Vilja 62 milljónir til að tryggja vopnabirgðir lögreglu og sérsveitar Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2024 08:01 Lögreglumenn á æfingu við notkun rafbyssa. Vísir/Arnar Embætti ríkislögreglustjóra telur að auka þurfi fjárveitingar um 62 milljónir árlega til embættisins til að tryggja nauðsynlegar vopnabirgðir og íhluti lögreglunnar. Embættið segir að ekki hafi verið nægilega vel tekið tillit til breytts starfsumhverfis og krefjandi aðstæðna löggæslu í fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um fjárlagafrumvarp næsta árs, 2025. Fram kemur í umsögninni að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir 3,7 prósenta aukningu á fjárframlögum til lögreglunnar. Tekið er fram að lögreglan hafi verið undanskilin aðhaldskröfu á tímabilinu 2025 til 2029 en að öðru leyti hafi að litlu leyti verið komið til móts við breytt starfsumhverfi og krefjandi aðstæður löggæslunnar síðustu ár. Gert er ráð fyrir fjárheimild til embættis ríkislögreglustjóra upp á 4,5 milljarða. Þar af er gert ráð fyrir 3,6 milljarðar framlagi úr ríkissjóði en um 900 milljóna rekstrartekjum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm Í umsögn sinni áætlar embætti ríkislögreglustjóra að um 493 milljónir þurfi til að efla viðbragðs- og greiningargetu lögreglunnar til að tryggja að sérsveit geti mætt alvarlegum vopnaútköllum þar með talið með kaupum á búnaði og endurnýjun á bifreiðum og greiningardeild ríkislögreglustjóra með ásættanlegum hætti. 439 milljónir í búnað og bíla fyrir sérsveit Í umsögn embættisins er að því loknu farið yfir ólík verkefni þess og hvað þau muni kosta. Sérstaklega er fjallað um alvarlegra ofbeldi og önnur afbrot. Þar kemur fram að rannsóknir lögreglu og eftirlit til að draga úr brotastarfsemi hafi þyngs verulega og að áhættu vegna skipulagðrar brotastarfsemi teljist mjög mikil á Íslandi. Þá segir að aukin notkun brotahópa á stafrænni tækni hafi aukið álag á ýmsum sviðum löggæslunnar. Því er talið nauðsynlegt að efla viðbragðs- og greiningargetu lögreglunnar til að tryggja að sérsveit geti mætt alvarlegum vopnaútköllum, þar með talið, með kaupum á búnaði og endurnýjun á bifreiðum og greiningardeild ríkislögreglustjóra með ásættanlegum hætti. Áætlaður kostnaður við slíkt er 439,75 milljónir króna árið 2025. Tíðari mótmæli vegna átaka á Gasa Þá er einnig í umsögn embættisins talað um öryggi æðstu stjórnar og að á grundvelli laga hafi ríkislögreglustjóri fengið sérstaka fjárveitingu á síðustu fjárlögum til að sinna löggæslu á Alþingi. Samningurinn muni falla sjálfkrafa úr gildi sé ekki gert ráð fyrir hinum í fjárlögum. Í nýju fjárlagafrumvarpi sé ekki gert ráð fyrir fjárveitingu. Lögreglan telur hins vegar að vegna til dæmis fjölgunar mótmæla vegna átaka á Gasa og fjölgunar heimsóknar erlendra gesta þurfi að tryggja áframhaldandi fjárveitingu. „Er það mat embættisins að nauðsynlegt er að gera ráð fyrir áframhaldandi öryggisgæslu á vegum embættisins í þinghúsinu og gagnvart æðstu stjórn,“ segir í umsögninni og óskað eftir 165 milljónum til að gera það. 250 milljónir í verkefni tengt brottvísunum Þá er einnig í umsögninni bent á að ekki sé gert ráð í fjárlagafrumvarpinu fyrir fjármagni fyrir heimferðar- og fylgdardeild, áður stoðdeild, en deildin tók við ýmsum verkefnum er varðar brottvísun þeirra sem hafa fengið endanlega synjun um vernd á landinu. Þar með talið rekstur húsnæðis í Hafnarfirði. Áætlaður kostnaður er metinn 250 milljónir. Í umsögninni er einnig fjallað um gæðastjóra lögreglunnar og sálfræðiþjónustu og er í umsögninni bent á að árlegur kostnaður vegna gæðastjóra sé um 68,5 milljónir og að tryggja þurfi varanlega fjárveitingu. Þá óskar embættið eftir því að 20 milljónir verði festar í fjárlög til að tryggja lögreglumönnum og öðru starfsfólki sálfræðiþjónustu. Þurfi að stækka og færa gagnaver lögreglunnar Þá er einnig í umsögninni fjallað um landamæraeftirlit. Þar segir að viðfangsefnin landamæra á sviði löggæslu séu orðin mjög krefjandi og að vegna álags sé skilvirkt landamæraeftirlit „í raun ógerlegt“. Það geti leitt af sér aukna öryggisógn. Vísað er í nýja áætlun ráðherra og að vinnu við kostnaðargreiningu sé ólokið. Áætlað sé að hann verði um 2,5 milljarðar. Sjá einnig: Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Þá er að lokum fjallað um uppbyggingu tækniinnviða lögreglunnar og bent á að síðustu árum hafi mikilvægi gagna aukist verulega í löggæslu. Bæði gagna sem er aflað við rannsókn og gagnavinnslugetu. Þá hafi notkun ýmiss búnaðar eins og dróna og búkmyndavéla aukist síðustu ár. Gagnaver lögreglunnar þurfi því að stækka og flytja. Ekki sé gert ráð fyrir því í fjárheimildum til lögreglunnar. Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Fram kemur í umsögninni að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir 3,7 prósenta aukningu á fjárframlögum til lögreglunnar. Tekið er fram að lögreglan hafi verið undanskilin aðhaldskröfu á tímabilinu 2025 til 2029 en að öðru leyti hafi að litlu leyti verið komið til móts við breytt starfsumhverfi og krefjandi aðstæður löggæslunnar síðustu ár. Gert er ráð fyrir fjárheimild til embættis ríkislögreglustjóra upp á 4,5 milljarða. Þar af er gert ráð fyrir 3,6 milljarðar framlagi úr ríkissjóði en um 900 milljóna rekstrartekjum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm Í umsögn sinni áætlar embætti ríkislögreglustjóra að um 493 milljónir þurfi til að efla viðbragðs- og greiningargetu lögreglunnar til að tryggja að sérsveit geti mætt alvarlegum vopnaútköllum þar með talið með kaupum á búnaði og endurnýjun á bifreiðum og greiningardeild ríkislögreglustjóra með ásættanlegum hætti. 439 milljónir í búnað og bíla fyrir sérsveit Í umsögn embættisins er að því loknu farið yfir ólík verkefni þess og hvað þau muni kosta. Sérstaklega er fjallað um alvarlegra ofbeldi og önnur afbrot. Þar kemur fram að rannsóknir lögreglu og eftirlit til að draga úr brotastarfsemi hafi þyngs verulega og að áhættu vegna skipulagðrar brotastarfsemi teljist mjög mikil á Íslandi. Þá segir að aukin notkun brotahópa á stafrænni tækni hafi aukið álag á ýmsum sviðum löggæslunnar. Því er talið nauðsynlegt að efla viðbragðs- og greiningargetu lögreglunnar til að tryggja að sérsveit geti mætt alvarlegum vopnaútköllum, þar með talið, með kaupum á búnaði og endurnýjun á bifreiðum og greiningardeild ríkislögreglustjóra með ásættanlegum hætti. Áætlaður kostnaður við slíkt er 439,75 milljónir króna árið 2025. Tíðari mótmæli vegna átaka á Gasa Þá er einnig í umsögn embættisins talað um öryggi æðstu stjórnar og að á grundvelli laga hafi ríkislögreglustjóri fengið sérstaka fjárveitingu á síðustu fjárlögum til að sinna löggæslu á Alþingi. Samningurinn muni falla sjálfkrafa úr gildi sé ekki gert ráð fyrir hinum í fjárlögum. Í nýju fjárlagafrumvarpi sé ekki gert ráð fyrir fjárveitingu. Lögreglan telur hins vegar að vegna til dæmis fjölgunar mótmæla vegna átaka á Gasa og fjölgunar heimsóknar erlendra gesta þurfi að tryggja áframhaldandi fjárveitingu. „Er það mat embættisins að nauðsynlegt er að gera ráð fyrir áframhaldandi öryggisgæslu á vegum embættisins í þinghúsinu og gagnvart æðstu stjórn,“ segir í umsögninni og óskað eftir 165 milljónum til að gera það. 250 milljónir í verkefni tengt brottvísunum Þá er einnig í umsögninni bent á að ekki sé gert ráð í fjárlagafrumvarpinu fyrir fjármagni fyrir heimferðar- og fylgdardeild, áður stoðdeild, en deildin tók við ýmsum verkefnum er varðar brottvísun þeirra sem hafa fengið endanlega synjun um vernd á landinu. Þar með talið rekstur húsnæðis í Hafnarfirði. Áætlaður kostnaður er metinn 250 milljónir. Í umsögninni er einnig fjallað um gæðastjóra lögreglunnar og sálfræðiþjónustu og er í umsögninni bent á að árlegur kostnaður vegna gæðastjóra sé um 68,5 milljónir og að tryggja þurfi varanlega fjárveitingu. Þá óskar embættið eftir því að 20 milljónir verði festar í fjárlög til að tryggja lögreglumönnum og öðru starfsfólki sálfræðiþjónustu. Þurfi að stækka og færa gagnaver lögreglunnar Þá er einnig í umsögninni fjallað um landamæraeftirlit. Þar segir að viðfangsefnin landamæra á sviði löggæslu séu orðin mjög krefjandi og að vegna álags sé skilvirkt landamæraeftirlit „í raun ógerlegt“. Það geti leitt af sér aukna öryggisógn. Vísað er í nýja áætlun ráðherra og að vinnu við kostnaðargreiningu sé ólokið. Áætlað sé að hann verði um 2,5 milljarðar. Sjá einnig: Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Þá er að lokum fjallað um uppbyggingu tækniinnviða lögreglunnar og bent á að síðustu árum hafi mikilvægi gagna aukist verulega í löggæslu. Bæði gagna sem er aflað við rannsókn og gagnavinnslugetu. Þá hafi notkun ýmiss búnaðar eins og dróna og búkmyndavéla aukist síðustu ár. Gagnaver lögreglunnar þurfi því að stækka og flytja. Ekki sé gert ráð fyrir því í fjárheimildum til lögreglunnar.
Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira