Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2025 10:46 Ólafur er langt í frá sáttur við skrif Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins. Vísir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, vandar Viðskiptablaðinu og Morgunblaðinu ekki kveðjurnar í pistli á Facebook. Sakar hann blöðin um lygar og kallar þau „falsfréttamiðla“. Ástæðan er nýleg „fjölmiðlarýni“ í Viðskiptablaðinu, þar sem Ólafur er sagður í nánasta ráðgjafaliði Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, auk nafna hans Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, og Össurs Skarphéðinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Þremennirngarnir séu í daglegu tali kallaðir „öldungaráðið“ meðal „landgönguliða“ Samfylkingarinnar. „Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei gefið henni ráð, enda hefur hún aldrei falast eftir mínum ráðum,“ segir Ólafur Þ. á Facebook og segir sér ekki lengur stætt að sitja þegjandi hjá. „Við höfum reyndar skipst á fáeinum kurteisisorðum - í eitt eða tvö skipti. Stjórnaði svo einu sinni fundi í Hörpu þar sem Kristrún, Þórdís Kolbrún, Lilja Alfreðsdóttir og Katrín Jakobsdóttir voru í pallborði.“ Hann segir hið meinta öldungaráð hreinan uppspuna, „lygi“, eins og hann segir beinum orðum; auðvitað hafi hann rætt við Ólaf og Össur en yfirleitt í sitthvoru lagi og aldrei um mál Kristrúnar. Ekki verið flokksbundinn í áratugi „Undanfarin ár hefur Morgunblaðið iðulega fullyrt að ég sé Samfylkingarmaður. Það er lygi. Ég er ekki flokksbundinn í Samfylkingunni og hef aldrei verið. Hef reyndar ekki verið flokksbundinn í neinum flokki í áratugi. Og ekki látið í ljós stuðning við neinn flokk,“ segir stjórnmálafræðingurinn. Hann hafi oft átt fróðalegar og skemmtilegar samræður við stjórnmálaleiðtoga en aðeins veitt þeim ráðgjöf um eitt; réttlátt kosningakerfi. „Ég hef verið beðinn um að tala um íslensk stjórnmál og stjórnmálafræði á fjölmörgum fundum í áratugi. Alltaf tekið því vel. Talað hjá flestum flokkum, m.a Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Alþýðuflokki, Samfylkingu, Þjóðvaka, Vinstri grænum og Viðreisn. Oft talað undanfarið við Sósíalista á Samstöðinni. Flutti síðast erindi á flokksráðsfundi Vinstri grænna um síðustu helgi. - Auk þess talað oft á fundum í Rótarý og álíka klúbbum,“ segir Ólafur meðal annars. Hann hyggist halda áfram að sinna þessu hlutverki á eftirlaunaárunum. „Halda áfram að reyna að greina stjórnmálin á hlutlægan hátt. Segja frá vísindalegum niðurstöðum - og spekúlera. Tala á fundum þegar ég er beðinn. Tala við stjórnmálaforingja allra flokka í einkasamtölum þegar þeir vilja. Jafnvel gefa þeim ráð - ef einhverjir þeirra óska þess,“ segir hann og lætur nokkra broskarla fylgja. Fjölmiðlar Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Ástæðan er nýleg „fjölmiðlarýni“ í Viðskiptablaðinu, þar sem Ólafur er sagður í nánasta ráðgjafaliði Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, auk nafna hans Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, og Össurs Skarphéðinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Þremennirngarnir séu í daglegu tali kallaðir „öldungaráðið“ meðal „landgönguliða“ Samfylkingarinnar. „Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei gefið henni ráð, enda hefur hún aldrei falast eftir mínum ráðum,“ segir Ólafur Þ. á Facebook og segir sér ekki lengur stætt að sitja þegjandi hjá. „Við höfum reyndar skipst á fáeinum kurteisisorðum - í eitt eða tvö skipti. Stjórnaði svo einu sinni fundi í Hörpu þar sem Kristrún, Þórdís Kolbrún, Lilja Alfreðsdóttir og Katrín Jakobsdóttir voru í pallborði.“ Hann segir hið meinta öldungaráð hreinan uppspuna, „lygi“, eins og hann segir beinum orðum; auðvitað hafi hann rætt við Ólaf og Össur en yfirleitt í sitthvoru lagi og aldrei um mál Kristrúnar. Ekki verið flokksbundinn í áratugi „Undanfarin ár hefur Morgunblaðið iðulega fullyrt að ég sé Samfylkingarmaður. Það er lygi. Ég er ekki flokksbundinn í Samfylkingunni og hef aldrei verið. Hef reyndar ekki verið flokksbundinn í neinum flokki í áratugi. Og ekki látið í ljós stuðning við neinn flokk,“ segir stjórnmálafræðingurinn. Hann hafi oft átt fróðalegar og skemmtilegar samræður við stjórnmálaleiðtoga en aðeins veitt þeim ráðgjöf um eitt; réttlátt kosningakerfi. „Ég hef verið beðinn um að tala um íslensk stjórnmál og stjórnmálafræði á fjölmörgum fundum í áratugi. Alltaf tekið því vel. Talað hjá flestum flokkum, m.a Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Alþýðuflokki, Samfylkingu, Þjóðvaka, Vinstri grænum og Viðreisn. Oft talað undanfarið við Sósíalista á Samstöðinni. Flutti síðast erindi á flokksráðsfundi Vinstri grænna um síðustu helgi. - Auk þess talað oft á fundum í Rótarý og álíka klúbbum,“ segir Ólafur meðal annars. Hann hyggist halda áfram að sinna þessu hlutverki á eftirlaunaárunum. „Halda áfram að reyna að greina stjórnmálin á hlutlægan hátt. Segja frá vísindalegum niðurstöðum - og spekúlera. Tala á fundum þegar ég er beðinn. Tala við stjórnmálaforingja allra flokka í einkasamtölum þegar þeir vilja. Jafnvel gefa þeim ráð - ef einhverjir þeirra óska þess,“ segir hann og lætur nokkra broskarla fylgja.
Fjölmiðlar Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira