Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar 1. maí 2025 12:02 Í íslensku samfélagi byrja nær öll samtöl á milli fólks sem er að kynnast á því að spyrja hvað viðkomandi sé að gera eða við hvað hann vinni, það gerist oft áður en spurt er til nafns. Íslenskt samfélag er mjög vinnumiðað og Íslendingar verja margir bróðurparti dagsins í vinnunni. En er vinnumarkaðurinn aðgengilegur? Ég verð því miður að færa ykkur þær fréttir að hann er það ekki í augnablikinu. Það er mjög erfitt fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi, þá sérstaklega ungt fatlað fólk. Fatlað fólk segir helst ekki frá fötlun sinni á umsókninni því þá fær það ekki einu sinni viðtal, þrátt fyrir að vera hæfur kandidat. Effólk fær viðtal og hefur sleppt því að segja frá fötluninni í umsókninni þá eru dæmi um að sá sem tekur viðtalið kvarti yfir því að umsækjandi hafi ekki sagt frá fötluninni og viðtalið snúist meira og minna um fötlunina, þó að hún skipti engu máli í tengslum við starfið sjálft. „Það eru sko stigar hérna“, „þarftu ekki að fara oft í sjúkraþjálfun“ og svo má lengi telja. Það er vandlifað á þessu landi en nú er heldur betur bjart framundan! ÖBÍ réttindsamtök fengu kynningu fyrir tveimur árum á verkefni sem Sameinuðu þjóðirnar leiða sem nefnist United Nations Disability Inclusion Strategy (UNDIS). UNDIS er verkferill sem segir til um það hvernig er hægt að aðlaga vinnustaði þannig að þeir séu aðgengilegir og inngildandi fyrir fatlað fólk. ÖBÍ hefur verið í samstarfi við Vinnumálastofnun varðandi innleiðingu UNDIS á Íslandi og hefur verkferillinn verið íslenskaður og fengið þetta fallega nafn Unndís. Unndís er leiðarstefið í mikilvægri vinnu í tengslum við nýtt örorkulífeyriskerfi þar sem allir sem vilja eiga að fá störf við hæfi. Ég er rosalega spenntur fyrir breytingunum og er bjartsýnn á að þær takist vel, öllum til heilla. Það er mikilvægt að gefa öllum sem vilja tækifæri á því að taka þátt á vinnumarkaði, með viðeigandi aðlögun og stuðningi ef það á við en það er mikilvægt að muna að það gildir ekki það sama um allt fatlað fólk. Fatlað fólk er eins mismunandi og við erum mörg, rétt eins og á við um alla, en það sem við eigum þó öll sameiginlegt er að við viljum fá að taka þátt í samfélaginu. Því að þátttaka á öllum sviðum samfélagsins er möguleg og brýn. Kæru samlandar, til hamingju með baráttudag verkalýðsins! Hjálpumst að við að gera vinnumarkaðinn aðgengilegan og inngildandi öllum sem vilja, samfélaginu til hagsbóta. Höfundur er formaður UngÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í íslensku samfélagi byrja nær öll samtöl á milli fólks sem er að kynnast á því að spyrja hvað viðkomandi sé að gera eða við hvað hann vinni, það gerist oft áður en spurt er til nafns. Íslenskt samfélag er mjög vinnumiðað og Íslendingar verja margir bróðurparti dagsins í vinnunni. En er vinnumarkaðurinn aðgengilegur? Ég verð því miður að færa ykkur þær fréttir að hann er það ekki í augnablikinu. Það er mjög erfitt fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi, þá sérstaklega ungt fatlað fólk. Fatlað fólk segir helst ekki frá fötlun sinni á umsókninni því þá fær það ekki einu sinni viðtal, þrátt fyrir að vera hæfur kandidat. Effólk fær viðtal og hefur sleppt því að segja frá fötluninni í umsókninni þá eru dæmi um að sá sem tekur viðtalið kvarti yfir því að umsækjandi hafi ekki sagt frá fötluninni og viðtalið snúist meira og minna um fötlunina, þó að hún skipti engu máli í tengslum við starfið sjálft. „Það eru sko stigar hérna“, „þarftu ekki að fara oft í sjúkraþjálfun“ og svo má lengi telja. Það er vandlifað á þessu landi en nú er heldur betur bjart framundan! ÖBÍ réttindsamtök fengu kynningu fyrir tveimur árum á verkefni sem Sameinuðu þjóðirnar leiða sem nefnist United Nations Disability Inclusion Strategy (UNDIS). UNDIS er verkferill sem segir til um það hvernig er hægt að aðlaga vinnustaði þannig að þeir séu aðgengilegir og inngildandi fyrir fatlað fólk. ÖBÍ hefur verið í samstarfi við Vinnumálastofnun varðandi innleiðingu UNDIS á Íslandi og hefur verkferillinn verið íslenskaður og fengið þetta fallega nafn Unndís. Unndís er leiðarstefið í mikilvægri vinnu í tengslum við nýtt örorkulífeyriskerfi þar sem allir sem vilja eiga að fá störf við hæfi. Ég er rosalega spenntur fyrir breytingunum og er bjartsýnn á að þær takist vel, öllum til heilla. Það er mikilvægt að gefa öllum sem vilja tækifæri á því að taka þátt á vinnumarkaði, með viðeigandi aðlögun og stuðningi ef það á við en það er mikilvægt að muna að það gildir ekki það sama um allt fatlað fólk. Fatlað fólk er eins mismunandi og við erum mörg, rétt eins og á við um alla, en það sem við eigum þó öll sameiginlegt er að við viljum fá að taka þátt í samfélaginu. Því að þátttaka á öllum sviðum samfélagsins er möguleg og brýn. Kæru samlandar, til hamingju með baráttudag verkalýðsins! Hjálpumst að við að gera vinnumarkaðinn aðgengilegan og inngildandi öllum sem vilja, samfélaginu til hagsbóta. Höfundur er formaður UngÖBÍ.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar