Áfram kennarar fyrir nemendur þessa lands! Helga Þórey Júlíudóttir skrifar 14. október 2024 10:31 Menntun er óumdeilanlega ein af grunnstoðum samfélagsins. Öll börn eiga rétt á gæðamenntun sem veitir þeim tækifæri til að blómstra og uppgötva styrkleika sína. Á Íslandi hafa kennarar lengi gegnt lykilhlutverki í því ferli en nú standa þeir enn á ný í kjarabaráttu sem lítið miðar áfram. Laun kennara á Íslandi hafa dregist aftur úr launum sambærilegra fagstétta á almennum vinnumarkaði um tæp 40% (Hagstofan). Þetta hefur gerst þrátt fyrir auknar kröfur um gæðamenntun og aukið vinnuálag. Afleiðingin er sú að það er orðið mun erfiðara að fá vel menntaða kennara til starfa. Kennarar hafa ekki valið sinn starfsvettvang til þess að vera í góðri innivinnu sem borgar vel, heldur af ástríðu og eldmóði til að vinna faglegt starf með börnum, leiðbeina þeim og sjá þau blómstra. Þeir kennarar sem ég hef kynnst völdu sér þetta sem ævistarf til þess að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þeir vilja hjálpa börnum að þroskast, læra og finna styrkleika sína, en slík ástríða ein og sér gerir það ekki sjálfkrafa auðvelt að laða að fært fagfólk í skólana. Ég þekki líka marga sem hafa menntað sig sem kennarar en geta ekki hugsað sér að vinna sem slíkir. Með launum sem eru á pari við laun annarra fagstétta myndu skólarnir fá fleiri vel menntaða kennara til starfa sem myndi bæta stöðuna fyrir nemendur og menntakerfið í heild sinni. Árið 2016 var undirritað samkomulag um jöfnun launa milli almenns vinnumarkaðar og hins opinbera. Samt sem áður hafa kennarar enn ekki fengið þá launahækkun sem lofað var. Á meðan lífeyrisréttindi þeirra hafa verið skert, bíða þeir enn eftir að samkomulagið verði uppfyllt. Þessi kjarabarátta er ekki aðeins spurning um réttindi kennara heldur líka spurning um framtíð íslenskrar menntunar. Mannsæmandi laun eru lykilatriði til að tryggja að íslensk börn fái bestu mögulegu kennarana og þá menntun sem þau eiga rétt á. FJÁRFESTUM Í KENNURUM ! Höfundur er sérkennari í Tækniskólanum og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Sjá meira
Menntun er óumdeilanlega ein af grunnstoðum samfélagsins. Öll börn eiga rétt á gæðamenntun sem veitir þeim tækifæri til að blómstra og uppgötva styrkleika sína. Á Íslandi hafa kennarar lengi gegnt lykilhlutverki í því ferli en nú standa þeir enn á ný í kjarabaráttu sem lítið miðar áfram. Laun kennara á Íslandi hafa dregist aftur úr launum sambærilegra fagstétta á almennum vinnumarkaði um tæp 40% (Hagstofan). Þetta hefur gerst þrátt fyrir auknar kröfur um gæðamenntun og aukið vinnuálag. Afleiðingin er sú að það er orðið mun erfiðara að fá vel menntaða kennara til starfa. Kennarar hafa ekki valið sinn starfsvettvang til þess að vera í góðri innivinnu sem borgar vel, heldur af ástríðu og eldmóði til að vinna faglegt starf með börnum, leiðbeina þeim og sjá þau blómstra. Þeir kennarar sem ég hef kynnst völdu sér þetta sem ævistarf til þess að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Þeir vilja hjálpa börnum að þroskast, læra og finna styrkleika sína, en slík ástríða ein og sér gerir það ekki sjálfkrafa auðvelt að laða að fært fagfólk í skólana. Ég þekki líka marga sem hafa menntað sig sem kennarar en geta ekki hugsað sér að vinna sem slíkir. Með launum sem eru á pari við laun annarra fagstétta myndu skólarnir fá fleiri vel menntaða kennara til starfa sem myndi bæta stöðuna fyrir nemendur og menntakerfið í heild sinni. Árið 2016 var undirritað samkomulag um jöfnun launa milli almenns vinnumarkaðar og hins opinbera. Samt sem áður hafa kennarar enn ekki fengið þá launahækkun sem lofað var. Á meðan lífeyrisréttindi þeirra hafa verið skert, bíða þeir enn eftir að samkomulagið verði uppfyllt. Þessi kjarabarátta er ekki aðeins spurning um réttindi kennara heldur líka spurning um framtíð íslenskrar menntunar. Mannsæmandi laun eru lykilatriði til að tryggja að íslensk börn fái bestu mögulegu kennarana og þá menntun sem þau eiga rétt á. FJÁRFESTUM Í KENNURUM ! Höfundur er sérkennari í Tækniskólanum og situr í stjórn Skólamálanefndar FF fyrir hönd Félags sérkennara á Íslandi.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar