Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Bjarki Sigurðsson skrifar 9. janúar 2025 21:58 Sigríður Gunnarsdóttir býr í Smyrilshlíð. Hún er ekki ánægð með fyrirhugaðar framkvæmdir í hverfinu. Vísir/Bjarni Íbúi í Smyrilshlíð í Hlíðarendahverfi hefur miklar áhyggjur af fyrirhuguðu fimm hæða húsi nokkrum metrum frá íbúð hennar. Íbúð sem áður var auglýst sem útsýnisíbúð verði án sólarljóss allan ársins hring breyti borgin ekki áformum. Árið 2019 keyptu Sigríður Gunnarsdóttir og fleiri íbúðir í nýbyggðu fjölbýlishúsi við Smyrilshlíð og Haukahlíð. Íbúðirnar voru auglýstar sem útsýnisíbúðir enda fallegt um að litast til norðvesturs, þangað sem svalir íbúðanna snúa. Á næstu mánuðum mun útsýnið þó að öllum líkindum hverfa því reisa á fimm hæða hús á reit norðvestur af íbúð Sigríðar. Ekki nóg með það að Sigríður missi útsýnið sem henni var selt, heldur sýna teikningar af skuggavarpi að íbúðin verði í skugga allan ársins hring. „Það er það sem við erum fyrst og fremst að fara fram á að borgin endurskoði. Framkvæmdin er ekki hafin og það er hægt að leiðrétta þetta,“ segir Sigríður. Auglýsing frá því að íbúðirnar fóru í sölu. Þá voru þær auglýstar sem útsýnisíbúðir. Deiliskipulagi hafi verið breytt um mitt sumar án þess að nokkur íbúi hafi áttað sig fyllilega á því hvað væri að gerast. „Það er það sem er svo magnað í þessu, og við og þið sem borgarar erum algjörlega óvarin. Það virðist vera að sama hversu duglegir menn eru að grafa upp upplýsingar og senda inn andmæli, mér finnst það bara ekki skipta neinu máli. Og ég efast um að þeir lesi það sem maður sendir,“ segir Sigríður. Páll Líndal umhverfissálfræðingur segir alvarlegt ef það á að svipta íbúa birtunni. „Það skiptir okkur máli að hafa ákveðið framboð af birtu og ákveðið framboð af myrkri. Þannig ef við erum að rýra ljósvistina inni hjá fólki, þá er það slæmt mál. Það er í rauninni heilsuspillandi að gera þetta,“ segir Páll. Þú ert umhverfissálfræðingur, sýnist þér að einhver þannig hafi verið kallaður út við þetta? „Ég get ekki ímyndað mér það. Það er alveg fjarstæðukennt.“ Páll Líndal er umhverfissálfræðingur.Vísir/Bjarni Þá sé gott útsýni mikilvægt. „Og þegar varan er seld undir þeim formerkjum að það sé útsýni, og að hún bjóði upp á tiltekna kosti, þá geta menn ekki breytt því úti í miðri á. Sagt að þetta eigi að vera allt öðruvísi og taka það sem fólk var mögulega að sækjast eftir hvað mest,“ segir Páll. Reykjavík Húsnæðismál Heilsa Byggingariðnaður Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Árið 2019 keyptu Sigríður Gunnarsdóttir og fleiri íbúðir í nýbyggðu fjölbýlishúsi við Smyrilshlíð og Haukahlíð. Íbúðirnar voru auglýstar sem útsýnisíbúðir enda fallegt um að litast til norðvesturs, þangað sem svalir íbúðanna snúa. Á næstu mánuðum mun útsýnið þó að öllum líkindum hverfa því reisa á fimm hæða hús á reit norðvestur af íbúð Sigríðar. Ekki nóg með það að Sigríður missi útsýnið sem henni var selt, heldur sýna teikningar af skuggavarpi að íbúðin verði í skugga allan ársins hring. „Það er það sem við erum fyrst og fremst að fara fram á að borgin endurskoði. Framkvæmdin er ekki hafin og það er hægt að leiðrétta þetta,“ segir Sigríður. Auglýsing frá því að íbúðirnar fóru í sölu. Þá voru þær auglýstar sem útsýnisíbúðir. Deiliskipulagi hafi verið breytt um mitt sumar án þess að nokkur íbúi hafi áttað sig fyllilega á því hvað væri að gerast. „Það er það sem er svo magnað í þessu, og við og þið sem borgarar erum algjörlega óvarin. Það virðist vera að sama hversu duglegir menn eru að grafa upp upplýsingar og senda inn andmæli, mér finnst það bara ekki skipta neinu máli. Og ég efast um að þeir lesi það sem maður sendir,“ segir Sigríður. Páll Líndal umhverfissálfræðingur segir alvarlegt ef það á að svipta íbúa birtunni. „Það skiptir okkur máli að hafa ákveðið framboð af birtu og ákveðið framboð af myrkri. Þannig ef við erum að rýra ljósvistina inni hjá fólki, þá er það slæmt mál. Það er í rauninni heilsuspillandi að gera þetta,“ segir Páll. Þú ert umhverfissálfræðingur, sýnist þér að einhver þannig hafi verið kallaður út við þetta? „Ég get ekki ímyndað mér það. Það er alveg fjarstæðukennt.“ Páll Líndal er umhverfissálfræðingur.Vísir/Bjarni Þá sé gott útsýni mikilvægt. „Og þegar varan er seld undir þeim formerkjum að það sé útsýni, og að hún bjóði upp á tiltekna kosti, þá geta menn ekki breytt því úti í miðri á. Sagt að þetta eigi að vera allt öðruvísi og taka það sem fólk var mögulega að sækjast eftir hvað mest,“ segir Páll.
Reykjavík Húsnæðismál Heilsa Byggingariðnaður Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira