Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. apríl 2025 07:30 „Viðskiptahindranir skapa ekki verðmæti og þó að það sé freistandi fyrir ríki að bregðast við tollum með tollum, er mikil hætta á að slík viðbrögð bitni harðast á neytendum heima fyrir.“ Með þessum orðum lauk grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkiráðherra og formann Viðreisnar, sem birtist á Vísi í gær. Taka má fyllilega undir þau orð og um leið er ástæða til þess að velta því fyrir sér hvers vegna hún og flokkur hennar vilji þá að Ísland verði hluti tollabandalags. Fleira er reyndar í þessum sama dúr. Viðreisn hefur á liðnum árum ítrekað og réttilega gagnrýnt of mikið umfang hins opinbera hér á landi. Hins vegar vill flokkurinn á sama tíma ganga í Evrópusambandið sem gerði meðal annars athugasemd við það í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið á sínum tíma að stjórnsýslan hér væri of lítil til þess að ráða við þær skuldbindingar sem fylgdu veru innan þess. Tollabandalög, eins og Evrópusambandið, eru í eðli sínu andstæðan við frjáls milliríkjaviðskipti enda snúast þau einkum um að verja framleiðslu innan þeirra fyrir ytri samkeppni. Þannig er sambandið í raun náskyldur ættingi íslenzka landbúnaðarkerfisins sem Viðreisn hefur oft gagnrýnt. Fyrir utan það að verndarhyggja Evrópusambandsins nær ekki einungis til landbúnaðarvara. Það fer fyrir vikið afar illa saman að tala bæði fyrir frjálsum viðskiptum og inngöngu í sambandið. Fram kemur enn fremur grein í Þorgerðar að óskynsamlegt sé að mæta tollahækkunum með frekari tollahækkunum eins og gert hafi verið í aðdraganda heimskreppunnar á sínum tíma og einungis gert slæmt ástand miklu verra. Vitnar hún í brezka hagfræðingurinn Joan Robinson sem af því tilefni benti á að slíkt væri álíka skynsamlegt og að fylla eigin hafnir af grjóti vegna þess að strandir viðskiptaríkja væru grýttar. Það bitnaði verst á þeim ríkjum sem beittu tollum. Forystumenn Evrópusambandsins hafa lýst því yfir að þeir ætli að svara tollum stjórnvalda í Bandaríkjunum með eigin tollum. Væri Ísland innan sambandsins þyrftum við að taka þátt í þeim viðbrögðum. Viðbrögðum sem Þorgerður telur réttilega óskynsamleg. Við hefðum ekkert val í þeim efnum. Til þess að taka slíkar ákvarðanir þarf ekki einróma samþykki ríkja sambandsins í ráðherraráði þess og vægi Íslands í þeim efnum tæki mið af íbúafjölda landsins. Vegna þess að við erum ekki innan Evrópusambandsins getum við tekið sjáfstæðar ákvarðanir í þessum efnum út frá okkar hagsmunum og aðstæðum. Vonandi eru skrif Þorgerðar til marks um það að íslenzk stjórnvöld hafi ekki í hyggju að taka þátt í gagnaðgerðum sambandsins og hækka tolla á Bandaríkin. Það væri það versta sem Ísland gæti gert og myndi fyrst og fremst bitna á okkur sjálfum. Við höfum valdið til þess að forðast það sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Skattar og tollar Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
„Viðskiptahindranir skapa ekki verðmæti og þó að það sé freistandi fyrir ríki að bregðast við tollum með tollum, er mikil hætta á að slík viðbrögð bitni harðast á neytendum heima fyrir.“ Með þessum orðum lauk grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkiráðherra og formann Viðreisnar, sem birtist á Vísi í gær. Taka má fyllilega undir þau orð og um leið er ástæða til þess að velta því fyrir sér hvers vegna hún og flokkur hennar vilji þá að Ísland verði hluti tollabandalags. Fleira er reyndar í þessum sama dúr. Viðreisn hefur á liðnum árum ítrekað og réttilega gagnrýnt of mikið umfang hins opinbera hér á landi. Hins vegar vill flokkurinn á sama tíma ganga í Evrópusambandið sem gerði meðal annars athugasemd við það í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið á sínum tíma að stjórnsýslan hér væri of lítil til þess að ráða við þær skuldbindingar sem fylgdu veru innan þess. Tollabandalög, eins og Evrópusambandið, eru í eðli sínu andstæðan við frjáls milliríkjaviðskipti enda snúast þau einkum um að verja framleiðslu innan þeirra fyrir ytri samkeppni. Þannig er sambandið í raun náskyldur ættingi íslenzka landbúnaðarkerfisins sem Viðreisn hefur oft gagnrýnt. Fyrir utan það að verndarhyggja Evrópusambandsins nær ekki einungis til landbúnaðarvara. Það fer fyrir vikið afar illa saman að tala bæði fyrir frjálsum viðskiptum og inngöngu í sambandið. Fram kemur enn fremur grein í Þorgerðar að óskynsamlegt sé að mæta tollahækkunum með frekari tollahækkunum eins og gert hafi verið í aðdraganda heimskreppunnar á sínum tíma og einungis gert slæmt ástand miklu verra. Vitnar hún í brezka hagfræðingurinn Joan Robinson sem af því tilefni benti á að slíkt væri álíka skynsamlegt og að fylla eigin hafnir af grjóti vegna þess að strandir viðskiptaríkja væru grýttar. Það bitnaði verst á þeim ríkjum sem beittu tollum. Forystumenn Evrópusambandsins hafa lýst því yfir að þeir ætli að svara tollum stjórnvalda í Bandaríkjunum með eigin tollum. Væri Ísland innan sambandsins þyrftum við að taka þátt í þeim viðbrögðum. Viðbrögðum sem Þorgerður telur réttilega óskynsamleg. Við hefðum ekkert val í þeim efnum. Til þess að taka slíkar ákvarðanir þarf ekki einróma samþykki ríkja sambandsins í ráðherraráði þess og vægi Íslands í þeim efnum tæki mið af íbúafjölda landsins. Vegna þess að við erum ekki innan Evrópusambandsins getum við tekið sjáfstæðar ákvarðanir í þessum efnum út frá okkar hagsmunum og aðstæðum. Vonandi eru skrif Þorgerðar til marks um það að íslenzk stjórnvöld hafi ekki í hyggju að taka þátt í gagnaðgerðum sambandsins og hækka tolla á Bandaríkin. Það væri það versta sem Ísland gæti gert og myndi fyrst og fremst bitna á okkur sjálfum. Við höfum valdið til þess að forðast það sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun