Áfram kennarar fyrir nemendur þessa lands! Helga Þórey Júlíudóttir skrifar 14. október 2024 10:31 Menntun er óumdeilanlega ein af grunnstoðum samfélagsins. Öll börn eiga rétt á gæðamenntun sem veitir þeim tækifæri til að blómstra og uppgötva styrkleika sína. Á Íslandi hafa kennarar lengi gegnt lykilhlutverki í því ferli en nú standa þeir enn á ný í kjarabaráttu sem lítið miðar áfram. Laun kennara á Íslandi hafa dregist aftur úr launum sambærilegra fagstétta á almennum vinnumarkaði um tæp 40% (Hagstofan). Þetta hefur gerst þrátt fyrir auknar kröfur um gæðamenntun og aukið vinnuálag. Afleiðingin er sú að það er orðið mun erfiðara að fá vel menntaða kennara til starfa. Kennarar hafa ekki valið sinn starfsvettvang til þess að vera í góðri innivinnu sem borgar vel, heldur af ástríðu og eldmóði til að vinna faglegt starf með börnum, leiðbeina þeim og sjá þau blómstra. Þeir kennarar sem ég hef kynnst völdu sér þetta sem ævistarf til þess að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þeir vilja hjálpa börnum að þroskast, læra og finna styrkleika sína, en slík ástríða ein og sér gerir það ekki sjálfkrafa auðvelt að laða að fært fagfólk í skólana. Ég þekki líka marga sem hafa menntað sig sem kennarar en geta ekki hugsað sér að vinna sem slíkir. Með launum sem eru á pari við laun annarra fagstétta myndu skólarnir fá fleiri vel menntaða kennara til starfa sem myndi bæta stöðuna fyrir nemendur og menntakerfið í heild sinni. Árið 2016 var undirritað samkomulag um jöfnun launa milli almenns vinnumarkaðar og hins opinbera. Samt sem áður hafa kennarar enn ekki fengið þá launahækkun sem lofað var. Á meðan lífeyrisréttindi þeirra hafa verið skert, bíða þeir enn eftir að samkomulagið verði uppfyllt. Þessi kjarabarátta er ekki aðeins spurning um réttindi kennara heldur líka spurning um framtíð íslenskrar menntunar. Mannsæmandi laun eru lykilatriði til að tryggja að íslensk börn fái bestu mögulegu kennarana og þá menntun sem þau eiga rétt á. FJÁRFESTUM Í KENNURUM ! Höfundur er sérkennari í Tækniskólanum og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Menntun er óumdeilanlega ein af grunnstoðum samfélagsins. Öll börn eiga rétt á gæðamenntun sem veitir þeim tækifæri til að blómstra og uppgötva styrkleika sína. Á Íslandi hafa kennarar lengi gegnt lykilhlutverki í því ferli en nú standa þeir enn á ný í kjarabaráttu sem lítið miðar áfram. Laun kennara á Íslandi hafa dregist aftur úr launum sambærilegra fagstétta á almennum vinnumarkaði um tæp 40% (Hagstofan). Þetta hefur gerst þrátt fyrir auknar kröfur um gæðamenntun og aukið vinnuálag. Afleiðingin er sú að það er orðið mun erfiðara að fá vel menntaða kennara til starfa. Kennarar hafa ekki valið sinn starfsvettvang til þess að vera í góðri innivinnu sem borgar vel, heldur af ástríðu og eldmóði til að vinna faglegt starf með börnum, leiðbeina þeim og sjá þau blómstra. Þeir kennarar sem ég hef kynnst völdu sér þetta sem ævistarf til þess að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þeir vilja hjálpa börnum að þroskast, læra og finna styrkleika sína, en slík ástríða ein og sér gerir það ekki sjálfkrafa auðvelt að laða að fært fagfólk í skólana. Ég þekki líka marga sem hafa menntað sig sem kennarar en geta ekki hugsað sér að vinna sem slíkir. Með launum sem eru á pari við laun annarra fagstétta myndu skólarnir fá fleiri vel menntaða kennara til starfa sem myndi bæta stöðuna fyrir nemendur og menntakerfið í heild sinni. Árið 2016 var undirritað samkomulag um jöfnun launa milli almenns vinnumarkaðar og hins opinbera. Samt sem áður hafa kennarar enn ekki fengið þá launahækkun sem lofað var. Á meðan lífeyrisréttindi þeirra hafa verið skert, bíða þeir enn eftir að samkomulagið verði uppfyllt. Þessi kjarabarátta er ekki aðeins spurning um réttindi kennara heldur líka spurning um framtíð íslenskrar menntunar. Mannsæmandi laun eru lykilatriði til að tryggja að íslensk börn fái bestu mögulegu kennarana og þá menntun sem þau eiga rétt á. FJÁRFESTUM Í KENNURUM ! Höfundur er sérkennari í Tækniskólanum og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar