Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. febrúar 2025 14:55 Stjórnmálaflokkurinn Vinir Kópavogs spratt upp úr samnefndum grasrótarsamtökum árið 2022. Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. Í byrjun janúar kom í ljós að Flokkur fólksins var ekki skráður sem stjórnmálaflokkur þrátt fyrir að þiggja styrki sem slíkur. Eftir frekari fréttaflutning um málið kom í ljós að fleiri flokkar höfðu gert sömu mistök, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistar höfðu öll þegið styrki án réttrar skráningar. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, óskaði eftir því á bæjarráðsfundi 30. janúar síðastliðnum að teknar yrðu saman upplýsingar um styrki sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka og hvort styrkþegar uppfylltu skilyrði til laganna. Samantektin átti að taka til yfirstandandi kjörtímabils. Bæjarráð vísaði fyrirspurninni áfram til bæjarritarans Pálma Þórs Mássonar sem skilaði umsögn sinni á næsta bæjarráðsfundi 4. febrúar. Enn skráð sem félagasamtök Í umsögn bæjarritara kom fram að öll stjórnmálasamtök sem eru með bæjarfulltrúa í Kópavogi væru á lista ríkisskattstjóra yfir skráð stjórnmálasamtök nema eitt, Vinir Kópavogs. Sá flokkur væri enn skráður sem félagasamtök. Enn fremur kom fram að allir stjórnmálaflokkar með bæjarfulltrúa hefðu uppfyllt upplýsingaskyldu sína um reikningsskil nema Vinir Kópavogs. Árið 2022 hefði flokkurinn ekki staðið við nein skil og árið 2023 hefðu skilin verið ófullnægjandi. Bæjarstjórn Kópavogs en í henni sitja fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki, Framsókn, Vinum Kópavogs, Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum. Styrkir til stjórnmálasamtaka úr bæjarsjóði Kópavogs eru greiddir út í tvennu lagi í upphafi og lok kjörtímabils, annars vegar í upphafi árs og hins vegar á miðju ári. Á öðru og þriðja ári kjörtímabils eru styrkir greiddir út í einu lagi á miðju ári. Styrkirnir dreifast eftir atkvæðamagni og þar sem Vinir Kópavogs fengur 15,3 prósent hefur flokkurinn fengið 2.394.524 krónur. Árið 2022 fékk flokkurinn 462.799 krónur, árið 2023 fékk hann 925.599 krónur og í fyrra fékk hann 1.006.126 krónur. Enn á eftir að greiða styrki fyrir árið í ár. Hafi gert ráðstafanir Á sama bæjarstjórnarfundi lögðu þau Ásdís Kristjánsdóttir, Orri V. Hlöðversson, Hjördís Ýr Johnson og Andri S. Hilmarsson fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihlutans: „Þeir flokkar sem sitja í bæjarstjórn Kópavogs bera ábyrgð á því að uppfylla lagaskilyrði um starfsemi stjórnmálaflokka. Markmið laganna er að auka traust á stjórnmálastarfsemi, tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka og efla lýðræði og gagnsæi. Kópavogsbær mun jafnframt endurskoða verklagið hjá sér til að tryggja að styrkir séu greiddir í samræmi við lög og reglur.“ Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs, segir flokkinn hafa gert ráðstafanir til að breyta skráningunni.Stöð 2 Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs, lagði fram gagnbókun þar sem sagði að Kópavogsbær bæri ábyrgð á framkvæmd laganna, engin leiðsögn hefði fylgt greiðslum bæjarins um að skrá þyrfti starfsemi hjá ríkisskattstjóra eða ríkisendurskoðanda og að Vinir Kópavogs hefðu gert ráðstafanir til að skrá starfsemi sína með réttum hætti. Bókun Helgu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: „Kópavogsbær ber ábyrgð á framkvæmd laga nr.162/2006 um starfsemi stjórnmálaflokka. Kópavogsbær greiðir á grundvelli laganna út styrki til þeirra sem fullnægja lagaskilyrðum án þess að umsóknir berist frá flokkunum. Engin leiðsögn hefur fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um að skrá þyrfti starfsemi hjá ríkisskattstjóra eða ríkisendurskoðanda. Vinir Kópavogs brugðust við um leið og umræða hófst um þessi mál og hafa gert ráðstafanir til að skrá starfsemi sína með réttum hætti.“ Kópavogur Styrkir til stjórnmálasamtaka Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Í byrjun janúar kom í ljós að Flokkur fólksins var ekki skráður sem stjórnmálaflokkur þrátt fyrir að þiggja styrki sem slíkur. Eftir frekari fréttaflutning um málið kom í ljós að fleiri flokkar höfðu gert sömu mistök, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Píratar og Sósíalistar höfðu öll þegið styrki án réttrar skráningar. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, óskaði eftir því á bæjarráðsfundi 30. janúar síðastliðnum að teknar yrðu saman upplýsingar um styrki sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka og hvort styrkþegar uppfylltu skilyrði til laganna. Samantektin átti að taka til yfirstandandi kjörtímabils. Bæjarráð vísaði fyrirspurninni áfram til bæjarritarans Pálma Þórs Mássonar sem skilaði umsögn sinni á næsta bæjarráðsfundi 4. febrúar. Enn skráð sem félagasamtök Í umsögn bæjarritara kom fram að öll stjórnmálasamtök sem eru með bæjarfulltrúa í Kópavogi væru á lista ríkisskattstjóra yfir skráð stjórnmálasamtök nema eitt, Vinir Kópavogs. Sá flokkur væri enn skráður sem félagasamtök. Enn fremur kom fram að allir stjórnmálaflokkar með bæjarfulltrúa hefðu uppfyllt upplýsingaskyldu sína um reikningsskil nema Vinir Kópavogs. Árið 2022 hefði flokkurinn ekki staðið við nein skil og árið 2023 hefðu skilin verið ófullnægjandi. Bæjarstjórn Kópavogs en í henni sitja fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki, Framsókn, Vinum Kópavogs, Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum. Styrkir til stjórnmálasamtaka úr bæjarsjóði Kópavogs eru greiddir út í tvennu lagi í upphafi og lok kjörtímabils, annars vegar í upphafi árs og hins vegar á miðju ári. Á öðru og þriðja ári kjörtímabils eru styrkir greiddir út í einu lagi á miðju ári. Styrkirnir dreifast eftir atkvæðamagni og þar sem Vinir Kópavogs fengur 15,3 prósent hefur flokkurinn fengið 2.394.524 krónur. Árið 2022 fékk flokkurinn 462.799 krónur, árið 2023 fékk hann 925.599 krónur og í fyrra fékk hann 1.006.126 krónur. Enn á eftir að greiða styrki fyrir árið í ár. Hafi gert ráðstafanir Á sama bæjarstjórnarfundi lögðu þau Ásdís Kristjánsdóttir, Orri V. Hlöðversson, Hjördís Ýr Johnson og Andri S. Hilmarsson fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihlutans: „Þeir flokkar sem sitja í bæjarstjórn Kópavogs bera ábyrgð á því að uppfylla lagaskilyrði um starfsemi stjórnmálaflokka. Markmið laganna er að auka traust á stjórnmálastarfsemi, tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka og efla lýðræði og gagnsæi. Kópavogsbær mun jafnframt endurskoða verklagið hjá sér til að tryggja að styrkir séu greiddir í samræmi við lög og reglur.“ Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs, segir flokkinn hafa gert ráðstafanir til að breyta skráningunni.Stöð 2 Helga Jónsdóttir, oddviti Vina Kópavogs, lagði fram gagnbókun þar sem sagði að Kópavogsbær bæri ábyrgð á framkvæmd laganna, engin leiðsögn hefði fylgt greiðslum bæjarins um að skrá þyrfti starfsemi hjá ríkisskattstjóra eða ríkisendurskoðanda og að Vinir Kópavogs hefðu gert ráðstafanir til að skrá starfsemi sína með réttum hætti. Bókun Helgu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: „Kópavogsbær ber ábyrgð á framkvæmd laga nr.162/2006 um starfsemi stjórnmálaflokka. Kópavogsbær greiðir á grundvelli laganna út styrki til þeirra sem fullnægja lagaskilyrðum án þess að umsóknir berist frá flokkunum. Engin leiðsögn hefur fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um að skrá þyrfti starfsemi hjá ríkisskattstjóra eða ríkisendurskoðanda. Vinir Kópavogs brugðust við um leið og umræða hófst um þessi mál og hafa gert ráðstafanir til að skrá starfsemi sína með réttum hætti.“
Kópavogur Styrkir til stjórnmálasamtaka Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira