Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2025 14:34 Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, vill að stjórnvöld taki upp þráðinn í olíuleit á Drekasvæðinu ef þeim er ekki alvara með orkuskiptum. Vísir Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir það vilja einbeita sér meira að olíuleit á Drekasvæðinu ef stjórnvöldum sé ekki alvara með áformum um orkuskipti. Áform um græna orkuframleiðslu á Reyðarfirði séu á ís vegna orkuskorts. Athygli vakti að bæjarráð Fjarðabyggðar beindi því til stjórnvalda að endurmeta hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu með ályktun á fundi í gær. Olíuleitinni var hætt árið 2018 þegar erlendir sérleyfishafar komust að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki arðbær. Vísaði bæjarráðið til hægagangs í orkuskiptum og breyttrar heimsmyndar sem kallaði á endurskoðun ákvarðana með tilliti til orku- og þjóðaröryggis. Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks stóðu að ályktuninni en fulltrúi Fjarðalistans sat hjá. Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðsins og oddviti Sjálfstæðisflokksins, telur lítið miða í orkuskiptum á Íslandi. Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti dragist hægt saman og því spyr hann hvers vegna Íslendingar gefi ekki út ný leyfi fyrir olíuleit og vinnslu líkt og Norðmenn hafi gert. „Ætlum við að vera sú þjóð sem flytur inn allt eldsneyti, hvort sem það er grænt eldsneyti eða jarðefnaeldsneyti, eða ætlum við að framleiða það sjálf?,“ segir hann í samtali við Vísi. Vantar 200-300 megavött Ragnar segir af ætlunin sé að framleiða grænt eldsneyti á Íslandi þurfi eitthvað að fara gerast. Hann vísar til Græns orkugarðs á Reyðarfirði sem sé fullfjármagnað verkefni sem eigi að framleiða ammoníak sem eldsneyti fyrir skip og sé í startholunum. Verkefnið strandi á því að ekki fáist þau 200-300 megavött raforku sem þarf til að knýja framleiðsluna. „[Orkan] er bara ekki til og á meðan hún er ekki til fara fjárfestarnir ekki af stað,“ segir Ragnar sem bendir á að orkuskorturinn þýði einnig að um 120.000 lítrar af olíu séu brenndir á dag til þess að knýja mjölbrennslu í sveitarfélaginu. Eftir því sem tíminn líði muni erlendir fjárfestar leita annað og framleiða eldsneytið úti í heimi. Ísland þurfi þá að flytja það eldsneyti inn. Frá Reyðarfirði þar sem Grænn orkugarður liggur í dvala vegna orkuskorts.Vísir/Vilhelm Full alvara með olíuleit Til framtíðar sé stefnt að því að fasa út jarðefnaeldsneyti en ef glutra eigi niður tækifærum til þess með aðgerðaleysi segist Ragnar telja nær að líta til orkuvinnslu á Drekasvæðinu þar sem gögn séu til frá fyrri leit og hægt sé að taka upp þráðinn. „Annað hvort horfum við til þess að við framleiðum okkar orku sjálf, hvort sem það er græn orka eða jarðefnaeldsneyti, og þá þurfum við bara að spýta í lófana.“ Ragnar kallar eftir skýrri stefnu frá stjórnvöldum og segir bæjarráðinu full alvara með olíuleitinni. „Við erum í rauninni með þessu að spyrja hver er alvara stjórnvalda í orkuskiptunum. Ef hún er engin vildum við gjarnan fara að setja fókusinn meira á olíuleitina. Þannig að okkur er full alvara,“ segir hann. Fjarðabyggð Jarðefnaeldsneyti Olíuleit á Drekasvæði Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Bensín og olía Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Athygli vakti að bæjarráð Fjarðabyggðar beindi því til stjórnvalda að endurmeta hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu með ályktun á fundi í gær. Olíuleitinni var hætt árið 2018 þegar erlendir sérleyfishafar komust að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki arðbær. Vísaði bæjarráðið til hægagangs í orkuskiptum og breyttrar heimsmyndar sem kallaði á endurskoðun ákvarðana með tilliti til orku- og þjóðaröryggis. Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks stóðu að ályktuninni en fulltrúi Fjarðalistans sat hjá. Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðsins og oddviti Sjálfstæðisflokksins, telur lítið miða í orkuskiptum á Íslandi. Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti dragist hægt saman og því spyr hann hvers vegna Íslendingar gefi ekki út ný leyfi fyrir olíuleit og vinnslu líkt og Norðmenn hafi gert. „Ætlum við að vera sú þjóð sem flytur inn allt eldsneyti, hvort sem það er grænt eldsneyti eða jarðefnaeldsneyti, eða ætlum við að framleiða það sjálf?,“ segir hann í samtali við Vísi. Vantar 200-300 megavött Ragnar segir af ætlunin sé að framleiða grænt eldsneyti á Íslandi þurfi eitthvað að fara gerast. Hann vísar til Græns orkugarðs á Reyðarfirði sem sé fullfjármagnað verkefni sem eigi að framleiða ammoníak sem eldsneyti fyrir skip og sé í startholunum. Verkefnið strandi á því að ekki fáist þau 200-300 megavött raforku sem þarf til að knýja framleiðsluna. „[Orkan] er bara ekki til og á meðan hún er ekki til fara fjárfestarnir ekki af stað,“ segir Ragnar sem bendir á að orkuskorturinn þýði einnig að um 120.000 lítrar af olíu séu brenndir á dag til þess að knýja mjölbrennslu í sveitarfélaginu. Eftir því sem tíminn líði muni erlendir fjárfestar leita annað og framleiða eldsneytið úti í heimi. Ísland þurfi þá að flytja það eldsneyti inn. Frá Reyðarfirði þar sem Grænn orkugarður liggur í dvala vegna orkuskorts.Vísir/Vilhelm Full alvara með olíuleit Til framtíðar sé stefnt að því að fasa út jarðefnaeldsneyti en ef glutra eigi niður tækifærum til þess með aðgerðaleysi segist Ragnar telja nær að líta til orkuvinnslu á Drekasvæðinu þar sem gögn séu til frá fyrri leit og hægt sé að taka upp þráðinn. „Annað hvort horfum við til þess að við framleiðum okkar orku sjálf, hvort sem það er græn orka eða jarðefnaeldsneyti, og þá þurfum við bara að spýta í lófana.“ Ragnar kallar eftir skýrri stefnu frá stjórnvöldum og segir bæjarráðinu full alvara með olíuleitinni. „Við erum í rauninni með þessu að spyrja hver er alvara stjórnvalda í orkuskiptunum. Ef hún er engin vildum við gjarnan fara að setja fókusinn meira á olíuleitina. Þannig að okkur er full alvara,“ segir hann.
Fjarðabyggð Jarðefnaeldsneyti Olíuleit á Drekasvæði Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Bensín og olía Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira