Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar 24. apríl 2025 14:32 Ég sat í auga stormsins og naut hverrar mínútu. Una Torfa getur leikið, látið engan segja ykkur annað. Hún syngur og semur lög og texta sem hafa hrifið kynslóð hennar og uppfyrir. Hún er með dásamlega rödd sem þú þekkir um leið og þú heyrir hana syngja. Hún er mjög góður texta- og lagasmiður. Þú getur vart beðið um meira. Hljómsveitin var frábær. Sólrún Mjöll var á trommum, hún var æði, örugg og þétt. Á bassa var Vignir Rafn Hilmarsson. Hann og Sólrún unnu vel saman. Hafsteinn Þráinsson er frábær gítarleikari með sinn stíl og hljóðheim sem er öllum þekkjanlegur sem á annað borð þekkja til í tónlistarbransanum í dag, frábær útsetjari og hljóðjafnari, og þarna er hann í hlutverki hljómsveitarstjóra. Baldvin Hlynsson var á píanó, hann er búinn að vera að vinna með tónlistarfólki um allan heim við að semja og útsetja. Og á hljóðgervil var Tómas Jónsson sem er orðinn einn af okkar bestu. Bandið var einfaldlega geggjað og vel samæft. Leikhópurinn var misjafn hvað söng viðkemur, sumir frábærir, aðrir góðir eins og gerist. Leikarar voru allir sannfærandi. Ég ætla ekki að taka neinn leikara útúr því til þess skortir mig þekkingu á starfi þeirra. En ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun. Upplifun mín var þannig að ég tengdi og man hvað þetta var skrítinn tími, árin frá 16 - 20 ára, maður var að springa úr greddu og orku en um leið einhvern veginn svo auðsærður og tættur. Unnur Ösp og Una Torfadóttir hafa náð að skapa heim sem speglar tilfinningar ungs fólks seinustu áratugi, svona var þetta 1971 og svona er þetta í dag. Ég var líka ánægður með hvað síminn kom sterkt inn þegar hann birtist í höndum persóna þau örfáu skipti sem hann sást og minnti mann á hvað hann er fyrirferðarmikill í lífi fólks á öllum aldri. Og með því að tempra sýnileika hans varð hann nánast óþarflega stór í augum manns. Þetta er ferskur nýr íslenskur söngleikur með frábærri tónlist og þetta er þannig tónlist að hún er tímalaus og þannig er alvöru tónlist, hún ferðast gegnum tímann eins og heitur hnífur gegnum smjör. Þetta er geggjuð skemmtun, við feðgar erum sammála um að þetta sé alvöru stöff. Er það ekki það sem maður vill þegar maður fer á söngleik? Ég hvet alla til að flýta sér að ná í miða og upplifa ferska orkusprengju með frábærri tónlist og flottum leikurum. Þetta er alvöru skemmtun sem kom á óvart. Meira svona. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Leikhús Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sat í auga stormsins og naut hverrar mínútu. Una Torfa getur leikið, látið engan segja ykkur annað. Hún syngur og semur lög og texta sem hafa hrifið kynslóð hennar og uppfyrir. Hún er með dásamlega rödd sem þú þekkir um leið og þú heyrir hana syngja. Hún er mjög góður texta- og lagasmiður. Þú getur vart beðið um meira. Hljómsveitin var frábær. Sólrún Mjöll var á trommum, hún var æði, örugg og þétt. Á bassa var Vignir Rafn Hilmarsson. Hann og Sólrún unnu vel saman. Hafsteinn Þráinsson er frábær gítarleikari með sinn stíl og hljóðheim sem er öllum þekkjanlegur sem á annað borð þekkja til í tónlistarbransanum í dag, frábær útsetjari og hljóðjafnari, og þarna er hann í hlutverki hljómsveitarstjóra. Baldvin Hlynsson var á píanó, hann er búinn að vera að vinna með tónlistarfólki um allan heim við að semja og útsetja. Og á hljóðgervil var Tómas Jónsson sem er orðinn einn af okkar bestu. Bandið var einfaldlega geggjað og vel samæft. Leikhópurinn var misjafn hvað söng viðkemur, sumir frábærir, aðrir góðir eins og gerist. Leikarar voru allir sannfærandi. Ég ætla ekki að taka neinn leikara útúr því til þess skortir mig þekkingu á starfi þeirra. En ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun. Upplifun mín var þannig að ég tengdi og man hvað þetta var skrítinn tími, árin frá 16 - 20 ára, maður var að springa úr greddu og orku en um leið einhvern veginn svo auðsærður og tættur. Unnur Ösp og Una Torfadóttir hafa náð að skapa heim sem speglar tilfinningar ungs fólks seinustu áratugi, svona var þetta 1971 og svona er þetta í dag. Ég var líka ánægður með hvað síminn kom sterkt inn þegar hann birtist í höndum persóna þau örfáu skipti sem hann sást og minnti mann á hvað hann er fyrirferðarmikill í lífi fólks á öllum aldri. Og með því að tempra sýnileika hans varð hann nánast óþarflega stór í augum manns. Þetta er ferskur nýr íslenskur söngleikur með frábærri tónlist og þetta er þannig tónlist að hún er tímalaus og þannig er alvöru tónlist, hún ferðast gegnum tímann eins og heitur hnífur gegnum smjör. Þetta er geggjuð skemmtun, við feðgar erum sammála um að þetta sé alvöru stöff. Er það ekki það sem maður vill þegar maður fer á söngleik? Ég hvet alla til að flýta sér að ná í miða og upplifa ferska orkusprengju með frábærri tónlist og flottum leikurum. Þetta er alvöru skemmtun sem kom á óvart. Meira svona. Höfundur er tónlistarmaður.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun