla tolla var búið að fella niður af iðnaðarvörum í tvíhliða samningnum 1972 sem enn er í gildi. Um ávinning af útfluttum Iðnaðarvörum segir í skýrslu HHÍ: „ Megináhrif samnings um Evrópskt efnahagssvæði á viðskipti með iðnvarning felast að líkindum í samræmingu reglna og afnámi tæknilegra viðskiptahindrana.“Í skýrslu Samstarfshópsins 2019 segir: „Full tollfríðindi í viðskiptum með iðnaðarvörur fólust í fríverslunarsamningi Íslands og EBE frá árinu 1972. Með EES-samningnum voru þessi tollfríðindi staðfest.“ Frjálsu flæði fólksflutninga, fjármagns og þjónustu Um ávinning samningsins af frjálsu flæði fjármagns, fólksflutningum og þjónustu er fjallað almennum orðum í skýrslunum, en ekki er að sjá að samningurinn gefi Íslandi eitthvað sérstakt forskot umfram önnur lönd utan ESB. Þróunin í alþjóðaviðskiptum er almennt orðin opnari á þessum sviðum hvar sem er í heiminum.Oft er rætt um að samningurinn veiti aðgang að styrkjakerfi ESB til rannsókna hverskonar, en þá gleymist að geta þess að kostnaður sem samningnum fylgir er margfalt meiri en ávinningurinn á heildina litið. Niðurstaða. Fagurgalar um EES samninginn, eins og að hafa “aðgang að öllum innri markaði ESB“ er fallinn sem sést best af því að viðskiptalönd utan ESB/EES eru orðin betri en Ísland hefur. Segja á EES samningnum upp og hefja fríverslunarviðræður um samning sem er laus við lagatilskipanir ESB . Samningurinn um EES er ekki viðskiptasamningur. Hann var og er samningur um aðlögun að ESB sem ekki yrði til bóta. Höfundur er formaður samtakanna Frjálst land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Hver er efnahagslegur ávinningur af fjórfrelsi EES samningsins fyrir Ísland? Mikið er talað um hið svonefnda fjórfrelsi samningsins. Frjálsir vöruflutningar (viðskipti), frjálsir fólksflutninga, frjálst flæði fjármagns og frjáls þjónustu. Skoðum hver er ávinningur útflutninggreina inn á ESB svæðið. Tvær skýrslum liggja fyrir. Hagfræðistofnun HÍ. vann skýrslu að beiðni Utanríkisráðuneytisins sem kom út í jan. 2018 og bar heitið “Áhrif samningsins um Evrópskt efnahagssvæði á íslenskt efnahagslíf. “og önnur skýrsla öllu ýtarlegri í máli en ekki í innihaldi kom út 2019 sem nefndist; „Skýrsla starfshóps um EES samstarfið.“ Ávinningur útflutnings Íslands af EES. Sjávarútvegur Viðskipti Íslands og ESB byggja að mestu leyti á tvíhliða fríverslunarsamningi frá 1972 og EES samningnum frá 1994. EES-samningurinn nær að forminu til ekki til sjávarútvegsmála, en fjallað er um viðskipti með sjávarafurðir í bókun 9 við samninginn. Þar eru ákvæði um afnám og lækkun tolla af sjávarafurðum Íslendinga til ESB. Enn er lagður á tollur á ýmsar tegundir sjávarafurða sem hafa áhrif á viðskipti. Fiskafurðir sem bera enn fullan toll eru lax, síld, makríll, rækja, hörpudiskur og humar, afurðir sem eru í samkeppni við lönd ESB. Niðurstaðan skýrslnanna er að ávinning íslensks sjávarútvegs af EES samningnum er sláandi mjög lítill umfram það sem Ísland hafði fyrir samkvæmt tvíhliða fríverslunarsamningi frá 1972 sem enn er í gildi. HHÍ skýrslan sagði m.a; „ Færa má rök að því að fyrst eftir að samningurinn gekk í gildi hafi ávinningur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af honum að hámarki um 3% af verðmæti þess sjávarfangs sem Íslendingar fluttu til Evrópubandalagslanda.“ Skýrsla Starfshópsins 2019 tók þessa niðurstöðu beint inn í sinn kafla og bæti við: „Á undanförnum árum hefur ESB gert fríverslunarsamninga við Kanadamenn og Japani sem hafa að geyma hagstæðari tolla á sjávarafurðum en er að finna í samningnum við Íslendinga.„ Samkvæmt samantekt frá Sendiráði Íslands í Brussel eru 70% af fiskútflutningi til ESB, á verðmætagrundvelli, tollfrjáls,“, meira er það nú ekki Frá þessum tíma hefur útfluttur makríll og lax aukist verulega sem bera toll og því hafa tollgreiðslur inn á EES aukist verulega og má segja að EES samningurinn hafi ekki veitt útflutningi sjávarafurða neinn ávinningumfram tvíhliðasamninginn við EB frá 1972. Staðan er nú eftir rúm 30 ár í EES að nýtur Ísland ekki enn fullt tollfrelsis fyrir sjávarafurðir og samningur ESB við Kanada og Japan er hagstæðari fyrir sjávarafurðir en Ísland hefur í EES,-og ekki þurfa þessi lönd að taka upp ESB tilskipanir í sína lagabálka því tvíhliða samningarnir fela ekki í sér sameiginlegar stofnanir eða yfirþjóðlegt vald. Eftir útgöngu Breta úr ESB hefur Ísland náð betri samningum inn á Bretland en hafði fyrir. Iðnaðarvörur. Fjárhagslegur ávinningur Iðnaðarútflutnings af EES samningnum umfram eldri fríverslunarsamningi um iðnaðarvöruútflutning er enginn, því alla tolla var búið að fella niður af iðnaðarvörum í tvíhliða samningnum 1972 sem enn er í gildi. Um ávinning af útfluttum Iðnaðarvörum segir í skýrslu HHÍ: „ Megináhrif samnings um Evrópskt efnahagssvæði á viðskipti með iðnvarning felast að líkindum í samræmingu reglna og afnámi tæknilegra viðskiptahindrana.“Í skýrslu Samstarfshópsins 2019 segir: „Full tollfríðindi í viðskiptum með iðnaðarvörur fólust í fríverslunarsamningi Íslands og EBE frá árinu 1972. Með EES-samningnum voru þessi tollfríðindi staðfest.“ Frjálsu flæði fólksflutninga, fjármagns og þjónustu Um ávinning samningsins af frjálsu flæði fjármagns, fólksflutningum og þjónustu er fjallað almennum orðum í skýrslunum, en ekki er að sjá að samningurinn gefi Íslandi eitthvað sérstakt forskot umfram önnur lönd utan ESB. Þróunin í alþjóðaviðskiptum er almennt orðin opnari á þessum sviðum hvar sem er í heiminum.Oft er rætt um að samningurinn veiti aðgang að styrkjakerfi ESB til rannsókna hverskonar, en þá gleymist að geta þess að kostnaður sem samningnum fylgir er margfalt meiri en ávinningurinn á heildina litið. Niðurstaða. Fagurgalar um EES samninginn, eins og að hafa “aðgang að öllum innri markaði ESB“ er fallinn sem sést best af því að viðskiptalönd utan ESB/EES eru orðin betri en Ísland hefur. Segja á EES samningnum upp og hefja fríverslunarviðræður um samning sem er laus við lagatilskipanir ESB . Samningurinn um EES er ekki viðskiptasamningur. Hann var og er samningur um aðlögun að ESB sem ekki yrði til bóta. Höfundur er formaður samtakanna Frjálst land.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun