Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2025 10:10 Starmer er kominn til Washington og ávarpaði viðstadda í sendiherrabústaðnum. AP/Carl Court Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er kominn til Washington D.C. í Bandaríkjunum, þar sem hann mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta. Guardian segir að þess sé að vænta að Starmer freisti þess að afla stuðnings Trump við friðargæsluliða Bretlands og Frakklands í Úkraínu, ef til þess kemur að samningar nást um endalok átaka þar í landi. Trump sagði á ríkisstjórnarfundi í gær að Bandaríkjamenn myndu ekki veita Úkraínumönnum neins konar öryggistryggingar; það væri undir Evrópuríkjunum að gera það. Starmer hefur hins vegar sagt að evrópskir friðargæsluliðar þyrftu að njóta ýmis konar stuðnings frá Bandaríkjunum, meðal annars hvað varðar loftvarnir. „Öryggistryggingarnar verða að vera þannig að þær hindri [Vladimir Pútín Rússlandsforseta] frá því að snúa aftur,“ sagði Starmer við fjölmiðla á leiðinni yfir Atlantshafið. „Því áhyggjur mínar eru þær að án fælingar sé þetta bara tækifæri fyrir hann að bíða og koma svo aftur, því fyrirætlanir hans varðandi Úkraínu eru öllum ljósar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði ákvörðun stjórnvalda um að senda friðargæsluliða til Úkraínu ekki vera tekna af léttúð og að enn væri unnið að því að skoða mögulegar útfærslur. Stjórnvöld í Moskvu hafa hafnað hugmyndinni um evrópska friðargæsluliða, eftir að Trump hélt því fram að hann hefði rætt málið við Pútín og hann tekið vel í það. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti er væntanlegur til Washington á morgun, þar sem til stendur að ræða og mögulega undirrita samkomulag við Bandaríkjamenn um vinnslu auðlinda í Úkraínu. Selenskí segist þó ekki munu ganga að neinu samkomulagi fyrr en samkomulag hefur náðst um öryggistryggingar. Bandaríkin Bretland Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Guardian segir að þess sé að vænta að Starmer freisti þess að afla stuðnings Trump við friðargæsluliða Bretlands og Frakklands í Úkraínu, ef til þess kemur að samningar nást um endalok átaka þar í landi. Trump sagði á ríkisstjórnarfundi í gær að Bandaríkjamenn myndu ekki veita Úkraínumönnum neins konar öryggistryggingar; það væri undir Evrópuríkjunum að gera það. Starmer hefur hins vegar sagt að evrópskir friðargæsluliðar þyrftu að njóta ýmis konar stuðnings frá Bandaríkjunum, meðal annars hvað varðar loftvarnir. „Öryggistryggingarnar verða að vera þannig að þær hindri [Vladimir Pútín Rússlandsforseta] frá því að snúa aftur,“ sagði Starmer við fjölmiðla á leiðinni yfir Atlantshafið. „Því áhyggjur mínar eru þær að án fælingar sé þetta bara tækifæri fyrir hann að bíða og koma svo aftur, því fyrirætlanir hans varðandi Úkraínu eru öllum ljósar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði ákvörðun stjórnvalda um að senda friðargæsluliða til Úkraínu ekki vera tekna af léttúð og að enn væri unnið að því að skoða mögulegar útfærslur. Stjórnvöld í Moskvu hafa hafnað hugmyndinni um evrópska friðargæsluliða, eftir að Trump hélt því fram að hann hefði rætt málið við Pútín og hann tekið vel í það. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti er væntanlegur til Washington á morgun, þar sem til stendur að ræða og mögulega undirrita samkomulag við Bandaríkjamenn um vinnslu auðlinda í Úkraínu. Selenskí segist þó ekki munu ganga að neinu samkomulagi fyrr en samkomulag hefur náðst um öryggistryggingar.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira