Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Lovísa Arnardóttir skrifar 6. mars 2025 19:26 Gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar. Vísir/RAX Hættulegustu gatnamótin í Reykjavík eru gatnamótin við Miklubraut og Kringlumýrarbraut og svo gatnamótin við Miklubraut og Grensásveg. Aðalvarðstjóri umferðardeildar telur að hægt sé að bæta umferðaröryggi með því að bæta ljósastýringu við Grensásveg. Skráð tjón hjá Sjóvá í umferðinni á síðasta ári voru 336 talsins á Miklubraut. Stærstur hluti þeirra átti sér stað við þessi tvö gatnamót. Tjónið skiptist í 69 kaskótjón og 267 ábyrgðartjón. Miðað gögn Sjóvá eru gatnamótin við Miklabraut og Grensásveg hættulegust með tilliti til slysa og óhappa en gatnamótin við Miklabraut og Kringlumýrarbraut hættulegust með tilliti til slysa. Við gatnamótin við Kringlumýrarbraut ekur fólk inn að Kringlunni og út í nágrannasveitarfélög Reykjavíkur. Við gatnamótin við Grensásveg ekur fólk svo annað hvort inn í Smáíbúðahverfi og í átt að Fossvogi eða inn í Skeifuna. Miklarbraut er þjóðvegur í þéttbýli og er á ábyrgð Vegagerðar. Miklabraut tekur við af Hringbraut við Hlíðarnar og verður svo að Nesbraut/Vesturlandsvegi við gatnamót við Sæbraut. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá fór yfir þessi mál í Bítinu í morgun. Hún segir mikla umferð um Miklubrautina, hún sé einskonar lífæð borgarinnar, og það geti auðvitað skýrt fjölda tjóna og slysa við gatnamótin. Mikill kostnaður við tjón og slys „Þetta eru umferðarþung gatnamót en þau eru líka ljósastýrð sem þýðir að það er kannski meiri hraði en ef þetta væri hringtorg eða eitthvað þannig,“ segir Hrefna og það geti til dæmis skýrt fjölda tjóna, óhappa og slysa. Hrefna segir alltaf mikinn kostnað við að lenda í óhappi. Það kosti mikið að laga bíla og meira yfirleitt en kannski fólk gerir sér grein fyrir. „Svo er kostnaður af meiðslum langvinnur og erfitt að meta hann fyrr en miklu seinna. Það er auðvitað það sem skiptir mestu máli, að koma í veg fyrir slys af fólki.“ Við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er ljósastýring í allar áttir. Lögregla segist finna mun á umferð eftir að því var breytt.Vísir/RAX Kostnaðurinn hjá Sjóvá vegna tjóna á þessum gatnamótum er verulegur. Um 65 prósent tjónanna er vegna aftanákeyrslna og Hrefna segir það oft vegna þess að fólk er ekki með hugann við aksturinn. Það sé freistandi í hægri umferð að fikta í símanum en það sé ólöglegt og mikilvægt að hafa fulla athygli við aksturinn. Þá segir hún um tíu prósent tjóna vegna þess að fólk er að skipta um akrein. Miklabrautin verði að jarðgöngum Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni, segir fjölda tjóna og slysa líklega tengjast mikilli umferð á þessum gatnamótum. Það sé ljósastýring á þeim og vinstri beygjur varðar eins og Vegagerðin vilji hafa það þannig á stórum og þungum gatnamótum. Það sé á verkefnalista Vegagerðarinnar að laga gönguleiðir við þessi gatnamót. Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni segir stóra planið að setja Miklubraut í jarðgöng og þá róist umferðin. Vísir/Sigurjón Hún segir gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar einnig til skoðunar og gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar og hinn endann í framhaldinu. Bryndís bendir á að samkvæmt samgöngusáttmálanum sé svo gert ráð fyrir að Miklabrautin verði að jarðgöngum frá Grensásvegi og að Landspítala. Þannig færist stór hluti þessarar umferðar neðanjarðar. Samkvæmt framkvæmdaáætlun er þó ekki gert ráð fyrir að framkvæmdir við jarðgöngin hefjist fyrr en 2033 og taki í það minnsta fimm ár. „Þá minnkar umferðin þarna í gegn töluvert af því að hluti fer neðanjarðar. Þá verður gatnakerfið rólegra og viðráðanlegra ofan jarðar, fyrir akandi, gangandi og hjólandi,“ segir Bryndís og að umhverfið ofan á verði lagað með tilliti til þess. Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Reykjavík Bítið Vegagerð Tengdar fréttir Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar. 3. júlí 2024 20:55 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Skráð tjón hjá Sjóvá í umferðinni á síðasta ári voru 336 talsins á Miklubraut. Stærstur hluti þeirra átti sér stað við þessi tvö gatnamót. Tjónið skiptist í 69 kaskótjón og 267 ábyrgðartjón. Miðað gögn Sjóvá eru gatnamótin við Miklabraut og Grensásveg hættulegust með tilliti til slysa og óhappa en gatnamótin við Miklabraut og Kringlumýrarbraut hættulegust með tilliti til slysa. Við gatnamótin við Kringlumýrarbraut ekur fólk inn að Kringlunni og út í nágrannasveitarfélög Reykjavíkur. Við gatnamótin við Grensásveg ekur fólk svo annað hvort inn í Smáíbúðahverfi og í átt að Fossvogi eða inn í Skeifuna. Miklarbraut er þjóðvegur í þéttbýli og er á ábyrgð Vegagerðar. Miklabraut tekur við af Hringbraut við Hlíðarnar og verður svo að Nesbraut/Vesturlandsvegi við gatnamót við Sæbraut. Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá fór yfir þessi mál í Bítinu í morgun. Hún segir mikla umferð um Miklubrautina, hún sé einskonar lífæð borgarinnar, og það geti auðvitað skýrt fjölda tjóna og slysa við gatnamótin. Mikill kostnaður við tjón og slys „Þetta eru umferðarþung gatnamót en þau eru líka ljósastýrð sem þýðir að það er kannski meiri hraði en ef þetta væri hringtorg eða eitthvað þannig,“ segir Hrefna og það geti til dæmis skýrt fjölda tjóna, óhappa og slysa. Hrefna segir alltaf mikinn kostnað við að lenda í óhappi. Það kosti mikið að laga bíla og meira yfirleitt en kannski fólk gerir sér grein fyrir. „Svo er kostnaður af meiðslum langvinnur og erfitt að meta hann fyrr en miklu seinna. Það er auðvitað það sem skiptir mestu máli, að koma í veg fyrir slys af fólki.“ Við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er ljósastýring í allar áttir. Lögregla segist finna mun á umferð eftir að því var breytt.Vísir/RAX Kostnaðurinn hjá Sjóvá vegna tjóna á þessum gatnamótum er verulegur. Um 65 prósent tjónanna er vegna aftanákeyrslna og Hrefna segir það oft vegna þess að fólk er ekki með hugann við aksturinn. Það sé freistandi í hægri umferð að fikta í símanum en það sé ólöglegt og mikilvægt að hafa fulla athygli við aksturinn. Þá segir hún um tíu prósent tjóna vegna þess að fólk er að skipta um akrein. Miklabrautin verði að jarðgöngum Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni, segir fjölda tjóna og slysa líklega tengjast mikilli umferð á þessum gatnamótum. Það sé ljósastýring á þeim og vinstri beygjur varðar eins og Vegagerðin vilji hafa það þannig á stórum og þungum gatnamótum. Það sé á verkefnalista Vegagerðarinnar að laga gönguleiðir við þessi gatnamót. Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni segir stóra planið að setja Miklubraut í jarðgöng og þá róist umferðin. Vísir/Sigurjón Hún segir gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar einnig til skoðunar og gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar og hinn endann í framhaldinu. Bryndís bendir á að samkvæmt samgöngusáttmálanum sé svo gert ráð fyrir að Miklabrautin verði að jarðgöngum frá Grensásvegi og að Landspítala. Þannig færist stór hluti þessarar umferðar neðanjarðar. Samkvæmt framkvæmdaáætlun er þó ekki gert ráð fyrir að framkvæmdir við jarðgöngin hefjist fyrr en 2033 og taki í það minnsta fimm ár. „Þá minnkar umferðin þarna í gegn töluvert af því að hluti fer neðanjarðar. Þá verður gatnakerfið rólegra og viðráðanlegra ofan jarðar, fyrir akandi, gangandi og hjólandi,“ segir Bryndís og að umhverfið ofan á verði lagað með tilliti til þess.
Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Reykjavík Bítið Vegagerð Tengdar fréttir Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar. 3. júlí 2024 20:55 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Jarðgöng undir Miklubraut fýsilegri kostur Verkefnastjóri á höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar segir jarðgangagerð undir Miklubraut með tengingu við Kringlumýrarbraut hafa ýmsa kosti fram yfir stokk. Gangagerð myndi raska umferð minna á framkvæmdatíma og bjóða upp á meira pláss til borgarþróunar. 3. júlí 2024 20:55