Jarðefnaeldsneyti

Fréttamynd

Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs form­lega opnað

Orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, opnaði nyrsta olíuvinnslusvæði Norðmanna formlega í gær með því að klippa á stálkeðju. Svæðið er lengst norðan heimskautsbaugs í Barentshafi um 240 kílómetra norðan bæjarins Hammerfest.

Erlent
Fréttamynd

Olíu­leit á teikni­borðinu og býst við tíðindum í vetur

Heiðar Guðjónsson segir aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja að olíuvinnslu á Drekasvæðinu á borðinu og segir að menn séu byrjaðir að skoða málið. Hann fagnar sjónarmiðum umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sem sagðist í viðtali á dögunum ekki sjá ástæðu til að banna olíuleit á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti olíu- og gas­fundur olíurisa í 25 ár

Breska orkufyrirtækið BP, þriðja stærsta orkufyrirtæki heims, hefur tilkynnt um stærsta olíu- og gasfund þeirra á þessari öld við austurströnd Brasilíu. Fundurinn er sá stærsti hjá fyrirtækinu síðan gaslindir við Shah Deniz í Kaspíahafi voru uppgötvaðar 1999.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Farið í gegnum „kol­efnisþakið“ eftir þrjú ár

Útlit er fyrir að uppsafnaður styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar verði nægur til þess að valda hlýnun umfram 1,5 gráður eftir þrjú ár miðað við núverandi losun mannkynsins. Verulega hefur hert á hlýnun jarðar þótt orkuskipti hafi dregið úr hraða aukningarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Olíu­dreifing sýknuð af tug milljóna króna bóta­kröfu Costco

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Olíudreifingu af rúmlega sjötíu milljóna króna bótakröfu Costco vegna olíuleka á bensínstöð verslunarrisans í Garðabæ árið 2022. Meira en hundrað þúsund lítrar af olíu láku út í fráveitukerfi Hafnarfjarðar. Ekkert stöðugt eftirlit með stöðinni var tryggt.

Innlent
Fréttamynd

Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla

Þýskur dómstóll vísaði í dag frá máli perúsks bónda sem krafðist þess að orkurisinn RWE tæki þátt í flóðvörnum sem tengjast bráðnun jökla. Fyrirtæki geta engu að síður verið látin bera ábyrgð á afleiðingum losunnar þeirra á gróðurhúsalofttegundum.

Erlent
Fréttamynd

Á góðri leið með lofts­lags­mark­mið standi ESB-ríki við sitt

Evrópusambandið er á góðri leið með að ná markmiði sínu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent fyrir 2030 miðað við þær uppfærðu áætlanir sem aðildarríkin hafa lagt fram. Markmið um 90 prósent samdrátt fyrir 2040 er sagt verða sveigjanlegt til þess að auðvelda ríkjum að ná því.

Erlent
Fréttamynd

Norð­menn þurfa að taka til­lit til lofts­lagsáhrifa olíu­vinnslunar

Losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af bruna á olíu og gasi telst til umhverfisáhrifa olíu- og gasframleiðslu Norðmanna, að mati EFTA-dómstólsins. Norskur dómstóll óskaði eftir álitinu vegna máls sem náttúruverndarsamtök höfðuðu vegna fyrirhugaðrar jarðefnaeldsneytisvinnslu í Norðursjó.

Erlent
Fréttamynd

Að leita er að læra

Undanfarið hefur umræðan um olíuleit við Ísland einkennst af neitunartón. Umræðunni hefur gjarnan verið lokað áður en hún náði að hefjast – og rætt hefur verið um málið eins og ákvörðun hafi þegar verið tekin. En nú heyrum við breyttan tón: „ekki á dagskrá“ er nýja línan.

Skoðun
Fréttamynd

„Bara ein­falt að leyfa fólki að leita að olíu“

Fyrrverandi umhverfisráðherra segir það um að gera að leita að olíu á Drekasvæðinu, ef einhver sækist eftir því. Enginn hafi viljað hefja leit á meðan hann sat í ráðherrastólnum. Það varði þjóðaröryggi að Íslendingar geti séð sjálfir fyrir orkunotkun sinni.

Innlent
Fréttamynd

Loka síðasta kola­orku­veri Finn­lands

Síðasta kolaorkuveri Finnlands sem enn var í daglegri notkun var lokað í gær. Eftirspurn eftir kolum hefur hrunið vegna aukins framboðs á endurnýjanlegri orku og yfirvofandi banns við kolabruna.

Erlent