Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Lovísa Arnardóttir skrifar 16. apríl 2025 11:23 Kópavogur úthlutaði um 540 leikskólaplássum fyrir haustið. Vísir/Anton Brink Fyrri úthlutun í leikskóla Kópavogs fyrir haustið er lokið og var öllum börnum sem fædd eru í júní 2024 og eldri boðið leikskólapláss. Yngstu börnin verða því um fjórtán mánaða þegar aðlögun hefst í leikskólum Kópavogs að loknu sumarfríi. Úthlutun náði til 540 barna sem sótt var um fyrir 10.mars, sem eru um 90 prósent barna sem hefja leikskólagöngu í haust samkvæmt tilkynningu frá bænum. „Frá því við innleiddum Kópavogsmódelið hefur starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi breyst til batnaðar. Mönnun leikskóla gengur vel og frábært að sjá að ríflega helmingur starfsmanna er með háskólamenntun, sem er hátt hlutfall á landsvísu. Þá hefur faglega starfið og þjónustan batnað til muna. Það ríkir mikil tilhlökkun að taka á móti börnunum sem hefja skólagöngu í leikskólum Kópavogs í haust,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, í tilkynningunni. Í tilkynningu kemur einnig fram að eftir páska verði opnað fyrir umsóknir sem bárust eftir 10. mars og haldið áfram að úthluta plássum fram á sumar. Í tilkynningunni segir að frá því að Kópavogsmódelið var innleitt árið 2023 hafi bæði skipulag og starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi tekið stakkaskiptum. Betur gangi að manna leikskóla og því sé hægt að bjóða fleiri börnum pláss. Þá sé boðið upp á sveigjanleika í skráningu leikskólatíma sem um 26 prósent foreldra hafa nýtt sér. Leikskólaplássum hefur fjölgað í Kópavogi frá því í fyrra. Barnaskóli Kársness tekur til starfa í ágúst og hefur þegar 40 leikskólaplássum verið úthlutað í leikskólanum. Auk þess eru framkvæmdir hafnar við nýjan leikskóla við Skólatröð. Leikskólinn verður tekinn í notkun á næsta ári og er gert ráð fyrir 60 leikskólaplássum þar. Árið 2027 verður svo opnaður leikskóli við Naustavör sem mun rýma 100 börn. Sams konar tilkynningar komu frá Reykjavík og Garðabæ í gær. Í Reykjavíkurborg hefur öllum börnum 18 mánaða og eldri verið boðið pláss í haust og í Garðabæ var öllum börnum 14 mánaða og eldri boðin leikskólavist. Einhver yngri börn voru innrituð þar og var það yngsta átta mánaða. Reiknað er með að fimmtán og sextán mánaða börn fái einnig boð í ágúst eða september. Skóla- og menntamál Kópavogur Leikskólar Garðabær Reykjavík Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Úthlutun náði til 540 barna sem sótt var um fyrir 10.mars, sem eru um 90 prósent barna sem hefja leikskólagöngu í haust samkvæmt tilkynningu frá bænum. „Frá því við innleiddum Kópavogsmódelið hefur starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi breyst til batnaðar. Mönnun leikskóla gengur vel og frábært að sjá að ríflega helmingur starfsmanna er með háskólamenntun, sem er hátt hlutfall á landsvísu. Þá hefur faglega starfið og þjónustan batnað til muna. Það ríkir mikil tilhlökkun að taka á móti börnunum sem hefja skólagöngu í leikskólum Kópavogs í haust,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, í tilkynningunni. Í tilkynningu kemur einnig fram að eftir páska verði opnað fyrir umsóknir sem bárust eftir 10. mars og haldið áfram að úthluta plássum fram á sumar. Í tilkynningunni segir að frá því að Kópavogsmódelið var innleitt árið 2023 hafi bæði skipulag og starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi tekið stakkaskiptum. Betur gangi að manna leikskóla og því sé hægt að bjóða fleiri börnum pláss. Þá sé boðið upp á sveigjanleika í skráningu leikskólatíma sem um 26 prósent foreldra hafa nýtt sér. Leikskólaplássum hefur fjölgað í Kópavogi frá því í fyrra. Barnaskóli Kársness tekur til starfa í ágúst og hefur þegar 40 leikskólaplássum verið úthlutað í leikskólanum. Auk þess eru framkvæmdir hafnar við nýjan leikskóla við Skólatröð. Leikskólinn verður tekinn í notkun á næsta ári og er gert ráð fyrir 60 leikskólaplássum þar. Árið 2027 verður svo opnaður leikskóli við Naustavör sem mun rýma 100 börn. Sams konar tilkynningar komu frá Reykjavík og Garðabæ í gær. Í Reykjavíkurborg hefur öllum börnum 18 mánaða og eldri verið boðið pláss í haust og í Garðabæ var öllum börnum 14 mánaða og eldri boðin leikskólavist. Einhver yngri börn voru innrituð þar og var það yngsta átta mánaða. Reiknað er með að fimmtán og sextán mánaða börn fái einnig boð í ágúst eða september.
Skóla- og menntamál Kópavogur Leikskólar Garðabær Reykjavík Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira