30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. apríl 2025 06:02 Flestir hafa heyrt af blóðmerahaldi eða séð myndir af þeirri hörmung, sem það er, í sjónvarpi. - Fæstir vita, að það eru eiðsvarðir dýralæknar, sem hafa heitið að verja, vernda og lækna dýrin, tryggja velferð þeirra í hvívetna, sem framkvæma blóðtökuna og bera þar með ábyrgð á þessari hörmulegu starfsemi, fyrir mér dýraníði, sem aðeins virðist vera leyfð á Íslandi í allri Evrópu. Varla rjúfa menn eið fyrirf skiptimynt Án þeirra dýralækna, sem þessa blóðtöku stunda, gæti blóðmerahaldið ekki þrifist. Auðvitað fá þeir þóknun fyrir, væntanlega ríflega. Varla rjúfa menn eið fyrir skiptimynt. Þessi starfsemi er, eins og mörg önnur óðija, knúin áfram af peningum. Miklum peningum. Nóg til að skuggi megi falla á eið eða hann gleymast. 4088 merar í blóðgjafarnauðung – 4088 folöld í kjöthakk 25.000 svona blótökur voru framkvæmdar á 4088 hryssum, sem voru neyddar til að eignast folald - þær verða að vera fylfullar, til að blóðið henti - og voru mjólkandi með folald fyrir, 2023. Þessi blessuðu folöld voru í raun ”aukaafurð”, sem flest fóru beint í sláturhús um haustið. Beint í hakk. Ekki góð býti það og skammgóður lífdagi fyrir blessuð folöldin. Einu lifandi, fallegu og gerðarlegu dýri má auðvitað fórna, býtta út, ekkert mál, fyrir 7-8 lítra af dýrmætu blóði. Á við 30 silfurpeninga, eða meira? Ætla má, að dýralæknar hafi fengið tugi milljóna fyrir þessi viðvik, sem fremur verða að flokkast undir meiðingar og andlegt og líkamlegt ofbeldi gagnvart dýrunum, fyrir undirrituðum dýraníð, heldur en vernd, hvað þá lækningu, af einhverju tagi. - Það tekur 15 mínútur að tappa 7-8 lítrum af blóði af meri. Við bætist rekstur í blótökubás, negling dýrsins í blótökubás með stöngum og reipum, undirbúningur og frágangur. Varla kemst dýralæknir því yfir meira en 2-3 blóðtökur á klukkutímann. Sé reiknað með þremur og því, að dýralæknir taki 10.000 kr. á tímann, fær hann 3.300 kr. fyrir hverja blóðtöku. Sé þetta rétt - þetta er bara mín ágizkun - þetta gæti verið minna, en líka meira, þá hafa þeir dýralæknar, sem blóðtöku stunda, fengið 82.500.000 kr. fyrir sínar blóðtökur 2023! 30 silfurpeningar? Fyrir undirrituðum, já. Rifjum upp, hvað blóðmerahaldið er? Það byggist á því, að blóði er tappað af fylfullum merum, sem líka eru mjólkandi og með folaldi, 5 lítrum í senn, 7-8 sinnum hvert haust. Hver einstök blóðtaka jafngildir tæplega 20% af heildarblóðmagni hryssunnar! Vikulega! - Flestar merarnar eru ótamdar, villtar, og þarf oft að reka þær með valdi, jafnvel beita þær meiðingum og ofbeldi, til að koma þeim í blóðtökubás og njörva þær þar fastar. Dugar þá oft ekki minna en barsmiðar, högg og spörk, og er oft gripið til priks eða stangar, líka reipa, ef meri er stygg, hrædd eða fælin. - Eru þeir áverkar, sem dýrunum eru veittir við blóðtöku, vikulega í 2 mánuði, með hálfs sentímetra breiðri blóðtökunál, sem rekin er í gegnum margfalda húð og svo ínn í slagæð dýrisins, og haldið þar með valdi í minnst 15 mínútur, ótaldir. Skyldur og heit dýralækna Margir hafa heyrt um læknaeiðinn, sem gengur út á skyldur lækna gagnvart sjúklingum sínum, mannfólkinu, um að sinna þeim, heilsu þeirra og velferð, öryggi og vellíðan, á allan þann hátt, eftir því sem þekking þeirra, færni og kunnátta leyfir. - Ég hygg, hins vegar, að færri hugsi mikið um skyldur dýralækna gagnvart dýrunum og réttindum dýranna til skjóls, verndar og lækninga af hálfu dýralækna. - Flestir dýralæknar sverja, með hlistæðum hætti og læknar gagnvart fólki, að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að forða sínum skjólstæðingum, dýrunum, frá vanlíðan og þjáningu, ógn og ótta, svo og að lækna þau, tryggja vellíðan þeirra, öryggi og velfarnað, eftir fremsta megni. EES-starfseiður dýralækna Starfseiður dýralækna skv. EES-reglugerðinni hljóðar ca. svona: ”Ég sver hátíðlega að nota vísindalega þekkingu mína og færni í þágu dýraheilbrigðis og dýravelferðar, til að koma í veg fyrir og lina þjáningar dýranna, til verndunar þeirrar auðlindar, sem dýrin eru, og eflingu lýðheilsu. Ég mun stunda starf mitt af samviskusemi og með reisn í samræmi við siðareglur dýralækna. Ég mun leitast við að bæta hæfni mína og halda uppi heilindum og virðingu dýralæknastéttarinnar. Ég samþykki og staðfesti skyldur mínar við dýrin, svo og skjólstæðinga og samstarfsmenn og mun ég ekki leyfa faglegum eða persónulegum hagsmunum að hafa áhrif á eða rýra skyldur mínar.“ Siðareglur Dýralæknafélags Íslands Þá er vert að líta á helztu punktana varðandi vernd og velferð dýranna í siðareglum, Codex Ethicus, Dýralæknafélags Íslands: „1. Dýralæknir skal hafa vakandi auga með því, að farið sé vel með öll dýr, þau séu ekki hrekkt, meidd eða kröftum þeirra og þoli ofboðið. Hann skal beita sér fyrir því, að í aðbúnaði húsdýra sé tekið tillit til þekkingar um náttúrulegt atferli dýranna, er tryggi þeim góða vist. Dýralæknir skal gæta þess, að ekki sé gengið svo nærri getu dýra að heilsa þeirra skerðist. Sjálfur skal dýralæknir vera til fyrirmyndar í umgengni við dýr. 2.Dýralæknir skal skal einungis framkvæma þær læknisaðgerðir (LÆKNISAÐGERÐI!), sem réttmætar teljast og eru í samræmi við viðurkenndar starfsaðferðir dýralækna. 4.Við tilraunir skal dýralæknir ávallt gæta velferðar dýra og forðast að valda þeim sársauka eða ótta. 10.Dýralæknir skal leitast við að mynda sér ígrundaða skoðun á stöðu og rétti allra dýra á hverjum tíma í lífríkinu. Hann skal eftir fremsta megni leiðbeina almenningi, félagasamtökum og löggjafanum um meðferð og aðbúnað dýra þannig að velferð þeirra sé tryggð“. Fyrir undirrituðum stenzt það engan veginn, að dýralæknir, sem hefur svarið EES-starfseiðinn, eða lofað hefur að fylgja siðareglum Dýralæknafélags Íslands, framkvæmi blóðtöku af ótömdum, fylfullum og mjólkandi merum, með þeim hætti, sem raun ber vitni. Ég vil skora á þá dýralækna, sem hafa staðið að og í raun stýrt blóðmerahaldinu, gert það mögulegt, að láta af þeirri óiðju. Þvo blóðugar hendur sínar af þessu vonda verki. Jafnframt skora ég á stjórn Dýralæknafélags Íslands, að víkja þeim dýralæknum, sem halda áfram að tryggja blóðmerahaldi framgang, úr félaginu, enda eru þeir væntanlega í miklum minnihluta. Höfundur er stofnandi Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfsvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Blóðmerahald Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Flestir hafa heyrt af blóðmerahaldi eða séð myndir af þeirri hörmung, sem það er, í sjónvarpi. - Fæstir vita, að það eru eiðsvarðir dýralæknar, sem hafa heitið að verja, vernda og lækna dýrin, tryggja velferð þeirra í hvívetna, sem framkvæma blóðtökuna og bera þar með ábyrgð á þessari hörmulegu starfsemi, fyrir mér dýraníði, sem aðeins virðist vera leyfð á Íslandi í allri Evrópu. Varla rjúfa menn eið fyrirf skiptimynt Án þeirra dýralækna, sem þessa blóðtöku stunda, gæti blóðmerahaldið ekki þrifist. Auðvitað fá þeir þóknun fyrir, væntanlega ríflega. Varla rjúfa menn eið fyrir skiptimynt. Þessi starfsemi er, eins og mörg önnur óðija, knúin áfram af peningum. Miklum peningum. Nóg til að skuggi megi falla á eið eða hann gleymast. 4088 merar í blóðgjafarnauðung – 4088 folöld í kjöthakk 25.000 svona blótökur voru framkvæmdar á 4088 hryssum, sem voru neyddar til að eignast folald - þær verða að vera fylfullar, til að blóðið henti - og voru mjólkandi með folald fyrir, 2023. Þessi blessuðu folöld voru í raun ”aukaafurð”, sem flest fóru beint í sláturhús um haustið. Beint í hakk. Ekki góð býti það og skammgóður lífdagi fyrir blessuð folöldin. Einu lifandi, fallegu og gerðarlegu dýri má auðvitað fórna, býtta út, ekkert mál, fyrir 7-8 lítra af dýrmætu blóði. Á við 30 silfurpeninga, eða meira? Ætla má, að dýralæknar hafi fengið tugi milljóna fyrir þessi viðvik, sem fremur verða að flokkast undir meiðingar og andlegt og líkamlegt ofbeldi gagnvart dýrunum, fyrir undirrituðum dýraníð, heldur en vernd, hvað þá lækningu, af einhverju tagi. - Það tekur 15 mínútur að tappa 7-8 lítrum af blóði af meri. Við bætist rekstur í blótökubás, negling dýrsins í blótökubás með stöngum og reipum, undirbúningur og frágangur. Varla kemst dýralæknir því yfir meira en 2-3 blóðtökur á klukkutímann. Sé reiknað með þremur og því, að dýralæknir taki 10.000 kr. á tímann, fær hann 3.300 kr. fyrir hverja blóðtöku. Sé þetta rétt - þetta er bara mín ágizkun - þetta gæti verið minna, en líka meira, þá hafa þeir dýralæknar, sem blóðtöku stunda, fengið 82.500.000 kr. fyrir sínar blóðtökur 2023! 30 silfurpeningar? Fyrir undirrituðum, já. Rifjum upp, hvað blóðmerahaldið er? Það byggist á því, að blóði er tappað af fylfullum merum, sem líka eru mjólkandi og með folaldi, 5 lítrum í senn, 7-8 sinnum hvert haust. Hver einstök blóðtaka jafngildir tæplega 20% af heildarblóðmagni hryssunnar! Vikulega! - Flestar merarnar eru ótamdar, villtar, og þarf oft að reka þær með valdi, jafnvel beita þær meiðingum og ofbeldi, til að koma þeim í blóðtökubás og njörva þær þar fastar. Dugar þá oft ekki minna en barsmiðar, högg og spörk, og er oft gripið til priks eða stangar, líka reipa, ef meri er stygg, hrædd eða fælin. - Eru þeir áverkar, sem dýrunum eru veittir við blóðtöku, vikulega í 2 mánuði, með hálfs sentímetra breiðri blóðtökunál, sem rekin er í gegnum margfalda húð og svo ínn í slagæð dýrisins, og haldið þar með valdi í minnst 15 mínútur, ótaldir. Skyldur og heit dýralækna Margir hafa heyrt um læknaeiðinn, sem gengur út á skyldur lækna gagnvart sjúklingum sínum, mannfólkinu, um að sinna þeim, heilsu þeirra og velferð, öryggi og vellíðan, á allan þann hátt, eftir því sem þekking þeirra, færni og kunnátta leyfir. - Ég hygg, hins vegar, að færri hugsi mikið um skyldur dýralækna gagnvart dýrunum og réttindum dýranna til skjóls, verndar og lækninga af hálfu dýralækna. - Flestir dýralæknar sverja, með hlistæðum hætti og læknar gagnvart fólki, að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að forða sínum skjólstæðingum, dýrunum, frá vanlíðan og þjáningu, ógn og ótta, svo og að lækna þau, tryggja vellíðan þeirra, öryggi og velfarnað, eftir fremsta megni. EES-starfseiður dýralækna Starfseiður dýralækna skv. EES-reglugerðinni hljóðar ca. svona: ”Ég sver hátíðlega að nota vísindalega þekkingu mína og færni í þágu dýraheilbrigðis og dýravelferðar, til að koma í veg fyrir og lina þjáningar dýranna, til verndunar þeirrar auðlindar, sem dýrin eru, og eflingu lýðheilsu. Ég mun stunda starf mitt af samviskusemi og með reisn í samræmi við siðareglur dýralækna. Ég mun leitast við að bæta hæfni mína og halda uppi heilindum og virðingu dýralæknastéttarinnar. Ég samþykki og staðfesti skyldur mínar við dýrin, svo og skjólstæðinga og samstarfsmenn og mun ég ekki leyfa faglegum eða persónulegum hagsmunum að hafa áhrif á eða rýra skyldur mínar.“ Siðareglur Dýralæknafélags Íslands Þá er vert að líta á helztu punktana varðandi vernd og velferð dýranna í siðareglum, Codex Ethicus, Dýralæknafélags Íslands: „1. Dýralæknir skal hafa vakandi auga með því, að farið sé vel með öll dýr, þau séu ekki hrekkt, meidd eða kröftum þeirra og þoli ofboðið. Hann skal beita sér fyrir því, að í aðbúnaði húsdýra sé tekið tillit til þekkingar um náttúrulegt atferli dýranna, er tryggi þeim góða vist. Dýralæknir skal gæta þess, að ekki sé gengið svo nærri getu dýra að heilsa þeirra skerðist. Sjálfur skal dýralæknir vera til fyrirmyndar í umgengni við dýr. 2.Dýralæknir skal skal einungis framkvæma þær læknisaðgerðir (LÆKNISAÐGERÐI!), sem réttmætar teljast og eru í samræmi við viðurkenndar starfsaðferðir dýralækna. 4.Við tilraunir skal dýralæknir ávallt gæta velferðar dýra og forðast að valda þeim sársauka eða ótta. 10.Dýralæknir skal leitast við að mynda sér ígrundaða skoðun á stöðu og rétti allra dýra á hverjum tíma í lífríkinu. Hann skal eftir fremsta megni leiðbeina almenningi, félagasamtökum og löggjafanum um meðferð og aðbúnað dýra þannig að velferð þeirra sé tryggð“. Fyrir undirrituðum stenzt það engan veginn, að dýralæknir, sem hefur svarið EES-starfseiðinn, eða lofað hefur að fylgja siðareglum Dýralæknafélags Íslands, framkvæmi blóðtöku af ótömdum, fylfullum og mjólkandi merum, með þeim hætti, sem raun ber vitni. Ég vil skora á þá dýralækna, sem hafa staðið að og í raun stýrt blóðmerahaldinu, gert það mögulegt, að láta af þeirri óiðju. Þvo blóðugar hendur sínar af þessu vonda verki. Jafnframt skora ég á stjórn Dýralæknafélags Íslands, að víkja þeim dýralæknum, sem halda áfram að tryggja blóðmerahaldi framgang, úr félaginu, enda eru þeir væntanlega í miklum minnihluta. Höfundur er stofnandi Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfsvernd
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun