Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar 23. september 2025 13:02 „Vegna minnkandi eftirspurnar í heiminum mun framleiðsla á olíu minnka um 77% til ársins 2050, frá 100 milljón tunnum árlega og niður í 23 milljón tunnur.“ Ofangreind setning er ekki af óskalista umhverfissamtaka heldur er þetta spá frá Alþjóðlegu orkustofnuninni (IEA) sem er undir OECD og byggir á gögnum víða að, m.a. frá ExxonMobil, Eni, Chevron og BP (heimild: IEA Net Zero Roadmap, 2023). „Mjólkið þennan bisness næstu örfáu ár eins og þið getið því svo er hann búinn“ sagði spásérfræðingurinn Tony Seba á frægum fundi með olíufurstum í Sádí-Arabíu fyrir nokkrum árum þegar hann setti fram keimlíka spá um þann hraða samdrátt í olíunotkun sem framundan er í heiminum. Þetta er ekki vegna þess að olían í jörðu er búin heldur vegna þess að æ færri vilja kaupa. Af hverju mun olíunotkun fara hratt minnkandi á næstu árum og áratugum? Tvennt vegur þar þyngst: Vöxtur rafbíla og vöxtur í framleiðslu og notkun á umhverfisvænu eldsneyti. Rafknúin tæki eru að taka við fyrir styttri leiðir (einkabílar, stuttar flutningsleiðir) og umhverfisvænt eldsneyti fyrir allar lengri leiðir (fiskiskipaflotinn, skipaflutningar, flug, þungavinnuvélar og önnur samgöngutæki). Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) hefur sem dæmi gefið út að eldsneyti í skipum verði að vera umhverfisvænt, að innihalda að hámarki 14g CO2-ígilda (CO2-íg.)í orkueiningu frá og með 2035. Þeir sem þráast við og ætla að nota olíu (94g CO2-íg.) munu samkvæmt reglum IMO þurfa að greiða mengunargjald fyrir hver tonn af jarðefnaeldsneyti. Hinir sem sigla munu um á umhverfisvænu eldsneyti munu fá umbun (allt að €380/tonn). Hver ætlar að leita að olíu þegar IMO er að byrja með refsigjald fyrir notkun á olíu? Við ættum því miklu frekar að horfa á umhverfisvænt eldsneyti sem er að taka við af jarðefnaeldsneyti. Þrjú lönd í okkar heimshluta henta best til slíkrar framleiðslu: Ísland, Kanada og Noregur. Hér á landi er hægt að framleiða umhverfisvænt eldsneyti í hæsta gæðaflokki (RFNBO), sem inniheldur aðeins 2g af CO2-íg. í orkueiningu. Hvort er það vænlegri framtíðarsýn að vinna jarðefnaeldsneyti sem er á útleið eða að framleiða vöruna sem er að taka við af olíunni? Hér væri hægt að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem myndi klára orkuskipti í landinu. Raunhæfur ávinningur gæti verið samdráttur í losun um 1,5 milljón tonna fram til 2030. Ísland þyrfti þar með ekki að kaupa losunarheimildir sem væri 11-18 milljarða ábati fyrir ríkissjóð. Hugmyndin um olíuleit við Ísland er því tímaskekkja. Jarðefnaeldsneyti er á hraðri útleið. Forstjórar flugfélaga (t.d. KLM) segja að þeir verði að hraða þróun yfir í umhverfisvænt eldsneyti, ekki bara til að uppfylla reglugerðir, heldur vegna þess að viðskiptavinir spyrja reglulega um þetta og munu strax snúa sér alfarið til þeirra flugfélaga sem verða fyrst til að fljúga um á slíku eldsneyti. Einnig hafa jarðfræðingar bent á að í jarðlögum í kringum Ísland er olíuglugginn að mestu lokaður og litlar líkur að olía finnist. Ísland myndaðist á heitum reit í jarðskorpunni og við þær aðstæður varðveitast olía og gas ekki í setlögum. Viðskiptaráð hefur engu að síður hoppað á olíuvagninn og hvetur til olíuvinnslu við Ísland. Allt er reynt til að selja hugmyndina og jafnvel er farið yfir strikið í sölumennskunni þegar sagt er að olíuleitin sé umhverfisvæn. Viðskiptaráð segir: „Áhrifin á losun okkar [Íslands] væru þau að hún myndi í raun minnka af því olíuvinnsla á Drekasvæðinu væri umhverfisvænni.“. Þetta getur enganvegin staðist. Losun er mæld í ETS, ESR og LULUCF kerfum og olíuvinnsla við Ísland minnkar á engan hátt losun í þessum kerfum. Hins vegar eykst losun í þessum kerfum vegna siglinga frá Íslandi inn á Drekasvæðið en minnkar ekki. Fjórðungur af losun Noregs er vegna olíuvinnslu (heimild: energiogklima.no og SSB) og er líklegt að frændur vorir myndu brosa góðlátlega ef reynt væri að halda því fram að olíuvinnsla við Íslandsgrunn minnki losun. Losun Íslands úr ETS og ESR kerfum er 2,9 + 1,9 milljón tonna CO2-íg. skv. UOS.is eða samtals 4,8 milljón tonna CO2-íg. Notum hlutföll frá Noregi um að fjórðungur af losun geti komið til vegna olíuvinnslu: Olíuvinnsla gæti því aukið losun Íslands um 1,2 milljónir tonna CO2-íg. Hvort er það vænlegri framtíðarsýn eða sú mynd sem dregin er hér að ofan, að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem minnkar losun um 1,5 milljónir tonna CO2-íg? Munurinn fyrir Ísland á þessum tveimur sviðsmyndum væri því 2,7 milljónir tonna CO2-íg. í loftslagsbókhaldi Íslands sem myndi reiknast sem 30 milljarðar í losunarheimildir sem gætu að verulegu leyti reiknast sem tekjur í ríkissjóð. Viðskiptaráð ætti auðvitað miklu fremur að gefa skilaboð um að þar á bæ sé hugað að framtíðinni, að talað sé fyrir umhverfisvænu eldsneyti sem einni af stoðinni í íslenskum iðnaði, frekar en að hvetja til olíuleitar. „Að ganga um með steinbarn í maganum“ var lýsing Nóbelskáldsins á þeim sem halda dauðahaldi í allt það gamla að því það virkaði einhverntíman í fortíðinni. Fortíðarþrá er eitt en framtíðarblinda annað. Það fyrra útskýrir af hverju hrútspungar eru enn étnir, hið síðara útskýrir af hverju einhver telur það góða hugmynd að Ísland snúi sér að olíuvinnslu. Ísland er nefnilega í kjöraðstöðu til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem er að taka við af olíunni. Af hverju ekki að feta þá braut frekar? Höfundur er framkvæmdastjóri Carbon Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
„Vegna minnkandi eftirspurnar í heiminum mun framleiðsla á olíu minnka um 77% til ársins 2050, frá 100 milljón tunnum árlega og niður í 23 milljón tunnur.“ Ofangreind setning er ekki af óskalista umhverfissamtaka heldur er þetta spá frá Alþjóðlegu orkustofnuninni (IEA) sem er undir OECD og byggir á gögnum víða að, m.a. frá ExxonMobil, Eni, Chevron og BP (heimild: IEA Net Zero Roadmap, 2023). „Mjólkið þennan bisness næstu örfáu ár eins og þið getið því svo er hann búinn“ sagði spásérfræðingurinn Tony Seba á frægum fundi með olíufurstum í Sádí-Arabíu fyrir nokkrum árum þegar hann setti fram keimlíka spá um þann hraða samdrátt í olíunotkun sem framundan er í heiminum. Þetta er ekki vegna þess að olían í jörðu er búin heldur vegna þess að æ færri vilja kaupa. Af hverju mun olíunotkun fara hratt minnkandi á næstu árum og áratugum? Tvennt vegur þar þyngst: Vöxtur rafbíla og vöxtur í framleiðslu og notkun á umhverfisvænu eldsneyti. Rafknúin tæki eru að taka við fyrir styttri leiðir (einkabílar, stuttar flutningsleiðir) og umhverfisvænt eldsneyti fyrir allar lengri leiðir (fiskiskipaflotinn, skipaflutningar, flug, þungavinnuvélar og önnur samgöngutæki). Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) hefur sem dæmi gefið út að eldsneyti í skipum verði að vera umhverfisvænt, að innihalda að hámarki 14g CO2-ígilda (CO2-íg.)í orkueiningu frá og með 2035. Þeir sem þráast við og ætla að nota olíu (94g CO2-íg.) munu samkvæmt reglum IMO þurfa að greiða mengunargjald fyrir hver tonn af jarðefnaeldsneyti. Hinir sem sigla munu um á umhverfisvænu eldsneyti munu fá umbun (allt að €380/tonn). Hver ætlar að leita að olíu þegar IMO er að byrja með refsigjald fyrir notkun á olíu? Við ættum því miklu frekar að horfa á umhverfisvænt eldsneyti sem er að taka við af jarðefnaeldsneyti. Þrjú lönd í okkar heimshluta henta best til slíkrar framleiðslu: Ísland, Kanada og Noregur. Hér á landi er hægt að framleiða umhverfisvænt eldsneyti í hæsta gæðaflokki (RFNBO), sem inniheldur aðeins 2g af CO2-íg. í orkueiningu. Hvort er það vænlegri framtíðarsýn að vinna jarðefnaeldsneyti sem er á útleið eða að framleiða vöruna sem er að taka við af olíunni? Hér væri hægt að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem myndi klára orkuskipti í landinu. Raunhæfur ávinningur gæti verið samdráttur í losun um 1,5 milljón tonna fram til 2030. Ísland þyrfti þar með ekki að kaupa losunarheimildir sem væri 11-18 milljarða ábati fyrir ríkissjóð. Hugmyndin um olíuleit við Ísland er því tímaskekkja. Jarðefnaeldsneyti er á hraðri útleið. Forstjórar flugfélaga (t.d. KLM) segja að þeir verði að hraða þróun yfir í umhverfisvænt eldsneyti, ekki bara til að uppfylla reglugerðir, heldur vegna þess að viðskiptavinir spyrja reglulega um þetta og munu strax snúa sér alfarið til þeirra flugfélaga sem verða fyrst til að fljúga um á slíku eldsneyti. Einnig hafa jarðfræðingar bent á að í jarðlögum í kringum Ísland er olíuglugginn að mestu lokaður og litlar líkur að olía finnist. Ísland myndaðist á heitum reit í jarðskorpunni og við þær aðstæður varðveitast olía og gas ekki í setlögum. Viðskiptaráð hefur engu að síður hoppað á olíuvagninn og hvetur til olíuvinnslu við Ísland. Allt er reynt til að selja hugmyndina og jafnvel er farið yfir strikið í sölumennskunni þegar sagt er að olíuleitin sé umhverfisvæn. Viðskiptaráð segir: „Áhrifin á losun okkar [Íslands] væru þau að hún myndi í raun minnka af því olíuvinnsla á Drekasvæðinu væri umhverfisvænni.“. Þetta getur enganvegin staðist. Losun er mæld í ETS, ESR og LULUCF kerfum og olíuvinnsla við Ísland minnkar á engan hátt losun í þessum kerfum. Hins vegar eykst losun í þessum kerfum vegna siglinga frá Íslandi inn á Drekasvæðið en minnkar ekki. Fjórðungur af losun Noregs er vegna olíuvinnslu (heimild: energiogklima.no og SSB) og er líklegt að frændur vorir myndu brosa góðlátlega ef reynt væri að halda því fram að olíuvinnsla við Íslandsgrunn minnki losun. Losun Íslands úr ETS og ESR kerfum er 2,9 + 1,9 milljón tonna CO2-íg. skv. UOS.is eða samtals 4,8 milljón tonna CO2-íg. Notum hlutföll frá Noregi um að fjórðungur af losun geti komið til vegna olíuvinnslu: Olíuvinnsla gæti því aukið losun Íslands um 1,2 milljónir tonna CO2-íg. Hvort er það vænlegri framtíðarsýn eða sú mynd sem dregin er hér að ofan, að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem minnkar losun um 1,5 milljónir tonna CO2-íg? Munurinn fyrir Ísland á þessum tveimur sviðsmyndum væri því 2,7 milljónir tonna CO2-íg. í loftslagsbókhaldi Íslands sem myndi reiknast sem 30 milljarðar í losunarheimildir sem gætu að verulegu leyti reiknast sem tekjur í ríkissjóð. Viðskiptaráð ætti auðvitað miklu fremur að gefa skilaboð um að þar á bæ sé hugað að framtíðinni, að talað sé fyrir umhverfisvænu eldsneyti sem einni af stoðinni í íslenskum iðnaði, frekar en að hvetja til olíuleitar. „Að ganga um með steinbarn í maganum“ var lýsing Nóbelskáldsins á þeim sem halda dauðahaldi í allt það gamla að því það virkaði einhverntíman í fortíðinni. Fortíðarþrá er eitt en framtíðarblinda annað. Það fyrra útskýrir af hverju hrútspungar eru enn étnir, hið síðara útskýrir af hverju einhver telur það góða hugmynd að Ísland snúi sér að olíuvinnslu. Ísland er nefnilega í kjöraðstöðu til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem er að taka við af olíunni. Af hverju ekki að feta þá braut frekar? Höfundur er framkvæmdastjóri Carbon Iceland.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar