Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. janúar 2026 23:24 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir hafnaði í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í kvöld. Vísir/Vilhelm Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, sem hafnaði í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í kvöld, var einungis fimmtán atkvæðum frá því að lenda sæti ofar en Heiða Björg Hilmisdóttir sitjandi borgarstjóri. Steinunn er formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar og starfar sem ráðgjafi hjá Aton JL. Áður starfaði hún sem talskona Stígamóta. Hún hefur ekki verið á lista Samfylkingarinnar í kosningum áður. Mbl.is greinir frá því að Steinunn, sem sóttist eftir öðru sæti listans og hlaut í heildina 1.961 atkvæði, hafi hlotið 1.653 atkvæði í fyrsta til annað sæti listans. Líkt og fram hefur komið hlaut Heiða Björg 1.668 atkvæði. Þannig hafi Steinunn verið einungis fimmtán atkvæðum frá því að skáka sitjandi borgarstjóra. Frambjóðendur röðuðust í sex efstu sætin með eftirfarandi hætti: sæti Pétur H. Marteinsson með 3.063 atkvæði í 1. sæti. sæti Heiða Björg Hilmisdóttir með 1.668 atkvæði í 1.- 2. sæti. sæti Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir með 1.961 atkvæði í 1. - 3. sæti. sæti Skúli Helgason með 1.933 atkvæði í 1. - 4. sæti. sæti Stein Olav Romslo með 2.139 atkvæði í 1. - 5. sæti. sæti Bjarnveig Birta Bjarnadóttir með 2.256 atkvæði í 1.- 6. sæti. Á kjörskrá voru 6.955 og atkvæði greiddu 4.849. Kjörsókn var 69,7%. Bjartsýn á framhaldið „Það er ótrúlega gaman að vera hluti af svona sterkum lista af frábærum kandídötum sem ætla að vera með í borginni og ég er ótrúlega bjartsýn á framhaldið,“ sagði Steinunn við fréttamann eftir að úrslitin voru kunngjörð. Hún segir fyrsta verkefnið að funda og stilla saman strengi að því er varðar áherslur og breytingar hjá flokknum í borginni. „Ég hef mjög mikinn áhuga á þessum stóru jafnaðarmálum, til að mynda leikskólamálunum sem ég tel að við verðum að leysa í eitt skipti fyrir öll. Og að tryggja öruggt húsnæði fyrir alla.“ Vonbrigði Heiðu Bjargar leyndu sér ekki þegar fréttamaður náði tali af henni fyrr í kvöld. Hún sagði gríðarleg vonbrigði að hafa ekki gengið betur og að hún hefði haldið að flokkurinn væri kominn á þann stað að treysta reyndri konu til að leiða listann í Reykjavík. „Ég hélt að við værum þar en það er greinilega ekki,“ sagði hún. Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tengdar fréttir Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Pétur Marteinsson skákaði sitjandi borgarstjóra og verður oddviti Samfylkingarinnar í Retkjavík í sveitarstjórnarkosningunum 2026. Niðurstöður flokksvals Samfylkingarinnar í Reykjavík voru kynntar í kvöld. 24. janúar 2026 16:58 Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst „Þetta eru bara gríðarleg vonbrigði, vissulega. En líka þakklæti fyrir mikinn stuðning. Í rauninni er ég stolt af mínum baráttumálum og minni vinnu. Þetta er tvíbent, en auðvitað eru vonbrigði að vera ekki treyst fyrir fyrsta sætinu. Ég hélt að Samfylkingin væri komin á þann stað.“ 24. janúar 2026 20:03 Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Pétur Marteinsson nýkjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir stærsta verkefni flokksins í komandi kosningum að vinna traust borgarbúa til baka. Hann segir gott gengi í prófkjörinu til marks um að fólk vilji breytingar í borginni. 24. janúar 2026 20:50 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Steinunn er formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar og starfar sem ráðgjafi hjá Aton JL. Áður starfaði hún sem talskona Stígamóta. Hún hefur ekki verið á lista Samfylkingarinnar í kosningum áður. Mbl.is greinir frá því að Steinunn, sem sóttist eftir öðru sæti listans og hlaut í heildina 1.961 atkvæði, hafi hlotið 1.653 atkvæði í fyrsta til annað sæti listans. Líkt og fram hefur komið hlaut Heiða Björg 1.668 atkvæði. Þannig hafi Steinunn verið einungis fimmtán atkvæðum frá því að skáka sitjandi borgarstjóra. Frambjóðendur röðuðust í sex efstu sætin með eftirfarandi hætti: sæti Pétur H. Marteinsson með 3.063 atkvæði í 1. sæti. sæti Heiða Björg Hilmisdóttir með 1.668 atkvæði í 1.- 2. sæti. sæti Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir með 1.961 atkvæði í 1. - 3. sæti. sæti Skúli Helgason með 1.933 atkvæði í 1. - 4. sæti. sæti Stein Olav Romslo með 2.139 atkvæði í 1. - 5. sæti. sæti Bjarnveig Birta Bjarnadóttir með 2.256 atkvæði í 1.- 6. sæti. Á kjörskrá voru 6.955 og atkvæði greiddu 4.849. Kjörsókn var 69,7%. Bjartsýn á framhaldið „Það er ótrúlega gaman að vera hluti af svona sterkum lista af frábærum kandídötum sem ætla að vera með í borginni og ég er ótrúlega bjartsýn á framhaldið,“ sagði Steinunn við fréttamann eftir að úrslitin voru kunngjörð. Hún segir fyrsta verkefnið að funda og stilla saman strengi að því er varðar áherslur og breytingar hjá flokknum í borginni. „Ég hef mjög mikinn áhuga á þessum stóru jafnaðarmálum, til að mynda leikskólamálunum sem ég tel að við verðum að leysa í eitt skipti fyrir öll. Og að tryggja öruggt húsnæði fyrir alla.“ Vonbrigði Heiðu Bjargar leyndu sér ekki þegar fréttamaður náði tali af henni fyrr í kvöld. Hún sagði gríðarleg vonbrigði að hafa ekki gengið betur og að hún hefði haldið að flokkurinn væri kominn á þann stað að treysta reyndri konu til að leiða listann í Reykjavík. „Ég hélt að við værum þar en það er greinilega ekki,“ sagði hún.
sæti Pétur H. Marteinsson með 3.063 atkvæði í 1. sæti. sæti Heiða Björg Hilmisdóttir með 1.668 atkvæði í 1.- 2. sæti. sæti Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir með 1.961 atkvæði í 1. - 3. sæti. sæti Skúli Helgason með 1.933 atkvæði í 1. - 4. sæti. sæti Stein Olav Romslo með 2.139 atkvæði í 1. - 5. sæti. sæti Bjarnveig Birta Bjarnadóttir með 2.256 atkvæði í 1.- 6. sæti. Á kjörskrá voru 6.955 og atkvæði greiddu 4.849. Kjörsókn var 69,7%.
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tengdar fréttir Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Pétur Marteinsson skákaði sitjandi borgarstjóra og verður oddviti Samfylkingarinnar í Retkjavík í sveitarstjórnarkosningunum 2026. Niðurstöður flokksvals Samfylkingarinnar í Reykjavík voru kynntar í kvöld. 24. janúar 2026 16:58 Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst „Þetta eru bara gríðarleg vonbrigði, vissulega. En líka þakklæti fyrir mikinn stuðning. Í rauninni er ég stolt af mínum baráttumálum og minni vinnu. Þetta er tvíbent, en auðvitað eru vonbrigði að vera ekki treyst fyrir fyrsta sætinu. Ég hélt að Samfylkingin væri komin á þann stað.“ 24. janúar 2026 20:03 Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Pétur Marteinsson nýkjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir stærsta verkefni flokksins í komandi kosningum að vinna traust borgarbúa til baka. Hann segir gott gengi í prófkjörinu til marks um að fólk vilji breytingar í borginni. 24. janúar 2026 20:50 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Pétur Marteinsson skákaði sitjandi borgarstjóra og verður oddviti Samfylkingarinnar í Retkjavík í sveitarstjórnarkosningunum 2026. Niðurstöður flokksvals Samfylkingarinnar í Reykjavík voru kynntar í kvöld. 24. janúar 2026 16:58
Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst „Þetta eru bara gríðarleg vonbrigði, vissulega. En líka þakklæti fyrir mikinn stuðning. Í rauninni er ég stolt af mínum baráttumálum og minni vinnu. Þetta er tvíbent, en auðvitað eru vonbrigði að vera ekki treyst fyrir fyrsta sætinu. Ég hélt að Samfylkingin væri komin á þann stað.“ 24. janúar 2026 20:03
Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Pétur Marteinsson nýkjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir stærsta verkefni flokksins í komandi kosningum að vinna traust borgarbúa til baka. Hann segir gott gengi í prófkjörinu til marks um að fólk vilji breytingar í borginni. 24. janúar 2026 20:50