Tveir hafa játað sök í stóra fíkniefnamálinu sem fer ekki fet Jón Þór Stefánsson skrifar 24. september 2024 15:14 Einn sakborningurinn að mæta í dómsal 101 Héraðsdóms Reykjavíkur þegar málið var þingfest. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð umfangsmikils fíkniefnamáls, sem hefur verið kennt við skemmtiferðaskip en líka verið kallað stóra fíkniefnamálið, mun fara fram í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur dagana 28. október til 6. nóvember. Þetta segir Barbara Björnsdóttir, dómari málsins, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Sakborningar málsins eru sextán að svo stöddu, en að sögn Barböru verða gerðar ráðstafanir til að allir rúmist í dómsalnum. Þinghaldinu verði síðan streymt í annan dómsal svo hægt verði að fylgjast með því. Úr átján yfir í sextán Í fyrstu voru sakborningarnir átján talsins. Þegar málið var þingfest í héraðsdómi í ágúst neituðu allir sem mættu sök, en þrír boðuðu forföll og fjórir tóku afstöðu til málsins í gegnum fjarfundarbúnað. Tveir þeirra hafa nú játað sök og þeirra þáttur verið klofinn frá málinu og verður dæmdur sérstaklega. Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða fór fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík í fyrra, en sakborningar þess máls voru 25 talsins. Nú liggur fyrir að sú leið verður ekki farin aftur í fíkniefnamálinu. Sakborningarnir voru í fyrstu átján talsins, en tveir hafa játað sök og mál þeirra verið klofin frá. Fíkniefnamálið sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Sakborningarnir eru taldir eiga aðild að skipulagðri glæpastarfsemi sem snerist um innflutning, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi auk peningaþvættis. Hópurinn sagður þaulskipulagður Lögregla telur uppbyggingu og hlutverkaskiptingu innan hópsins hafa verið þaulskipulagða. Meintur höfuðpaur hafi verið í spjallhóp ásamt sjö öðrum á samskiptaforritinu Signal. Allir hafi þar verið undir dulnefni. Þá er einn sakborningurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. Dómsmál Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Reykjavík Tengdar fréttir Hafnar því að hafa reynt að drepa mann og dreifa dópi Karlmaður á fertugsaldri sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann játaði þó vopna- og fíkniefnalagabrot í málinu. 12. ágúst 2024 14:17 Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. 2. ágúst 2024 11:49 Telja sig vera með höfuðpaur fíknefnahóps í haldi Maður sem lögregla telur að sé höfuðpaur hóps sem er grunaður um innflutning og sölu fíkniefna hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í ágúst, en hann hefur verið í haldi síðan um miðjan apríl. 9. júlí 2024 17:04 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Þetta segir Barbara Björnsdóttir, dómari málsins, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Sakborningar málsins eru sextán að svo stöddu, en að sögn Barböru verða gerðar ráðstafanir til að allir rúmist í dómsalnum. Þinghaldinu verði síðan streymt í annan dómsal svo hægt verði að fylgjast með því. Úr átján yfir í sextán Í fyrstu voru sakborningarnir átján talsins. Þegar málið var þingfest í héraðsdómi í ágúst neituðu allir sem mættu sök, en þrír boðuðu forföll og fjórir tóku afstöðu til málsins í gegnum fjarfundarbúnað. Tveir þeirra hafa nú játað sök og þeirra þáttur verið klofinn frá málinu og verður dæmdur sérstaklega. Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða fór fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík í fyrra, en sakborningar þess máls voru 25 talsins. Nú liggur fyrir að sú leið verður ekki farin aftur í fíkniefnamálinu. Sakborningarnir voru í fyrstu átján talsins, en tveir hafa játað sök og mál þeirra verið klofin frá. Fíkniefnamálið sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Sakborningarnir eru taldir eiga aðild að skipulagðri glæpastarfsemi sem snerist um innflutning, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi auk peningaþvættis. Hópurinn sagður þaulskipulagður Lögregla telur uppbyggingu og hlutverkaskiptingu innan hópsins hafa verið þaulskipulagða. Meintur höfuðpaur hafi verið í spjallhóp ásamt sjö öðrum á samskiptaforritinu Signal. Allir hafi þar verið undir dulnefni. Þá er einn sakborningurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur.
Dómsmál Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Reykjavík Tengdar fréttir Hafnar því að hafa reynt að drepa mann og dreifa dópi Karlmaður á fertugsaldri sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann játaði þó vopna- og fíkniefnalagabrot í málinu. 12. ágúst 2024 14:17 Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. 2. ágúst 2024 11:49 Telja sig vera með höfuðpaur fíknefnahóps í haldi Maður sem lögregla telur að sé höfuðpaur hóps sem er grunaður um innflutning og sölu fíkniefna hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í ágúst, en hann hefur verið í haldi síðan um miðjan apríl. 9. júlí 2024 17:04 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Hafnar því að hafa reynt að drepa mann og dreifa dópi Karlmaður á fertugsaldri sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann játaði þó vopna- og fíkniefnalagabrot í málinu. 12. ágúst 2024 14:17
Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. 2. ágúst 2024 11:49
Telja sig vera með höfuðpaur fíknefnahóps í haldi Maður sem lögregla telur að sé höfuðpaur hóps sem er grunaður um innflutning og sölu fíkniefna hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í ágúst, en hann hefur verið í haldi síðan um miðjan apríl. 9. júlí 2024 17:04