Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. nóvember 2024 22:03 Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar og Þorvaldur frá ÞG verk handsala hér verksamninginn með Sigurð Inga á milli sín. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá við Selfoss. Fyrsta skóflustungan af brúnni var tekin í dag. Ráðherra segir að veggjaldið yfir brúnna verði eins og verðið á einni kókflösku. Áður en Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála-, efnahags- og innviðaráðherra skellti sér upp í gröfuna var skrifað undir verksamnings inn í golfskálanum á Selfoss á milli Vegagerðarinnar, ríkisins og ÞG verks. Þegar undirskriftunum var lokið var komið að ráðherra. Hann var ekki í vandræðum eða lengi að taka skóflustunguna. Nýja brúin verður um 330 metra löng og 19 metra breið. „Þetta er bara stórkostlegur dagur í samgöngusögu Íslands Nýja brúin mun auðvitað hafa verulega áhrif á, bæði fækka slysum, minnka tafirnar og gera fólki auðveldara fyrir að ferðast hér um landið og komast hér austur um þeir sem ætla ekki að stoppa á Selfossi,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála-, efnahags- og innviðaráðherra, sem tók fyrstu skóflustunguna af nýju brúnni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Sigurður Ingi var búin að lofa nýrri Ölfusárbrú fyrir nokkrum árum en þá gerðist ekkert. Hvað hefur breyst? „Fréttin er að við erum komin á þennan stað og hún er að hefjast en það er rétt að það hafa verið hindranir og þröskuldar og tafir en allt fer vel að lokum,“ segir ráðherra. Það verður veggjald yfir nýju brúnna, sem á að vera tilbúin haustið 2028. En hvað mun ferðin kosta? „Það verður sirka svona kókflaska fyrir þá sem fara oft,“ segir Sigurður Ingi. „Við hefjumst bara handa strax. Framkvæmdir eru að sjálfum sér komnar af stað í hönnun, hönnun er komin á fullan kraft og núna standa yfir jarðvegsrannsóknir og síðan í kjölfarið fer verkið af stað,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks og eigandi en fyrirtækið hans mun sjá um smíði brúarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En munu margir fá vinnu við smíði nýju brúarinnar? „Það verður mjög breytilegt á verktímanum en þegar mest lætur verða það svona um 150 manns,“ segir Þorvaldur. Íslenska fánanum var að sjálfsögðu flaggað við golfskála Golfklúbbs Selfoss í dag þar sem athöfnin fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ný Ölfusárbrú Framsóknarflokkurinn Vegagerð Samgöngur Byggingariðnaður Tengdar fréttir Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýrri Ölfusárbrú í dag. Þá var undirritaður verktakasamningur í Golfskálanum á Selfossi. 20. nóvember 2024 16:39 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Áður en Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála-, efnahags- og innviðaráðherra skellti sér upp í gröfuna var skrifað undir verksamnings inn í golfskálanum á Selfoss á milli Vegagerðarinnar, ríkisins og ÞG verks. Þegar undirskriftunum var lokið var komið að ráðherra. Hann var ekki í vandræðum eða lengi að taka skóflustunguna. Nýja brúin verður um 330 metra löng og 19 metra breið. „Þetta er bara stórkostlegur dagur í samgöngusögu Íslands Nýja brúin mun auðvitað hafa verulega áhrif á, bæði fækka slysum, minnka tafirnar og gera fólki auðveldara fyrir að ferðast hér um landið og komast hér austur um þeir sem ætla ekki að stoppa á Selfossi,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála-, efnahags- og innviðaráðherra, sem tók fyrstu skóflustunguna af nýju brúnni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Sigurður Ingi var búin að lofa nýrri Ölfusárbrú fyrir nokkrum árum en þá gerðist ekkert. Hvað hefur breyst? „Fréttin er að við erum komin á þennan stað og hún er að hefjast en það er rétt að það hafa verið hindranir og þröskuldar og tafir en allt fer vel að lokum,“ segir ráðherra. Það verður veggjald yfir nýju brúnna, sem á að vera tilbúin haustið 2028. En hvað mun ferðin kosta? „Það verður sirka svona kókflaska fyrir þá sem fara oft,“ segir Sigurður Ingi. „Við hefjumst bara handa strax. Framkvæmdir eru að sjálfum sér komnar af stað í hönnun, hönnun er komin á fullan kraft og núna standa yfir jarðvegsrannsóknir og síðan í kjölfarið fer verkið af stað,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks og eigandi en fyrirtækið hans mun sjá um smíði brúarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En munu margir fá vinnu við smíði nýju brúarinnar? „Það verður mjög breytilegt á verktímanum en þegar mest lætur verða það svona um 150 manns,“ segir Þorvaldur. Íslenska fánanum var að sjálfsögðu flaggað við golfskála Golfklúbbs Selfoss í dag þar sem athöfnin fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ný Ölfusárbrú Framsóknarflokkurinn Vegagerð Samgöngur Byggingariðnaður Tengdar fréttir Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýrri Ölfusárbrú í dag. Þá var undirritaður verktakasamningur í Golfskálanum á Selfossi. 20. nóvember 2024 16:39 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýrri Ölfusárbrú í dag. Þá var undirritaður verktakasamningur í Golfskálanum á Selfossi. 20. nóvember 2024 16:39
Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21
Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07