Framtíðin liggur í bættri nýtingu auðlinda Helga Kristín Jóhannsdóttir skrifar 17. september 2024 09:01 Nýsköpun og hringrásarhugsun eru gríðarlega mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Hvoru tveggja leika lykilhlutverk í því að skapa okkur sjálfbæra framtíð og stuðla bæði að tækniframförum og efnahagslegum vexti. Með því að einblína á nýjar lausnir og umhverfisvænar leiðir getum við dregið úr sóun, aukið nýtni auðlinda okkar og tryggt betri lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir. Til að fjölga verkefnum á sviði nýrra orkulausna, sjálfbærni og hringrásarhugsunar þarf að byggja upp grundvöll í samfélaginu fyrir nýsköpunarverkefni og leyfa þeim að blómstra. Í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði er Nýsköpunarkjarni í uppbyggingu þar sem verður til aðstaða fyrir háskóla, frumkvöðla og fyrirtæki til að þróa og prófa tæknilausnir. Samvinna leiðir til betri nýtingar Á Hellisheiði, við stærstu jarðvarmavirkjun Evrópu, er Jarðhitagarður ON staðsettur. Garðurinn er vettvangur fyrir nýsköpun og sjálfbærni þar sem framsækin fyrirtæki og vísindamenn þróa lausnir sem stuðla að betri nýtingu auðlinda og minni sóun – lausnir sem geta haft veruleg áhrif á loftslagsmál og efnahagslegan vöxt, bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Ísland er í sérstöðu varðandi öflun grænna orkugjafa, en það skiptir einnig máli hvernig við nýtum orkuna og auðlindirnar okkar. Framtíðin liggur ekki aðeins í aukinni öflun grænnar orku, heldur einnig í ábyrgri nýtingu hennar. Samtenging og samstarf fyrirtækja í iðngörðum eins og Jarðhitagarði Orku náttúrunnar eru tækifæri til að nýta enn betur auðlindir, innviði og þjónustu eða að umbreyta úrgangi eins í verðmæti annars. Leiðandi í nýsköpun, sjálfbærni og hringrásarhagkerfi Jarðhitagarður ON býður upp á aðgengi að landsvæði, rafmagni, jarðhitavatni, jarðhitagufu, köldu vatni og steinefnum á borð við kísil. Þar eru fyrirtæki á borð við Carbfix, Vaxa og Climeworks sem nýta auðlindastrauma með hringrásarhugsun að leiðarljósi. Lausnir fyrirtækjanna hafa aukið verðmæti auðlinda og vakið athygli á heimsvísu með aðferðum sem geta haft mikil áhrif á loftslagsbreytingar. Orka náttúrunnar leggur mikla áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda. Jarðhitinn sem notaður er við orkuvinnsluna er græn orkulind sem er margnýtt til að framleiða rafmagn og heitt vatn. Eftir nýtingu í virkjuninni er jarðhitavökvanum dælt niður í jarðhitageyminn þar sem það hitnar upp aftur og hægt er að nota hann að nýju. Þannig er hringrásarhugsun innbyggð í framleiðsluferlið. Möguleikarnir á að nýta auðlindir á svæðinu enn betur eru nánast óþrjótandi. Eitt dæmi sem hefur lengi verið til skoðunar er uppbygging baðlóns á Hellisheiði. Jarðhitavatnið sem Orka náttúrunnar notar er til dæmis um 50-60°C þegar því er dælt niður eftir notkun, og væri ákjósanlegt til nýtingar til dæmis í slíkum rekstri. Atvinnuskapandi starfsemi Við leitum nú að fleiri spennandi verkefnum og samstarfsaðilum til að skapa sterkt, einstakt nýsköpunarsamfélag á Hellisheiði sem styður við sjálfbærni og hringrásarhugsun. Fyrirtækin sem starfa í Jarðhitagarði eru góð dæmi um árangur af því að gefa nýsköpunarfyrirtækjum tækifæri. Í dag starfa um 50 einstaklingar á Íslandi hjá fyrirtækjunum í Jarðhitagarði og störf sem hafa skapast eru um 80 ef afleidd störf eru tekin með. Spár gera svo ráð fyrir enn frekari fjölgun starfa þar sem fyrirtækin eru í örum vexti og verkefnum í Jarðhitagarði að fjölga. Með því að styðja við slíka nýsköpun og þróun getum við stuðlað að aukinni verðmætasköpun, bættri nýtingu auðlinda og efnahagslegum vexti til lengri tíma litið. Framtíðin er björt Jarðhitagarðurinn skapar tækifæri til aukinnar samvinnu milli nýsköpunar og iðnaðar. Á morgun 18. september verður haldin ráðstefna í Grósku þar sem fyrirtækin í garðinum kynna nýjustu verkefnin og ræða þau tækifæri sem felast í starfseminni á Hellisheiði, með sérstaka áherslu á loftslagsmál, sjálfbærni og hringrásarhugsun. Við hvetjum öll til að kynna sér þessa framtíðarsýn þar sem sjálfbærni og nýting auðlinda eru í forgrunni. Höfundur er viðskiptaþróunarstjóri Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nýsköpun og hringrásarhugsun eru gríðarlega mikilvæg fyrir samfélagið okkar. Hvoru tveggja leika lykilhlutverk í því að skapa okkur sjálfbæra framtíð og stuðla bæði að tækniframförum og efnahagslegum vexti. Með því að einblína á nýjar lausnir og umhverfisvænar leiðir getum við dregið úr sóun, aukið nýtni auðlinda okkar og tryggt betri lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir. Til að fjölga verkefnum á sviði nýrra orkulausna, sjálfbærni og hringrásarhugsunar þarf að byggja upp grundvöll í samfélaginu fyrir nýsköpunarverkefni og leyfa þeim að blómstra. Í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði er Nýsköpunarkjarni í uppbyggingu þar sem verður til aðstaða fyrir háskóla, frumkvöðla og fyrirtæki til að þróa og prófa tæknilausnir. Samvinna leiðir til betri nýtingar Á Hellisheiði, við stærstu jarðvarmavirkjun Evrópu, er Jarðhitagarður ON staðsettur. Garðurinn er vettvangur fyrir nýsköpun og sjálfbærni þar sem framsækin fyrirtæki og vísindamenn þróa lausnir sem stuðla að betri nýtingu auðlinda og minni sóun – lausnir sem geta haft veruleg áhrif á loftslagsmál og efnahagslegan vöxt, bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Ísland er í sérstöðu varðandi öflun grænna orkugjafa, en það skiptir einnig máli hvernig við nýtum orkuna og auðlindirnar okkar. Framtíðin liggur ekki aðeins í aukinni öflun grænnar orku, heldur einnig í ábyrgri nýtingu hennar. Samtenging og samstarf fyrirtækja í iðngörðum eins og Jarðhitagarði Orku náttúrunnar eru tækifæri til að nýta enn betur auðlindir, innviði og þjónustu eða að umbreyta úrgangi eins í verðmæti annars. Leiðandi í nýsköpun, sjálfbærni og hringrásarhagkerfi Jarðhitagarður ON býður upp á aðgengi að landsvæði, rafmagni, jarðhitavatni, jarðhitagufu, köldu vatni og steinefnum á borð við kísil. Þar eru fyrirtæki á borð við Carbfix, Vaxa og Climeworks sem nýta auðlindastrauma með hringrásarhugsun að leiðarljósi. Lausnir fyrirtækjanna hafa aukið verðmæti auðlinda og vakið athygli á heimsvísu með aðferðum sem geta haft mikil áhrif á loftslagsbreytingar. Orka náttúrunnar leggur mikla áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda. Jarðhitinn sem notaður er við orkuvinnsluna er græn orkulind sem er margnýtt til að framleiða rafmagn og heitt vatn. Eftir nýtingu í virkjuninni er jarðhitavökvanum dælt niður í jarðhitageyminn þar sem það hitnar upp aftur og hægt er að nota hann að nýju. Þannig er hringrásarhugsun innbyggð í framleiðsluferlið. Möguleikarnir á að nýta auðlindir á svæðinu enn betur eru nánast óþrjótandi. Eitt dæmi sem hefur lengi verið til skoðunar er uppbygging baðlóns á Hellisheiði. Jarðhitavatnið sem Orka náttúrunnar notar er til dæmis um 50-60°C þegar því er dælt niður eftir notkun, og væri ákjósanlegt til nýtingar til dæmis í slíkum rekstri. Atvinnuskapandi starfsemi Við leitum nú að fleiri spennandi verkefnum og samstarfsaðilum til að skapa sterkt, einstakt nýsköpunarsamfélag á Hellisheiði sem styður við sjálfbærni og hringrásarhugsun. Fyrirtækin sem starfa í Jarðhitagarði eru góð dæmi um árangur af því að gefa nýsköpunarfyrirtækjum tækifæri. Í dag starfa um 50 einstaklingar á Íslandi hjá fyrirtækjunum í Jarðhitagarði og störf sem hafa skapast eru um 80 ef afleidd störf eru tekin með. Spár gera svo ráð fyrir enn frekari fjölgun starfa þar sem fyrirtækin eru í örum vexti og verkefnum í Jarðhitagarði að fjölga. Með því að styðja við slíka nýsköpun og þróun getum við stuðlað að aukinni verðmætasköpun, bættri nýtingu auðlinda og efnahagslegum vexti til lengri tíma litið. Framtíðin er björt Jarðhitagarðurinn skapar tækifæri til aukinnar samvinnu milli nýsköpunar og iðnaðar. Á morgun 18. september verður haldin ráðstefna í Grósku þar sem fyrirtækin í garðinum kynna nýjustu verkefnin og ræða þau tækifæri sem felast í starfseminni á Hellisheiði, með sérstaka áherslu á loftslagsmál, sjálfbærni og hringrásarhugsun. Við hvetjum öll til að kynna sér þessa framtíðarsýn þar sem sjálfbærni og nýting auðlinda eru í forgrunni. Höfundur er viðskiptaþróunarstjóri Jarðhitagarðs Orku náttúrunnar.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun