VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 08:02 Snemma á þessari öld stundaði ég nám við Kennaraháskóla Íslands. Ekki löngu áður en ég lauk námi voru undirritaðir nýir kjarasamningar þar sem gerðar voru breytingar á launatöflum í þá veru að laun færu hækkandi með lífaldri. Við sem þarna vorum í Kennó svo til beint úr framhaldsskóla komumst ekki hjá því að finnast hagsmunir okkar hafa verið fyrir borð bornir. Kannski hafði það áhrif að ungt fólk var fjarri góðu gamni við samningaborðið, en niðurstaðan var a.m.k. letjandi fyrir okkur sem vorum þá ung, en hvetjandi fyrir fólk á miðjum aldri að dusta rykið af kennaraprófinu. Til eru fjölmörg áþekk dæmi úr kjaraviðræðum þar sem hagsmunir þeirra sem eldri eru og/eða með meiri starfsreynslu eru teknir fram yfir hagsmuni fólks sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Stundum kann það að vera réttlætanlegt, en það sem er erfiðara að réttlæta er aðkomuleysi ungs fólks að kjaraviðræðunum og undirbúningi þeirra. Ég hef lagt áherslu á að málefni fólks á ólíkum aldri snúist ekki um mismunandi hópa, heldur einmitt um okkur sjálf á ólíkum tímabilum lífsins. Samt er alltaf ákveðin spenna á milli kynslóðanna og ein af birtingarmyndum hennar er tilhneiging eldra fólks til að líta svo á að yngra fólk hafi það bara skrambi gott, jafnvel betra en nokkru sinni áður. Ungt fólk þurfi að taka út ákveðna „reynslu“ sem fylgi því að eiga ekki alltaf pening og sætta sig við lakari húsakost. Þetta hugarfar getur hæglega leitt til stöðnunar, en þar fyrir utan er margt sem bendir til þess að aðstæður ungs fólks séu langt í frá til fyrirmyndar. Húsnæðismál og málefni barnafólks Hæst ber það ófremdarástand sem ríkir í húsnæðismálum og kemur þyngst niður á yngra fólki sem er gert sífellt erfiðara að koma sér þaki yfir höfuð. Fjöldi fólks situr fastur í foreldrahúsum og ójöfnuður hefur aukist þar sem ungt fólk er háð fyrirgreiðslu foreldra til að komast út á fasteignamarkað. Verkalýðshreyfingin hefur tekið húsnæðismál föstum tökum með uppbyggingu Bjargs og nú hefur VR einnig byggt leiguíbúðir undir merkjum VR Blævar. Um leið er mikilvægt að VR og önnur stéttarfélög beiti sér af krafti fyrir því að húsnæðisuppbygging haldist í hendur við fólksfjölgun og að réttarstaða fólks á leigumarkaði verði bætt. Þar er enn mikið verk að vinna. Málefni barnafjölskyldna eru einnig ríkt hagsmunamál ungs fólks. Hægt gengur að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla sem setur bæði fjárhagslega og tilfinningalega pressu á fólk á viðkvæmum tíma ævinnar. Stjórnvöld gáfu fyrirheit með síðustu kjarasamningum en nú þegar ár er liðið frá undirritun þeirra bólar lítið á aðgerðum. Samkvæmt úttekt sem VR vann getur tekjuskerðing foreldra vegna fæðingarorlofs og umönnunarbils hlaupið á milljónum króna. Ungliðaráð VR hefur réttilega lagt til að VR taki upp fæðingastyrk, líkt og mörg önnur stéttarfélög og ég hef stutt þá tillögu og beitt mér fyrir að hún fái brautargengi. Í leikskólamálum má merkja afturför og jafnvel stefnubreytingu þar sem nokkur sveitarfélög hafa farið þá leið að hækka leikskólagjöld fyrir börn fullvinnandi foreldra. Getur munað hundruðum þúsunda í árlegar greiðslur. Í þeirri stefnumótun virðist gleymast að leikskólar eru vissulega fyrsta skólastig barna og mikilvæg uppeldis- og menntastofnun, en þeir eru líka íverustaður barna meðan foreldrar stunda vinnu. Þessa þætti er ekki hægt að slíta í sundur við stefnumótun. Tilhneigingin virðist vera sú að mála unga foreldra upp sem afskiptalausa um börn sín þar sem þau dvelja á leikskóla heilan dag. En ef betur er að gáð eru ungir foreldrar að stofninum til virkari í lífi barna sinna í dag en nokkru sinni áður, enda hefur foreldrahlutverkið tekið gríðarlegum breytingum á síðustu áratugum. Eitt einfalt dæmi er að það er stutt síðan allir kappleikir barna fóru fram að þjálfurum einum viðstöddum, en í dag fylgir foreldri hverju barni. Ungliðaráð VR og breyting starfa Innan VR starfar nýlega stofnað Ungliðaráð sem er ætlað að vera stjórn félagsins ráðgefandi um málefni ungs fólks. Ráðið er líka vettvangur fyrir ungt fólk til að láta til sín taka í starfi félagsins síns og hafa áhrif á stefnumótun í stóru og smáu. Fjölmargt launafólk stígur sín fyrstu skref á vinnumarkaði sem félagsfólk VR og ungt fólk telur meira en helming félaga. Öll eiga þau mikið undir samhentri og öflugri verkalýðshreyfingu, en líka að hreyfingin þurfi að standa skil á verkum sínum gagnvart yngra fólki, eins og öðrum. Loks er rétt að nefna tækifæri ungs fólks til bæði náms og starfa. Í samtölum mínum við ungt fólk hef ég orðið vör við að sífellt fleiri veigra sér við að fara í nám nema þá að vinna allt að fulla vinnu með námi. Þetta fyrirkomulag er ekki aðeins lýjandi fyrir það unga fólk sem í hlut á, heldur getur beinlínis unnið gegn gagnrýnni hugsun, sem er samfélaginu nauðsynleg. Núna, árið 2025, er jafnlangt frá árinu 2000 og það er til ársins 2050. Fjölmörg störf hafa tekið gríðarlegum breytingum frá aldamótum og ætla má að breytingarnar verði síst minni á þeim aldarfjórðungi sem nú fer í hönd. Breytingarnar geta aukið á atvinnuleysi og efnahagslegt óöryggi, en þær geta líka orðið til þess að skapa betri og skemmtilegri störf og um leið betra samfélag. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar er að tryggja hið síðarnefnda og sú barátta krefst aðkomu ungs fólks. Ég hef hvatt ungt fólk til að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan VR og mun halda þeirri hvatningu til streitu. Um leið hvet ég ungt fólk til að velja fulltrúa til stjórnar og formanns VR í kosningum sem fram fara nú í mars. Ekki láta aðra kjósa fyrir þig! Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Halla Gunnarsdóttir Skóla- og menntamál Húsnæðismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Snemma á þessari öld stundaði ég nám við Kennaraháskóla Íslands. Ekki löngu áður en ég lauk námi voru undirritaðir nýir kjarasamningar þar sem gerðar voru breytingar á launatöflum í þá veru að laun færu hækkandi með lífaldri. Við sem þarna vorum í Kennó svo til beint úr framhaldsskóla komumst ekki hjá því að finnast hagsmunir okkar hafa verið fyrir borð bornir. Kannski hafði það áhrif að ungt fólk var fjarri góðu gamni við samningaborðið, en niðurstaðan var a.m.k. letjandi fyrir okkur sem vorum þá ung, en hvetjandi fyrir fólk á miðjum aldri að dusta rykið af kennaraprófinu. Til eru fjölmörg áþekk dæmi úr kjaraviðræðum þar sem hagsmunir þeirra sem eldri eru og/eða með meiri starfsreynslu eru teknir fram yfir hagsmuni fólks sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Stundum kann það að vera réttlætanlegt, en það sem er erfiðara að réttlæta er aðkomuleysi ungs fólks að kjaraviðræðunum og undirbúningi þeirra. Ég hef lagt áherslu á að málefni fólks á ólíkum aldri snúist ekki um mismunandi hópa, heldur einmitt um okkur sjálf á ólíkum tímabilum lífsins. Samt er alltaf ákveðin spenna á milli kynslóðanna og ein af birtingarmyndum hennar er tilhneiging eldra fólks til að líta svo á að yngra fólk hafi það bara skrambi gott, jafnvel betra en nokkru sinni áður. Ungt fólk þurfi að taka út ákveðna „reynslu“ sem fylgi því að eiga ekki alltaf pening og sætta sig við lakari húsakost. Þetta hugarfar getur hæglega leitt til stöðnunar, en þar fyrir utan er margt sem bendir til þess að aðstæður ungs fólks séu langt í frá til fyrirmyndar. Húsnæðismál og málefni barnafólks Hæst ber það ófremdarástand sem ríkir í húsnæðismálum og kemur þyngst niður á yngra fólki sem er gert sífellt erfiðara að koma sér þaki yfir höfuð. Fjöldi fólks situr fastur í foreldrahúsum og ójöfnuður hefur aukist þar sem ungt fólk er háð fyrirgreiðslu foreldra til að komast út á fasteignamarkað. Verkalýðshreyfingin hefur tekið húsnæðismál föstum tökum með uppbyggingu Bjargs og nú hefur VR einnig byggt leiguíbúðir undir merkjum VR Blævar. Um leið er mikilvægt að VR og önnur stéttarfélög beiti sér af krafti fyrir því að húsnæðisuppbygging haldist í hendur við fólksfjölgun og að réttarstaða fólks á leigumarkaði verði bætt. Þar er enn mikið verk að vinna. Málefni barnafjölskyldna eru einnig ríkt hagsmunamál ungs fólks. Hægt gengur að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla sem setur bæði fjárhagslega og tilfinningalega pressu á fólk á viðkvæmum tíma ævinnar. Stjórnvöld gáfu fyrirheit með síðustu kjarasamningum en nú þegar ár er liðið frá undirritun þeirra bólar lítið á aðgerðum. Samkvæmt úttekt sem VR vann getur tekjuskerðing foreldra vegna fæðingarorlofs og umönnunarbils hlaupið á milljónum króna. Ungliðaráð VR hefur réttilega lagt til að VR taki upp fæðingastyrk, líkt og mörg önnur stéttarfélög og ég hef stutt þá tillögu og beitt mér fyrir að hún fái brautargengi. Í leikskólamálum má merkja afturför og jafnvel stefnubreytingu þar sem nokkur sveitarfélög hafa farið þá leið að hækka leikskólagjöld fyrir börn fullvinnandi foreldra. Getur munað hundruðum þúsunda í árlegar greiðslur. Í þeirri stefnumótun virðist gleymast að leikskólar eru vissulega fyrsta skólastig barna og mikilvæg uppeldis- og menntastofnun, en þeir eru líka íverustaður barna meðan foreldrar stunda vinnu. Þessa þætti er ekki hægt að slíta í sundur við stefnumótun. Tilhneigingin virðist vera sú að mála unga foreldra upp sem afskiptalausa um börn sín þar sem þau dvelja á leikskóla heilan dag. En ef betur er að gáð eru ungir foreldrar að stofninum til virkari í lífi barna sinna í dag en nokkru sinni áður, enda hefur foreldrahlutverkið tekið gríðarlegum breytingum á síðustu áratugum. Eitt einfalt dæmi er að það er stutt síðan allir kappleikir barna fóru fram að þjálfurum einum viðstöddum, en í dag fylgir foreldri hverju barni. Ungliðaráð VR og breyting starfa Innan VR starfar nýlega stofnað Ungliðaráð sem er ætlað að vera stjórn félagsins ráðgefandi um málefni ungs fólks. Ráðið er líka vettvangur fyrir ungt fólk til að láta til sín taka í starfi félagsins síns og hafa áhrif á stefnumótun í stóru og smáu. Fjölmargt launafólk stígur sín fyrstu skref á vinnumarkaði sem félagsfólk VR og ungt fólk telur meira en helming félaga. Öll eiga þau mikið undir samhentri og öflugri verkalýðshreyfingu, en líka að hreyfingin þurfi að standa skil á verkum sínum gagnvart yngra fólki, eins og öðrum. Loks er rétt að nefna tækifæri ungs fólks til bæði náms og starfa. Í samtölum mínum við ungt fólk hef ég orðið vör við að sífellt fleiri veigra sér við að fara í nám nema þá að vinna allt að fulla vinnu með námi. Þetta fyrirkomulag er ekki aðeins lýjandi fyrir það unga fólk sem í hlut á, heldur getur beinlínis unnið gegn gagnrýnni hugsun, sem er samfélaginu nauðsynleg. Núna, árið 2025, er jafnlangt frá árinu 2000 og það er til ársins 2050. Fjölmörg störf hafa tekið gríðarlegum breytingum frá aldamótum og ætla má að breytingarnar verði síst minni á þeim aldarfjórðungi sem nú fer í hönd. Breytingarnar geta aukið á atvinnuleysi og efnahagslegt óöryggi, en þær geta líka orðið til þess að skapa betri og skemmtilegri störf og um leið betra samfélag. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar er að tryggja hið síðarnefnda og sú barátta krefst aðkomu ungs fólks. Ég hef hvatt ungt fólk til að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan VR og mun halda þeirri hvatningu til streitu. Um leið hvet ég ungt fólk til að velja fulltrúa til stjórnar og formanns VR í kosningum sem fram fara nú í mars. Ekki láta aðra kjósa fyrir þig! Höfundur er formaður VR og í framboði í kosningum sem fram fara 6. til 13. mars
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar