Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 20:58 Tíu sveitar- og bæjarstjórar mótmæla lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Samsett Tíu bæjar- og sveitarstjórar mótmæla lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli og krefjast þess að hún verði opnuð strax auk þess að tré í Öskjuhlíð, sem skyggja á flugbrautina, verði felld. Þau segja að ekki sé um neitt „tilfinningaklám“ að ræða, líkt og Helga Vala Helgadóttir lögmaður sagði í Silfrinu á RÚV. „Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þarf hlýst,“ stendur í aðsendri grein á Vísi. Bæjar- og sveitarstjórarnir krefjast þar að flugbrautin verði opnuð og öryggi flugs verði tryggt. Það hefur verið áberandi í umræðunni undanfarnar vikur að annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað þar sem að tré sem skyggðu á flugbrautina höfðu ekki verið felld. Umræddu trén eru um fjögur hundruð talsins en unnið er nú að því að fella þau. Margir hafa þá áhyggjur af stöðu sjúkraflugs vegna lokunarinnar en bæjar- og sveitarstjórarnir segja eitt mannslíf meira virði en vöxtur og viðgangur þúsund trjáa. Sjá nánar: Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Sjá nánar: Hver einasta mínúta skipti máli Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Hornafjarðar eru skráð fyrir greininni. Aðgengi sjúklinga af landsbyggðinni ekkert tilfinningaklám Þau segja flest hafa „beina persónulega reynslu af því hvernig mínútur geta skipt sköpum þegar líf og heilsa ástvina hangir á bláþræði.“ Bæjar- og sveitarstjórarnir segja það sannarlega ekki við hæfi að kalla málið „tilfinningaklám.“ Það er vísun í orð Helgu Völu Helgadóttur lögmanns. Í Silfrinu á RÚV á mánudagskvöld kallaði Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, Reykjavíkurflugvöll líflínu landsbyggðarinnar, þar á meðal fyrir langveik börn, gamalmenn og þungaðar konur. Helga Vala sagði þá Guðmundi að forðast „tilfinningaklám“ sem rök, hún telur það hagkvæmara að flugið færi í gegnum alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Þá segja þau ekkert tilfinningaklám að lengdur flutningstími í tímaháðu inngripi hafi hamlandi áhrif á aðgengi sjúklinga á landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu. „Þegar fyrirvarinn er skammur getur skjótt inngrip færustu sérfræðinga á þjóðarsjúkrahúsinu skilið á milli lífs og dauða.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Dalvíkurbyggð Vesturbyggð Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
„Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þarf hlýst,“ stendur í aðsendri grein á Vísi. Bæjar- og sveitarstjórarnir krefjast þar að flugbrautin verði opnuð og öryggi flugs verði tryggt. Það hefur verið áberandi í umræðunni undanfarnar vikur að annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað þar sem að tré sem skyggðu á flugbrautina höfðu ekki verið felld. Umræddu trén eru um fjögur hundruð talsins en unnið er nú að því að fella þau. Margir hafa þá áhyggjur af stöðu sjúkraflugs vegna lokunarinnar en bæjar- og sveitarstjórarnir segja eitt mannslíf meira virði en vöxtur og viðgangur þúsund trjáa. Sjá nánar: Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Sjá nánar: Hver einasta mínúta skipti máli Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Hornafjarðar eru skráð fyrir greininni. Aðgengi sjúklinga af landsbyggðinni ekkert tilfinningaklám Þau segja flest hafa „beina persónulega reynslu af því hvernig mínútur geta skipt sköpum þegar líf og heilsa ástvina hangir á bláþræði.“ Bæjar- og sveitarstjórarnir segja það sannarlega ekki við hæfi að kalla málið „tilfinningaklám.“ Það er vísun í orð Helgu Völu Helgadóttur lögmanns. Í Silfrinu á RÚV á mánudagskvöld kallaði Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, Reykjavíkurflugvöll líflínu landsbyggðarinnar, þar á meðal fyrir langveik börn, gamalmenn og þungaðar konur. Helga Vala sagði þá Guðmundi að forðast „tilfinningaklám“ sem rök, hún telur það hagkvæmara að flugið færi í gegnum alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Þá segja þau ekkert tilfinningaklám að lengdur flutningstími í tímaháðu inngripi hafi hamlandi áhrif á aðgengi sjúklinga á landsbyggðinni að heilbrigðisþjónustu. „Þegar fyrirvarinn er skammur getur skjótt inngrip færustu sérfræðinga á þjóðarsjúkrahúsinu skilið á milli lífs og dauða.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Dalvíkurbyggð Vesturbyggð Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Norðurþing Þingeyjarsveit Ísafjarðarbær Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira